Varar við höfrungahlaupi í komandi kjaraviðræðum jón hákon halldórsson skrifar 13. febrúar 2015 07:00 Forsætisráðherra vill að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi í kjaraviðræðum. Fréttablaðið/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hvetur fulltrúa atvinnulífsins til þess að taka ekki þátt í „höfrungahlaupi“ í komandi kjaraviðræðum. Þeir ættu fremur að hugsa um hagsmuni heildarinnar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Viðskiptaþingi á Hilton Nordica hóteli í gær. „Forsætisráðherra á ekki að semja um kaup og kjör. En hann getur haft skoðanir á kjarasamningum, líkt og aðilar vinnumarkaðarins hika ekki við að hafa skoðanir á stjórnvaldsaðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagðist um nokkurt skeið hafa talað fyrir því að menn litu í auknum mæli til krónutöluhækkana. „Ég geri mér grein fyrir að krónutöluhækkanir hafa haft tilhneigingu til að rata upp allan launastigann í formi prósenta. Það er þó ekkert náttúrulögmál. Ef litið er til síðustu átta ára þá hafa krónutöluhækkanir leitt til þess að lægstu launin hafa hækkað hlutfallslega meira en meðallaunin. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og gera enn betur,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það þurfi líka að draga úr neikvæðum hvötum og jaðaráhrifum sem búa til fátæktargildrur. „Þegar jaðaráhrif skatta og bóta valda því að fólk lendir í þeirri stöðu að auka ráðstöfunartekjur sínar sáralítið þótt kaupið hækki þá dregur það mjög úr hvata vinnuveitandans til að hækka laun starfsmannsins og hvata starfsmannsins til að vinna meira eða auka framleiðni,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði að á þessu væri einungis hægt að taka í samvinnu ríkisvaldsins, launþegahreyfinga og vinnuveitenda.HreggviðurJónssonHreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hvatti til aðhalds í opinberum rekstri. En hann hvatti fólk líka til þess að vera meðvitað um sambandið milli ríkistekna og ríkisútgjalda. Benti hann á að í nýrri skoðanakönnun sem Viðskiptaráð lét gera hafi niðurstöður orðið að tveir þriðju landsmanna telja skattbyrði sína of háa. Um þriðjungur taldi hana hæfilega en aðeins einn af átta hundruð aðspurðum taldi hana alltof lága. „Í sömu könnun taldi hins vegar aðeins þriðjungur aðspurðra umfang hins opinbera vera of mikið. Ef tekið er mið af almennri umræðu, finnst mörgum síðan þó nokkuð vanta upp á gæði hinnar opinberu þjónustu,“ sagði Hreggviður. Þetta væri áskorunin í hnotskurn. „Fólk vill fá mikið fyrir lítið og tengir ekki nógu vel saman tekju- og útgjaldahlið hins opinbera. Því miður er enginn hádegisverður ókeypis,“ sagði Hreggviður. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hvetur fulltrúa atvinnulífsins til þess að taka ekki þátt í „höfrungahlaupi“ í komandi kjaraviðræðum. Þeir ættu fremur að hugsa um hagsmuni heildarinnar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Viðskiptaþingi á Hilton Nordica hóteli í gær. „Forsætisráðherra á ekki að semja um kaup og kjör. En hann getur haft skoðanir á kjarasamningum, líkt og aðilar vinnumarkaðarins hika ekki við að hafa skoðanir á stjórnvaldsaðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagðist um nokkurt skeið hafa talað fyrir því að menn litu í auknum mæli til krónutöluhækkana. „Ég geri mér grein fyrir að krónutöluhækkanir hafa haft tilhneigingu til að rata upp allan launastigann í formi prósenta. Það er þó ekkert náttúrulögmál. Ef litið er til síðustu átta ára þá hafa krónutöluhækkanir leitt til þess að lægstu launin hafa hækkað hlutfallslega meira en meðallaunin. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut og gera enn betur,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra segir að það þurfi líka að draga úr neikvæðum hvötum og jaðaráhrifum sem búa til fátæktargildrur. „Þegar jaðaráhrif skatta og bóta valda því að fólk lendir í þeirri stöðu að auka ráðstöfunartekjur sínar sáralítið þótt kaupið hækki þá dregur það mjög úr hvata vinnuveitandans til að hækka laun starfsmannsins og hvata starfsmannsins til að vinna meira eða auka framleiðni,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði að á þessu væri einungis hægt að taka í samvinnu ríkisvaldsins, launþegahreyfinga og vinnuveitenda.HreggviðurJónssonHreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs Íslands, hvatti til aðhalds í opinberum rekstri. En hann hvatti fólk líka til þess að vera meðvitað um sambandið milli ríkistekna og ríkisútgjalda. Benti hann á að í nýrri skoðanakönnun sem Viðskiptaráð lét gera hafi niðurstöður orðið að tveir þriðju landsmanna telja skattbyrði sína of háa. Um þriðjungur taldi hana hæfilega en aðeins einn af átta hundruð aðspurðum taldi hana alltof lága. „Í sömu könnun taldi hins vegar aðeins þriðjungur aðspurðra umfang hins opinbera vera of mikið. Ef tekið er mið af almennri umræðu, finnst mörgum síðan þó nokkuð vanta upp á gæði hinnar opinberu þjónustu,“ sagði Hreggviður. Þetta væri áskorunin í hnotskurn. „Fólk vill fá mikið fyrir lítið og tengir ekki nógu vel saman tekju- og útgjaldahlið hins opinbera. Því miður er enginn hádegisverður ókeypis,“ sagði Hreggviður.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira