Áframhaldandi aðhald hjá Íslandsbanka: Starfsmönnum mun fækka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. ágúst 2015 12:15 Hagnaður Íslandsbanka á fyrri hluta ársins nam 11 milljörðum króna en það slaknar ekki á aðhaldskröfunni. Vísir/Ernir Hagnaður Íslandsbanka á fyrri hluta ársins nam 11 milljörðum króna. Bankastjórinn boðar áframhaldandi aðhaldsaðgerðir. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kveðst ánægð með niðurstöðu af rekstri bankans en í morgun var uppgjör fyrir fyrri hluta ársins birtar. Hagnaður bankans nam 11 milljörðum króna á tímabilinu. Bankastjórinn boðar áframhaldandi aðhaldsaðgerðir.„Við erum bara ánægð með þetta uppgjör, í takt við væntingar, og við sjáum að undirliggjandi rekstur er að styrkjast þó svo það séu ennþá svona óreglulegir liðir í uppgjörinu,“ segir hún. Hagnaður Íslandsbanka drógst saman um 3,9 milljarða króna miðað við sama tíma á síðasta ári en samkvæmt tilkynningu bankans voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmiklar á síðasta ári. Áframhaldandi hagræðingTil stendur að halda áfram hagræðingaraðgerðum til að lækka kostnað bankans. Birna segir að starfsmönnum muni fækka og að útibúanet bankans sé stöðugt í skoðun. „Það er alltaf til skoðunar hvernig við byggjum upp okkar útibúanet,“ segir Birna. „Varðandi starfsmannafjölda þá á starfsmönnum efir að fækka en við vonum svo sannarlega að við getum gert það í gegnum svona eðlilega breytingu á starfsmannafjölda hjá okkur.“ En hvað með fyrirhugaða stækkun höfuðstöðva bankans við Kirkjusand? „Það er eitt af þessum hagræðingarverkefnum sem við erum með í gangi; að skoða hvort að viðbygging við Kirkjusand muni spara okkar kostnað. Svona fyrstu niðurstöður sýna það að það myndi vera hagræðing fyrir bankanna í því fólgin og þess vegna erum við að halda áfram að skoða það verkefni,“ segir Birna.Þóknanagjöld aukast um 13 prósent Hreinar vaxtatekjur voru 13,6 milljarðar króna en tekjur bankans af þóknanagjöldum jukust um 13 prósent og námu 6,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Sé þrengra tímabil skoðað, eða annar ársfjórðungur, kemur í ljós að hreinar þóknanatekjur námu 3,5 milljörðum króna, sem er tæplega fjórðungs aukning. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir bankinn að almennt séu þóknanatekjur á tekjusviðum að aukast í takt við aukin umsvif. Einnig sé töluverð aukning í þóknanatekjum hjá dótturfélögum bankans, sér í lagi hjá Borgun og Allianz á Íslandi. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Hagnaður Íslandsbanka á fyrri hluta ársins nam 11 milljörðum króna. Bankastjórinn boðar áframhaldandi aðhaldsaðgerðir. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, kveðst ánægð með niðurstöðu af rekstri bankans en í morgun var uppgjör fyrir fyrri hluta ársins birtar. Hagnaður bankans nam 11 milljörðum króna á tímabilinu. Bankastjórinn boðar áframhaldandi aðhaldsaðgerðir.„Við erum bara ánægð með þetta uppgjör, í takt við væntingar, og við sjáum að undirliggjandi rekstur er að styrkjast þó svo það séu ennþá svona óreglulegir liðir í uppgjörinu,“ segir hún. Hagnaður Íslandsbanka drógst saman um 3,9 milljarða króna miðað við sama tíma á síðasta ári en samkvæmt tilkynningu bankans voru tekjur af einskiptisliðum umfangsmiklar á síðasta ári. Áframhaldandi hagræðingTil stendur að halda áfram hagræðingaraðgerðum til að lækka kostnað bankans. Birna segir að starfsmönnum muni fækka og að útibúanet bankans sé stöðugt í skoðun. „Það er alltaf til skoðunar hvernig við byggjum upp okkar útibúanet,“ segir Birna. „Varðandi starfsmannafjölda þá á starfsmönnum efir að fækka en við vonum svo sannarlega að við getum gert það í gegnum svona eðlilega breytingu á starfsmannafjölda hjá okkur.“ En hvað með fyrirhugaða stækkun höfuðstöðva bankans við Kirkjusand? „Það er eitt af þessum hagræðingarverkefnum sem við erum með í gangi; að skoða hvort að viðbygging við Kirkjusand muni spara okkar kostnað. Svona fyrstu niðurstöður sýna það að það myndi vera hagræðing fyrir bankanna í því fólgin og þess vegna erum við að halda áfram að skoða það verkefni,“ segir Birna.Þóknanagjöld aukast um 13 prósent Hreinar vaxtatekjur voru 13,6 milljarðar króna en tekjur bankans af þóknanagjöldum jukust um 13 prósent og námu 6,4 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Sé þrengra tímabil skoðað, eða annar ársfjórðungur, kemur í ljós að hreinar þóknanatekjur námu 3,5 milljörðum króna, sem er tæplega fjórðungs aukning. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir bankinn að almennt séu þóknanatekjur á tekjusviðum að aukast í takt við aukin umsvif. Einnig sé töluverð aukning í þóknanatekjum hjá dótturfélögum bankans, sér í lagi hjá Borgun og Allianz á Íslandi.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira