Lækkun olíuverðs kemur útgerðinni vel Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2015 18:53 Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS Mikil lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu kemur útgerðinni verulega til góða en kaup á henni eru stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar á eftir launum. Vöruskiptasamningar við Nígeríu, sem skortir gjaldeyrir, koma vart til greina vegna upplausnar í stjórnmálum landsins. Olíutunnan kostaði rúma hundrað dollara fyrir tæpu ári. En á undanförnum vikum hefur verðið nánast hrapað eða um 30 prósent og undanfarna daga hefur verðið verið undir fimmtíu dollurum. Olíuverðið skiptir miklu máli fyrir útgerðina í landinu. Olíuverð á heimsmörkuðum í dag hefur verið á bilinu 39 til rúmlega 43 dollarar og sumir spá því að það eigi eftir að lækka enn meira á næstu mánuðum.Hvað er olían stór hluti af rekstrarkostnaði útgerðarinnar á Íslandi?„Við áætlum að það sé í venjulegu ári í kringum 20 prósent af útgerðarkostnaði. Þannig að hún er verulegur hluti, næst stærsti útgjaldaliðurinn á eftir launum,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).Það hlýtur þá að muna um það núna þegar heimsmarkaðsverðið á olíunni hefur nánast hrunið á undanförnum vikum?„Já, það eru að sjálfsögðu jákvæðar fréttir fyrir útgerðina þó þetta hafi ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér eins og við þekkjum í Rússlandi og Nígeríu sem eru okkar markaðslönd,“ segir Kolbeinn og vísar þá til lokunar markaða fyrir makríl í þessum löndum. Útflutningur á olíu skiptir Rússa og Nígeríumenn, aðalkaupendur á íslenskum makríl, miklu máli varðandi útflutningstekjur, sem eðli málsins samkvæmt hafa hrunið. Til að mynda gera rússnesk fjárlög þessa árs ráð fyrir að meðalverð á olíu verði 90 dollarar á þessu ári. Kolbeinn segir að það eigi við um útgerðina eins og bíleigendur að lækkun olíuverðs á heimsmarkaði skili sér ekki öll. „Og við erum að meta það að þótt olían hafi lækkað u.þ.b. 50 prósent á heimsmarkaði erum við að horfa á lækkun upp á nær 20 prósentum miðað við forsendur dagsins í dag,” segir Kolbeinn. Engu að síður skipti þessi olíuverðslækkun verulega miklu máli fyrir útgerðina þótt ekki hafi verið reiknað út hvort hún vegi að fullu upp á móti tekjutapi af makrílnum. Á tímum Sovétríkjanna voru gerðir vöruskiptasamningar við Sovétmenn sem borguðu fyrir fisk með bílum og olíu. Nú eiga Nígeríumenn lítinn gjaldeyri en gnægt olíu. Kolbeinn segir slíka samninga ekki góða í heimi frjálsra viðskipta og að auki sé ástandið í Nígeríu erfitt til samninga. „Þar er ekki starfandi ríkisstjórn. Það að ná samskiptum inn í opinberar stofnanir er nánast útilokað. Þannig að koma nokkrum samningum í kring er í besta falli flókið,” segir Kolbeinn Árnason. Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Mikil lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu kemur útgerðinni verulega til góða en kaup á henni eru stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar á eftir launum. Vöruskiptasamningar við Nígeríu, sem skortir gjaldeyrir, koma vart til greina vegna upplausnar í stjórnmálum landsins. Olíutunnan kostaði rúma hundrað dollara fyrir tæpu ári. En á undanförnum vikum hefur verðið nánast hrapað eða um 30 prósent og undanfarna daga hefur verðið verið undir fimmtíu dollurum. Olíuverðið skiptir miklu máli fyrir útgerðina í landinu. Olíuverð á heimsmörkuðum í dag hefur verið á bilinu 39 til rúmlega 43 dollarar og sumir spá því að það eigi eftir að lækka enn meira á næstu mánuðum.Hvað er olían stór hluti af rekstrarkostnaði útgerðarinnar á Íslandi?„Við áætlum að það sé í venjulegu ári í kringum 20 prósent af útgerðarkostnaði. Þannig að hún er verulegur hluti, næst stærsti útgjaldaliðurinn á eftir launum,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).Það hlýtur þá að muna um það núna þegar heimsmarkaðsverðið á olíunni hefur nánast hrunið á undanförnum vikum?„Já, það eru að sjálfsögðu jákvæðar fréttir fyrir útgerðina þó þetta hafi ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér eins og við þekkjum í Rússlandi og Nígeríu sem eru okkar markaðslönd,“ segir Kolbeinn og vísar þá til lokunar markaða fyrir makríl í þessum löndum. Útflutningur á olíu skiptir Rússa og Nígeríumenn, aðalkaupendur á íslenskum makríl, miklu máli varðandi útflutningstekjur, sem eðli málsins samkvæmt hafa hrunið. Til að mynda gera rússnesk fjárlög þessa árs ráð fyrir að meðalverð á olíu verði 90 dollarar á þessu ári. Kolbeinn segir að það eigi við um útgerðina eins og bíleigendur að lækkun olíuverðs á heimsmarkaði skili sér ekki öll. „Og við erum að meta það að þótt olían hafi lækkað u.þ.b. 50 prósent á heimsmarkaði erum við að horfa á lækkun upp á nær 20 prósentum miðað við forsendur dagsins í dag,” segir Kolbeinn. Engu að síður skipti þessi olíuverðslækkun verulega miklu máli fyrir útgerðina þótt ekki hafi verið reiknað út hvort hún vegi að fullu upp á móti tekjutapi af makrílnum. Á tímum Sovétríkjanna voru gerðir vöruskiptasamningar við Sovétmenn sem borguðu fyrir fisk með bílum og olíu. Nú eiga Nígeríumenn lítinn gjaldeyri en gnægt olíu. Kolbeinn segir slíka samninga ekki góða í heimi frjálsra viðskipta og að auki sé ástandið í Nígeríu erfitt til samninga. „Þar er ekki starfandi ríkisstjórn. Það að ná samskiptum inn í opinberar stofnanir er nánast útilokað. Þannig að koma nokkrum samningum í kring er í besta falli flókið,” segir Kolbeinn Árnason.
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira