Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. ágúst 2015 20:30 Verslunareigandi í Kringlunni hefur nú gefið fjörtíu börnum sem glíma við margvíslegar fatlanir spjaldtölvur. Hann segir tölvurnar hjálpa þeim á ótrúlegan hátt og segir það bestu ákvörðun lífs síns að leggja málefninu lið. Í dag gaf Sigurður Þór Helgason fötluðu barni spjaldtölvu númer fjörtíu og af því tilefni komu þau börn sem fengið hafa spjaldtölvur saman í húsdýragarðinum og gerðu sér glaðan dag ásamt fjölskyldum sínum. Sigurður rekur litla verslum í Kringlunni en fyrir fimm árum fékk hann tölvupóst frá föður fatlaðrar stúlku sem spurði hann hvort iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans með fínhreyfingar. Á þeim tíma var lítil sem enginn reynsla komin á að nota spjaldtölvur til að örva þroska. „Ég fyllti iPadinn minn af fullt af öppum, bið um að fá að hitta stelpuna og viti menn, hún sýnir markverðar hreyfingar í fyrsta sinn á sinni ævi. Frá þeim tímapunkti sem ég sá foreldrana tárast og faðmast vissi ég að ég var kominn á einhverja braut sem ég ætlaði að halda mér á,“ segir Sigurður. Sigurður segir árangur barnanna mað spjaldtölvurnar ótrúlegan. Sumum þeirra hefur til að mynda tekist að tjá sig í fyrsta skipti með því að nota sérstök tjáskiptaöpp og benda á myndir á spjaldtölvunum. „Þetta spurðist fljótt út. Fyrstu dagana eftir að fyrsta barnið fékk iPad fréttist það um læknastéttina og heilbrigðisgeirann hvað var að gerast. Þá gerði ég lítið annað en að hitta fólk og halda hálfgerðan fyrirlestur um hvernig iPad gæti hjálpað hreyfihömluðum börnum. Ég var orðinn eins og kennari eða sérfræðingur sem ég er náttúrlega ekki, ég datt bara inn í þetta,“ segir Sigurður. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, þetta gefur mér svo mikið,“ segir hann. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Verslunareigandi í Kringlunni hefur nú gefið fjörtíu börnum sem glíma við margvíslegar fatlanir spjaldtölvur. Hann segir tölvurnar hjálpa þeim á ótrúlegan hátt og segir það bestu ákvörðun lífs síns að leggja málefninu lið. Í dag gaf Sigurður Þór Helgason fötluðu barni spjaldtölvu númer fjörtíu og af því tilefni komu þau börn sem fengið hafa spjaldtölvur saman í húsdýragarðinum og gerðu sér glaðan dag ásamt fjölskyldum sínum. Sigurður rekur litla verslum í Kringlunni en fyrir fimm árum fékk hann tölvupóst frá föður fatlaðrar stúlku sem spurði hann hvort iPad gæti mögulega hjálpað dóttur hans með fínhreyfingar. Á þeim tíma var lítil sem enginn reynsla komin á að nota spjaldtölvur til að örva þroska. „Ég fyllti iPadinn minn af fullt af öppum, bið um að fá að hitta stelpuna og viti menn, hún sýnir markverðar hreyfingar í fyrsta sinn á sinni ævi. Frá þeim tímapunkti sem ég sá foreldrana tárast og faðmast vissi ég að ég var kominn á einhverja braut sem ég ætlaði að halda mér á,“ segir Sigurður. Sigurður segir árangur barnanna mað spjaldtölvurnar ótrúlegan. Sumum þeirra hefur til að mynda tekist að tjá sig í fyrsta skipti með því að nota sérstök tjáskiptaöpp og benda á myndir á spjaldtölvunum. „Þetta spurðist fljótt út. Fyrstu dagana eftir að fyrsta barnið fékk iPad fréttist það um læknastéttina og heilbrigðisgeirann hvað var að gerast. Þá gerði ég lítið annað en að hitta fólk og halda hálfgerðan fyrirlestur um hvernig iPad gæti hjálpað hreyfihömluðum börnum. Ég var orðinn eins og kennari eða sérfræðingur sem ég er náttúrlega ekki, ég datt bara inn í þetta,“ segir Sigurður. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu, þetta gefur mér svo mikið,“ segir hann.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira