Actavis og Medis vinna til alþjóðlegra verðlauna Sæunn Gísladóttir skrifar 14. október 2015 15:05 Stefán Þór Arnarson, Hildur Ragnars og Valur Ragnarsson frá Medis, og Tom Shillingford, Jennifer Antcliff og Anna Valborg Guðmundsdóttir frá Actavis. Þau veittu verðlaununum viðtöku í gærkvöldi. Vísir/Actavis Actavis og Medis unnu í gær verðlaun sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi árangur fyrirtækja sem starfa í samheita- og líftæknilyfjaiðnaði á alþjóðavettvangi eða Global Generics & Biosimilar Awards. Þetta kemur fram í tilkynningu. Actavis hlaut verðlaun í flokki einkaleyfamálaferla ársins (e. Patent Litigation of the Year), mál sem Actavis vann fyrir dómi í Bretlandi í tengslum við markaðssetningu samheitalyfsins Pregabalin í Bretlandi. Medis hlaut verðlaun í flokki viðskiptaþróunar ársins (e. Business Development of the Year) fyrir markaðssetningu sama lyfs í Þýskalandi og Bretlandi fyrir hönd viðskiptavina sinna. Medis er dótturfélag Allergan, sem jafnframt er móðurfélag Actavis, og selur lyf og lyfjahugvit samstæðunnar til annarra lyfjafyrirtækja. Medis var einnig tilnefnt í þremur öðrum flokkum: sem fyrirtæki ársins, fyrirtæki ársins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, og þá var Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, tilnefndur leiðtogi ársins. Verðlaunin eru veitt árlega af lyfjatímaritinu Generics Bulletin í tengslum við stærstu sýningu lyfjamarkaðarins í Evrópu, CPhI, sem nú stendur yfir í Madrid. Yfir 36.000 aðilar úr lyfjageiranum frá yfir 140 löndum sækja sýninguna á ári hverju.Þróun, skráning og vinna við markaðssetningu lyfsins fór að mestu fram á ÍslandiPregabalin var þróað af þróunareiningu Actavis hér á Íslandi og skráningarvinnan, þ.e. umsóknir markaðsleyfa og samskipti við yfirvöld þar sem lyfið var markaðssett, voru í höndum skráningarsviðs Actavis hér á landi. Þá fór greining einkaleyfastöðu lyfsins einnig fram hér á landi. Medis vann náið með Actavis til að setja lyfið á markað fyrir sína viðskiptavini um leið og einkaleyfið á frumlyfinu rann út, fyrst í Þýskalandi og svo í Bretlandi. Actavis setti lyfið einnig á markað í Bretlandi undir sínum merkjum.Einn besti árangur í markaðssetningu lyfs í 30-ára sögu Medis – áfangasigur hjá Actavis í einkaleyfamálaferliMarkaðssetning Medis á Pregabalin gekk vonum framar en tímalínur verkefnisins voru mjög knappar. Með samstilltu átaki starfsmanna Medis og Actavis, reynslu, þekkingu og vönduðum vinnubrögðum, gekk allt upp á mettíma, þrátt fyrir að teymið væri dreift um alla Evrópu. Lyfið var komið á markað innan fjögurra mánaða frá umsókn sem telst frábær árangur enda um gríðarlega flókið ferli að ræða. Actavis vann áfangasigur í málaferlunum sem um ræðir. Í stuttu máli snérust þau um að framleiðandi frumlyfsins taldi að um brot á einkaleyfi væri að ræða í markaðssetningu lyfsins þar sem fyrirtækið væri með einkaleyfi á ákveðnum upplýsingum í fylgiseðli með lyfinu, þótt að einkaleyfið á lyfinu sjálfu væri runnið út. Actavis vann málið sem það telur mikilvægt fordæmi í slíkum málum og lið í því að tryggja neytendum gott aðgengi að samheitalyfjum á hagstæðu verði. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Actavis og Medis unnu í gær verðlaun sem veitt eru árlega fyrir framúrskarandi árangur fyrirtækja sem starfa í samheita- og líftæknilyfjaiðnaði á alþjóðavettvangi eða Global Generics & Biosimilar Awards. Þetta kemur fram í tilkynningu. Actavis hlaut verðlaun í flokki einkaleyfamálaferla ársins (e. Patent Litigation of the Year), mál sem Actavis vann fyrir dómi í Bretlandi í tengslum við markaðssetningu samheitalyfsins Pregabalin í Bretlandi. Medis hlaut verðlaun í flokki viðskiptaþróunar ársins (e. Business Development of the Year) fyrir markaðssetningu sama lyfs í Þýskalandi og Bretlandi fyrir hönd viðskiptavina sinna. Medis er dótturfélag Allergan, sem jafnframt er móðurfélag Actavis, og selur lyf og lyfjahugvit samstæðunnar til annarra lyfjafyrirtækja. Medis var einnig tilnefnt í þremur öðrum flokkum: sem fyrirtæki ársins, fyrirtæki ársins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, og þá var Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, tilnefndur leiðtogi ársins. Verðlaunin eru veitt árlega af lyfjatímaritinu Generics Bulletin í tengslum við stærstu sýningu lyfjamarkaðarins í Evrópu, CPhI, sem nú stendur yfir í Madrid. Yfir 36.000 aðilar úr lyfjageiranum frá yfir 140 löndum sækja sýninguna á ári hverju.Þróun, skráning og vinna við markaðssetningu lyfsins fór að mestu fram á ÍslandiPregabalin var þróað af þróunareiningu Actavis hér á Íslandi og skráningarvinnan, þ.e. umsóknir markaðsleyfa og samskipti við yfirvöld þar sem lyfið var markaðssett, voru í höndum skráningarsviðs Actavis hér á landi. Þá fór greining einkaleyfastöðu lyfsins einnig fram hér á landi. Medis vann náið með Actavis til að setja lyfið á markað fyrir sína viðskiptavini um leið og einkaleyfið á frumlyfinu rann út, fyrst í Þýskalandi og svo í Bretlandi. Actavis setti lyfið einnig á markað í Bretlandi undir sínum merkjum.Einn besti árangur í markaðssetningu lyfs í 30-ára sögu Medis – áfangasigur hjá Actavis í einkaleyfamálaferliMarkaðssetning Medis á Pregabalin gekk vonum framar en tímalínur verkefnisins voru mjög knappar. Með samstilltu átaki starfsmanna Medis og Actavis, reynslu, þekkingu og vönduðum vinnubrögðum, gekk allt upp á mettíma, þrátt fyrir að teymið væri dreift um alla Evrópu. Lyfið var komið á markað innan fjögurra mánaða frá umsókn sem telst frábær árangur enda um gríðarlega flókið ferli að ræða. Actavis vann áfangasigur í málaferlunum sem um ræðir. Í stuttu máli snérust þau um að framleiðandi frumlyfsins taldi að um brot á einkaleyfi væri að ræða í markaðssetningu lyfsins þar sem fyrirtækið væri með einkaleyfi á ákveðnum upplýsingum í fylgiseðli með lyfinu, þótt að einkaleyfið á lyfinu sjálfu væri runnið út. Actavis vann málið sem það telur mikilvægt fordæmi í slíkum málum og lið í því að tryggja neytendum gott aðgengi að samheitalyfjum á hagstæðu verði.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur