Viðskipti innlent

Tekur tíma að skila sér til neytenda

Höskuldur Kári Schram skrifar
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að það muni taka nokkrar vikur áður en afnám sykurskattsins skilar sér til neytenda. Ný könnun sýnir að verðlag á sykraðri matvöru hefur tekið litlum breytingum til lækkunar þrátt fyrir að skatturinn hafi verið aflagður um síðustu áramót.

Matvara hefur hækkað umtalsvert í verði undanfarinn mánuð samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Hækkun á neðra þrepi virðisaukaskatts úr 7 prósentum í 11 hefur þegar skilað sér út í verðlagið en breytingin tók gildi um síðustu áramót. Á sama tíma voru vörugjöld af sykruðum matvörum felld niður en sú lækkun hefur ekki skilað sér til neytenda nema að litlu leyti að mati ASÍ.

„Það er þannig að vörugjöldin voru aflögð um áramótin. Þá var fullt af birgðum hér og þar í versluninni sem voru augljóslega leystar út úr tolli með fullum vörugjöldum. Það mun taka einhvern tíma, vikur og í einhverjum tilfellum lengri tíma, að koma að fullu fram niðurfellingu vörugjaldanna. Það fer mikið eftir veltuhraða vörunnar en það mun taka einhvern tíma,“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×