Meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndum Sæunn Gísladóttir skrifar 22. október 2015 13:09 Ísland er hálaunaland samkvæmt nýjustu tölum OECD. Vísir/Vilhelm Meðaltekjur á Íslandi eru næst hæstar á Norðurlöndum samkvæmt tölum OECD. Árið 2014 voru meðalárstekjur barnlauss einstaklings á Íslandi eftir skatta og bætur næst hæstar á Norðurlöndum, eða 36 þúsund USD, jafnvirði 4,5 milljóna króna, samanborið við 5,3 milljónir króna í Noregi, 4,4 milljónir í Svíþjóð 4,4 milljónirog 4 milljónir í Danmörku og Finnlandi. Þessu greinir SA frá. Í greiningu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að Ísland var í tíunda sæti á lista OECD yfir bestu launakjörin meðal meðlimaríkja árið 2014. Ísland er því hálaunaland samkvæmt alþjóðlegum samanburði OECD, Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunarinnar í París. Í umræðu um kjaramál er því hins vegar sífellt haldið fram að Ísland sé láglaunaland, einkum í samanburði við Norðurlönd. Samkvæmt gögnum OECD eru meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndunum og því er nær sanni að segja að Ísland sé hálaunaland. Við samanburð launa milli landa er algengast að látið sé nægja að umreikna þau í sama gjaldmiðil. Sá einfaldi útreikningur dregur upp skakka mynd af mismun á kaupmætti launa og þar með lífskjörum í viðkomandi löndum. SA segir ástæðurnar einkum vera tvær. Skattkerfi ríkja eru mismunandi sem hefur áhrif á ráðstöfunartekjur og kaupmátt þeirra og þar sem laun eru há er verðlag einnig hátt og þar sem laun eru lág er verðlag lágt. Af síðarnefndu ástæðunni er mismunur á launum milli landa meiri en á kaupmætti launa. Launahækkanir á Íslandi eru miklu meiri á þessu ári en í öðrum löndum OECD. Útlit er fyrir að kaupmáttur aukist um 6% á Íslandi en framleiðni minnki um 0,4%. Það gengur þvert gegn efnahagslögmálum og getur ekki gengið til lengdar. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Meðaltekjur á Íslandi eru næst hæstar á Norðurlöndum samkvæmt tölum OECD. Árið 2014 voru meðalárstekjur barnlauss einstaklings á Íslandi eftir skatta og bætur næst hæstar á Norðurlöndum, eða 36 þúsund USD, jafnvirði 4,5 milljóna króna, samanborið við 5,3 milljónir króna í Noregi, 4,4 milljónir í Svíþjóð 4,4 milljónirog 4 milljónir í Danmörku og Finnlandi. Þessu greinir SA frá. Í greiningu Samtaka atvinnulífsins kemur fram að Ísland var í tíunda sæti á lista OECD yfir bestu launakjörin meðal meðlimaríkja árið 2014. Ísland er því hálaunaland samkvæmt alþjóðlegum samanburði OECD, Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunarinnar í París. Í umræðu um kjaramál er því hins vegar sífellt haldið fram að Ísland sé láglaunaland, einkum í samanburði við Norðurlönd. Samkvæmt gögnum OECD eru meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndunum og því er nær sanni að segja að Ísland sé hálaunaland. Við samanburð launa milli landa er algengast að látið sé nægja að umreikna þau í sama gjaldmiðil. Sá einfaldi útreikningur dregur upp skakka mynd af mismun á kaupmætti launa og þar með lífskjörum í viðkomandi löndum. SA segir ástæðurnar einkum vera tvær. Skattkerfi ríkja eru mismunandi sem hefur áhrif á ráðstöfunartekjur og kaupmátt þeirra og þar sem laun eru há er verðlag einnig hátt og þar sem laun eru lág er verðlag lágt. Af síðarnefndu ástæðunni er mismunur á launum milli landa meiri en á kaupmætti launa. Launahækkanir á Íslandi eru miklu meiri á þessu ári en í öðrum löndum OECD. Útlit er fyrir að kaupmáttur aukist um 6% á Íslandi en framleiðni minnki um 0,4%. Það gengur þvert gegn efnahagslögmálum og getur ekki gengið til lengdar.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira