Lækkun olíuverðs kemur útgerðinni vel Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2015 18:53 Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS Mikil lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu kemur útgerðinni verulega til góða en kaup á henni eru stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar á eftir launum. Vöruskiptasamningar við Nígeríu, sem skortir gjaldeyrir, koma vart til greina vegna upplausnar í stjórnmálum landsins. Olíutunnan kostaði rúma hundrað dollara fyrir tæpu ári. En á undanförnum vikum hefur verðið nánast hrapað eða um 30 prósent og undanfarna daga hefur verðið verið undir fimmtíu dollurum. Olíuverðið skiptir miklu máli fyrir útgerðina í landinu. Olíuverð á heimsmörkuðum í dag hefur verið á bilinu 39 til rúmlega 43 dollarar og sumir spá því að það eigi eftir að lækka enn meira á næstu mánuðum.Hvað er olían stór hluti af rekstrarkostnaði útgerðarinnar á Íslandi?„Við áætlum að það sé í venjulegu ári í kringum 20 prósent af útgerðarkostnaði. Þannig að hún er verulegur hluti, næst stærsti útgjaldaliðurinn á eftir launum,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).Það hlýtur þá að muna um það núna þegar heimsmarkaðsverðið á olíunni hefur nánast hrunið á undanförnum vikum?„Já, það eru að sjálfsögðu jákvæðar fréttir fyrir útgerðina þó þetta hafi ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér eins og við þekkjum í Rússlandi og Nígeríu sem eru okkar markaðslönd,“ segir Kolbeinn og vísar þá til lokunar markaða fyrir makríl í þessum löndum. Útflutningur á olíu skiptir Rússa og Nígeríumenn, aðalkaupendur á íslenskum makríl, miklu máli varðandi útflutningstekjur, sem eðli málsins samkvæmt hafa hrunið. Til að mynda gera rússnesk fjárlög þessa árs ráð fyrir að meðalverð á olíu verði 90 dollarar á þessu ári. Kolbeinn segir að það eigi við um útgerðina eins og bíleigendur að lækkun olíuverðs á heimsmarkaði skili sér ekki öll. „Og við erum að meta það að þótt olían hafi lækkað u.þ.b. 50 prósent á heimsmarkaði erum við að horfa á lækkun upp á nær 20 prósentum miðað við forsendur dagsins í dag,” segir Kolbeinn. Engu að síður skipti þessi olíuverðslækkun verulega miklu máli fyrir útgerðina þótt ekki hafi verið reiknað út hvort hún vegi að fullu upp á móti tekjutapi af makrílnum. Á tímum Sovétríkjanna voru gerðir vöruskiptasamningar við Sovétmenn sem borguðu fyrir fisk með bílum og olíu. Nú eiga Nígeríumenn lítinn gjaldeyri en gnægt olíu. Kolbeinn segir slíka samninga ekki góða í heimi frjálsra viðskipta og að auki sé ástandið í Nígeríu erfitt til samninga. „Þar er ekki starfandi ríkisstjórn. Það að ná samskiptum inn í opinberar stofnanir er nánast útilokað. Þannig að koma nokkrum samningum í kring er í besta falli flókið,” segir Kolbeinn Árnason. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Mikil lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu kemur útgerðinni verulega til góða en kaup á henni eru stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar á eftir launum. Vöruskiptasamningar við Nígeríu, sem skortir gjaldeyrir, koma vart til greina vegna upplausnar í stjórnmálum landsins. Olíutunnan kostaði rúma hundrað dollara fyrir tæpu ári. En á undanförnum vikum hefur verðið nánast hrapað eða um 30 prósent og undanfarna daga hefur verðið verið undir fimmtíu dollurum. Olíuverðið skiptir miklu máli fyrir útgerðina í landinu. Olíuverð á heimsmörkuðum í dag hefur verið á bilinu 39 til rúmlega 43 dollarar og sumir spá því að það eigi eftir að lækka enn meira á næstu mánuðum.Hvað er olían stór hluti af rekstrarkostnaði útgerðarinnar á Íslandi?„Við áætlum að það sé í venjulegu ári í kringum 20 prósent af útgerðarkostnaði. Þannig að hún er verulegur hluti, næst stærsti útgjaldaliðurinn á eftir launum,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).Það hlýtur þá að muna um það núna þegar heimsmarkaðsverðið á olíunni hefur nánast hrunið á undanförnum vikum?„Já, það eru að sjálfsögðu jákvæðar fréttir fyrir útgerðina þó þetta hafi ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér eins og við þekkjum í Rússlandi og Nígeríu sem eru okkar markaðslönd,“ segir Kolbeinn og vísar þá til lokunar markaða fyrir makríl í þessum löndum. Útflutningur á olíu skiptir Rússa og Nígeríumenn, aðalkaupendur á íslenskum makríl, miklu máli varðandi útflutningstekjur, sem eðli málsins samkvæmt hafa hrunið. Til að mynda gera rússnesk fjárlög þessa árs ráð fyrir að meðalverð á olíu verði 90 dollarar á þessu ári. Kolbeinn segir að það eigi við um útgerðina eins og bíleigendur að lækkun olíuverðs á heimsmarkaði skili sér ekki öll. „Og við erum að meta það að þótt olían hafi lækkað u.þ.b. 50 prósent á heimsmarkaði erum við að horfa á lækkun upp á nær 20 prósentum miðað við forsendur dagsins í dag,” segir Kolbeinn. Engu að síður skipti þessi olíuverðslækkun verulega miklu máli fyrir útgerðina þótt ekki hafi verið reiknað út hvort hún vegi að fullu upp á móti tekjutapi af makrílnum. Á tímum Sovétríkjanna voru gerðir vöruskiptasamningar við Sovétmenn sem borguðu fyrir fisk með bílum og olíu. Nú eiga Nígeríumenn lítinn gjaldeyri en gnægt olíu. Kolbeinn segir slíka samninga ekki góða í heimi frjálsra viðskipta og að auki sé ástandið í Nígeríu erfitt til samninga. „Þar er ekki starfandi ríkisstjórn. Það að ná samskiptum inn í opinberar stofnanir er nánast útilokað. Þannig að koma nokkrum samningum í kring er í besta falli flókið,” segir Kolbeinn Árnason.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira