Verðlag hækkað um allt að 4,8 prósent frá því í desember Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 19:01 Verðlag hefur hækkað umfram breytingar á matarskatti og afnám sykurskatts hefur ekki skilað sér til neytenda í níu af tólf verslunarkeðjum samkvæmt verðkönnun ASÍ í desember og byrjun júní. Vörukarfan hefur hins vegar lækkað í verði hjá þremur verslanakeðjum. Það er ekki víst að nýgerðir kjarasamningar skili mikilli kaupmáttaraukningu. Nánast um leið og skrifað var undir samninga almenns launafólks hækkaði Seðlabankinn stýrivexti og boðaði röð vaxtahækkana í haust. Og það er víða kroppað í launaumslagið hjá vinnandi fólki. Frá því í desember til byrjun júni hefur verðlag í matvöruverslunum hækkað um allt að 4,8 prósent samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Frá desemberkönnun til byrjun júni hefur matarkarfa ASÍ hækkað um 1,2 prósent í Bónus. Hún hefur hins vegar lækkað um eitt - og eitt komma eitt prósent í Krónunni og Nettó en hækkað um 4,8 prósent í Iceland, 4,6 í Hagkaupum og eru það mestu hækkanirnar. Samkaup-úrval hefur hækkað matarkörfuna um 2,1 prósent, Tíu-ellefu um 2,5 prósent, 1,6 prósent hjá Samkaupum-Strax, fjögur prósent í Víði og þrjú prósent hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Verðið er nánast óbreytt hjá Kaupfélagi vestur Húnvetninga en matarkarfan hjá Kjarval er aftur á móti þremur prósentum ódýrari nú en í desember. „Það má kannski segja að það sé tvennt sem stingur í augu. Annars vegar er dálítið misjafnt hvernig verðbreytingarnar eru. Sumar verslanir eru að lækka en aðrar að hækka þó nokkuð. Síðan hitt, að vörugjöld á sykri lækkuðu um áramótin og þau virðast ekki skila sér út í verðlag eins og við höfðum búist við,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Nýlegar launahækkanir virðist þó ekki að fullu hafa leitt til hækkunar verðlags. „Við erum að fá fréttir af því að birgjar eru að boða miklar hækkanir. Við sjáum það ekki í þessari könnun og það heldur ekki hægt að sjá það í mælingum Hagstofunnar. En við verðum náttúrlega að bíða og sjá,“ segir Ólafur Darri.Þannig að það gæti verið að enn frekari hækkanir ættu eftir að koma inn út af launabreytingunum?„Ég vona ekki, vegna þess að launabreytingarnar einar og sér skýra á engan hátt þær miklu verðbreytingar sem sumir birgjar hafa verið að boða,“ segir Ólafur Darri. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Verðlag hefur hækkað umfram breytingar á matarskatti og afnám sykurskatts hefur ekki skilað sér til neytenda í níu af tólf verslunarkeðjum samkvæmt verðkönnun ASÍ í desember og byrjun júní. Vörukarfan hefur hins vegar lækkað í verði hjá þremur verslanakeðjum. Það er ekki víst að nýgerðir kjarasamningar skili mikilli kaupmáttaraukningu. Nánast um leið og skrifað var undir samninga almenns launafólks hækkaði Seðlabankinn stýrivexti og boðaði röð vaxtahækkana í haust. Og það er víða kroppað í launaumslagið hjá vinnandi fólki. Frá því í desember til byrjun júni hefur verðlag í matvöruverslunum hækkað um allt að 4,8 prósent samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Frá desemberkönnun til byrjun júni hefur matarkarfa ASÍ hækkað um 1,2 prósent í Bónus. Hún hefur hins vegar lækkað um eitt - og eitt komma eitt prósent í Krónunni og Nettó en hækkað um 4,8 prósent í Iceland, 4,6 í Hagkaupum og eru það mestu hækkanirnar. Samkaup-úrval hefur hækkað matarkörfuna um 2,1 prósent, Tíu-ellefu um 2,5 prósent, 1,6 prósent hjá Samkaupum-Strax, fjögur prósent í Víði og þrjú prósent hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Verðið er nánast óbreytt hjá Kaupfélagi vestur Húnvetninga en matarkarfan hjá Kjarval er aftur á móti þremur prósentum ódýrari nú en í desember. „Það má kannski segja að það sé tvennt sem stingur í augu. Annars vegar er dálítið misjafnt hvernig verðbreytingarnar eru. Sumar verslanir eru að lækka en aðrar að hækka þó nokkuð. Síðan hitt, að vörugjöld á sykri lækkuðu um áramótin og þau virðast ekki skila sér út í verðlag eins og við höfðum búist við,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Nýlegar launahækkanir virðist þó ekki að fullu hafa leitt til hækkunar verðlags. „Við erum að fá fréttir af því að birgjar eru að boða miklar hækkanir. Við sjáum það ekki í þessari könnun og það heldur ekki hægt að sjá það í mælingum Hagstofunnar. En við verðum náttúrlega að bíða og sjá,“ segir Ólafur Darri.Þannig að það gæti verið að enn frekari hækkanir ættu eftir að koma inn út af launabreytingunum?„Ég vona ekki, vegna þess að launabreytingarnar einar og sér skýra á engan hátt þær miklu verðbreytingar sem sumir birgjar hafa verið að boða,“ segir Ólafur Darri.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira