Viðskipti innlent

Nýskráningum í rekstri gististaða og veitingarekstri fjölgaði um 43%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fjölgun nýskráninga í rekstri gististaða og veitingarekstri nam 43% milli ára. Hér má sjá Veitingahúsið Aldan á Seyðisfirði.
Fjölgun nýskráninga í rekstri gististaða og veitingarekstri nam 43% milli ára. Hér má sjá Veitingahúsið Aldan á Seyðisfirði. Mynd/Andrea Harris
Nýskráningum einkahlutafélaga fjölgaði um 15% síðustu 12 mánuði, samanborið við 12 mánuðina þar á undan. Alls voru 2.259 ný félög skráð á tímabilinu frá september 2014 til ágúst 2015. Mest er fjölgun nýskráninga í rekstri gististaða og veitingarekstri, 43% á síðustu 12 mánuðum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Gjaldþrot einkahlutafélaga drógust saman um 14% síðustu 12 mánuði, samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 728 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í framleiðslu hefur fækkað mest, eða um 32% á síðustu 12 mánuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×