„Sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2015 20:43 Vísir/BÞS Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, segist sannfærður um að ákæran gegn honum í Frakklandi muni ekki leiða til sakfellingar. Hann og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, eru á meðal níu einstaklinga sem hafa verið ákærðir af rannsóknardómara í Frakklandi í tengslum við rannsókn á lánum sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti fyrir hrun. Gunnar segist ekki hafa séð ákæruna en skilst að hún sé væntanleg eftir nokkra daga þegar búið er að þýða hana yfir á ensku. „Ég hef því ekki séð því lýst nákvæmlega á hverju ákæran byggir. Þó skilst mér að ákæran snúist um að varan sem bankinn bauð, sem var lán ásamt eiganstýringu, hafi verið ólögmæt og einhverskonar vörusvik ef ég skil þetta rétt.“Telja að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum Málið snýst um veðlán sem bankinn seldi frönskum viðskiptavinum fyrir hrun þar sem reiðufé fékkst fyrir fjórðung lánsins en restin var sett í eignastýringu hjá bankanum. Þegar gengið var að veðunum eftir hrun voru viðskiptavinirnir ekki sáttir og hefur verið talað um að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum af Landsbankanum sem er bannað samkvæmt frönskum lögum. Gunnar segir af og frá að Landsbankinn hafi lofað því að engin áhætta fælist í viðskiptunum. „Ég sé ekki ennþá hvernig þeir geta komist að því. Því var aldrei lofað að ávöxtun af eignastýringunni mundi nægja til endurgreiðslu lánsins. Það segir sig sjálft. Þetta var í rauninni nákvæmlega sama vara og við buðum í samkeppni við marga aðra banka á þessum tíma og þar með talið nokkra franska banka. Það datt aldrei neinum í hug að þessi ákveðna vara væri eitthvað sem menn geta flokkað undir svik.“Gerði aldrei ráð fyrir að málið myndi ná lengra Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í fyrra sagði Gunnar að hann teldi afar litlar líkur á að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Hann segir því þessa niðurstöðu rannsóknardómarans koma honum á óvart. „Og ég gerði aldrei ráð fyrir að þetta myndi fara lengra. Ennþá er ég auðvitað sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar því ég hef ekki séð neina staðfestingu á því að eitthvað hafi verið gert sem átti ekki að gera.“ Gunnar segir rannsóknardómarann hafa unnið að þessari rannsókn í nokkur ár og að í Frakklandi hafi rannsakandinn sjálfur heimild til að ganga alla leið og gefa út ákæru sjálfur. „Hérna á Íslandi er það þannig að þeir sem gefa út ákæruna þeir þurfa að telja yfirgnæfandi líkur á því að ákæran leiði til sakfellingar en það virðist ekki vera staðan þarna, heldur nægir þeim að telja einhverjar minnstu líkur á að sakfelling geti átt sér stað.“Málið tekið fyrir á næsta ári Hann segist hafa heyrt af því að málið verði tekið fyrir í Frakklandi á næsta ári. „Þá mun ég að sjálfsögðu koma fyrir dóminn og skýra mitt mál,“ segir Gunnar sem hefur ráðið franska lögmenn sem eru að undirbúa vörn hans. Tengdar fréttir Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi yfirmaður Landsbankans í Lúxemborg, segist sannfærður um að ákæran gegn honum í Frakklandi muni ekki leiða til sakfellingar. Hann og Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi Landsbankans, eru á meðal níu einstaklinga sem hafa verið ákærðir af rannsóknardómara í Frakklandi í tengslum við rannsókn á lánum sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti fyrir hrun. Gunnar segist ekki hafa séð ákæruna en skilst að hún sé væntanleg eftir nokkra daga þegar búið er að þýða hana yfir á ensku. „Ég hef því ekki séð því lýst nákvæmlega á hverju ákæran byggir. Þó skilst mér að ákæran snúist um að varan sem bankinn bauð, sem var lán ásamt eiganstýringu, hafi verið ólögmæt og einhverskonar vörusvik ef ég skil þetta rétt.“Telja að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum Málið snýst um veðlán sem bankinn seldi frönskum viðskiptavinum fyrir hrun þar sem reiðufé fékkst fyrir fjórðung lánsins en restin var sett í eignastýringu hjá bankanum. Þegar gengið var að veðunum eftir hrun voru viðskiptavinirnir ekki sáttir og hefur verið talað um að þeim hafi verið lofað áhættulausum viðskiptum af Landsbankanum sem er bannað samkvæmt frönskum lögum. Gunnar segir af og frá að Landsbankinn hafi lofað því að engin áhætta fælist í viðskiptunum. „Ég sé ekki ennþá hvernig þeir geta komist að því. Því var aldrei lofað að ávöxtun af eignastýringunni mundi nægja til endurgreiðslu lánsins. Það segir sig sjálft. Þetta var í rauninni nákvæmlega sama vara og við buðum í samkeppni við marga aðra banka á þessum tíma og þar með talið nokkra franska banka. Það datt aldrei neinum í hug að þessi ákveðna vara væri eitthvað sem menn geta flokkað undir svik.“Gerði aldrei ráð fyrir að málið myndi ná lengra Í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í fyrra sagði Gunnar að hann teldi afar litlar líkur á að rannsóknin myndi leiða til ákæru. Hann segir því þessa niðurstöðu rannsóknardómarans koma honum á óvart. „Og ég gerði aldrei ráð fyrir að þetta myndi fara lengra. Ennþá er ég auðvitað sannfærður um að þessar ásakanir muni ekki leiða til sakfellingar því ég hef ekki séð neina staðfestingu á því að eitthvað hafi verið gert sem átti ekki að gera.“ Gunnar segir rannsóknardómarann hafa unnið að þessari rannsókn í nokkur ár og að í Frakklandi hafi rannsakandinn sjálfur heimild til að ganga alla leið og gefa út ákæru sjálfur. „Hérna á Íslandi er það þannig að þeir sem gefa út ákæruna þeir þurfa að telja yfirgnæfandi líkur á því að ákæran leiði til sakfellingar en það virðist ekki vera staðan þarna, heldur nægir þeim að telja einhverjar minnstu líkur á að sakfelling geti átt sér stað.“Málið tekið fyrir á næsta ári Hann segist hafa heyrt af því að málið verði tekið fyrir í Frakklandi á næsta ári. „Þá mun ég að sjálfsögðu koma fyrir dóminn og skýra mitt mál,“ segir Gunnar sem hefur ráðið franska lögmenn sem eru að undirbúa vörn hans.
Tengdar fréttir Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00 Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sakamál gegn Landsbankanum í Lúxemborg Breskir lífeyrisþegar reyna að höfða sakamál á Spáni gegn þrotabúi Landsbankans í Lúxemborg og stjórnendum hans vegna fjársvika í aðdraganda hrunsins. Hópur fórnarlamba kallar sig „Landsbanki Victims Action Group.“ 11. nóvember 2013 07:00
Björgólfur ákærður í Frakklandi vegna lánveitinga Landsbankans Björgólfur Guðmundsson og Gunnar Thoroddsen eru meðal níu einstaklinga sem eru ákærðir. 28. september 2015 21:45