Viðskipti innlent

Hagnaður Elko nam 329 milljónum króna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Elko rekur meðal annars verslun í Leifsstöð.
Elko rekur meðal annars verslun í Leifsstöð. Vísir/Andri Marinó Karlsson
Hagnaður Elko á fjárhagsárinu 1. janúar 2014 til 28. febrúar 2015 nam 329 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatt nam 411 milljónum króna. Eignir félagsins í lok fjárhagsársins námu 1,48 milljörðum króna, bókfært eigið fé nam 569 milljónum króna og var eiginfjárhlutfall félagsins 39%. Handbært fé í lok fjárhagsársins nam 18,8 milljónum króna.

Vörusala Elko nam 8,1 milljarði króna á ári og nam framlegð af vörusölu 1,8 milljarði. Laun og annar starfsmannakostnaður nam 696 milljónum króna. Laun framkvæmdastjórnar á fjárhagsárinu námu 42,5 milljónum króna. Engin laun voru greidd til stjórnar.

Elko er að 90% hluta í eigu Festis hf og í 10% eigu Elko ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×