Viðskipti innlent

Hagnaður Skeljungs tífaldast

ingvar haraldsson skrifar
Valgeir Baldursson er forstjóri Skeljungs.
Valgeir Baldursson er forstjóri Skeljungs. vísir
Skeljungur hf. hagnaðist um 570 milljónir króna á síðasta ári sem er ríflega tífalt meira en hagnaður ársins 2013 sem nam 54 milljónum króna.

Eldsneytissala Skeljungs jókst um um ríflega 10 milljarða króna milli ára. Skeljungur seldi eldsneyti fyrir fyrir 39 milljarða króna árið 2014 en 28,2 milljarða króna árið 2013.



Þá keypti Skeljungur hf. allt hlutafé í færeyska félaginu P/F Magn undir lok síðasta árs. Kaupin voru fjármögnuð með 941 milljón króna hlutafjáraukningu en fyrir átti fyrir 34 prósenta hlut í félaginu.

Heildarsala Skeljungs nam 42,7 milljörðum króna miðað við 30,8 milljarða króna árið 2013.

Rekstrarhagnaður nam tæpum 2 milljörðum króna, en fjármagnsliðir voru neikvæðir um 729 milljónir króna. Hagnaður fyrir tekjuskatt nam 1,2 milljarði en greiddur tekjuskattur var 245 milljónir króna.

Þá var bókfært tap af starfsemi sem var hætt á árinu 2014 422 milljónir króna en á árinu tók 10-11 við rekstri verslana tólf bensínstöðva Skeljungs. Skeljungur leigir 10-11 nú húsnæðið.

Eignir Skeljungs nema 21 milljarði króna, skuldir 13 milljörðum króna og eigið fé 8 milljörðum króna.



Stefnir, dótturfélag Arion banka á nær allt hlutafé í Skeljungi í gegnum félögin SÍA II slhf og SF IV slhf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×