RÚV skilaði hagnaði fyrstu sex mánuði ársins Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2015 21:18 Enn ríkir þó óvissa í fjármálum RÚV vegna yfirskuldsetningar. Vísir/Ernir Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Ríkisútvarpsins ohf. frá fyrra ári samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins. Fyrstu sex mánuði ársins skilaði félagið 17 milljón króna hagnaði. Rekstrarniðurstaða síðustu tíu mánaða tímabils er 36 milljónir króna, samanborið við 271 milljón króna ári áður. Reikningsár RÚV er nú frá 1. september til 31. ágúst eftir breytingu fyrr á árinu. Því nær árshlutauppgjörið til tímabilsins 1. september 2014 til 30. júní á þessu ári, eða tíu mánuði. Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu ohf. segir að hagræðingaraðgerðir hafi skilað sér og jafnvægi sé að komast á í rekstri félagsins. Enn ríkir þó óvissa í fjármálum RÚV vegna yfirskuldsetningar. Þessi viðsnúningur er sagður vera til kominn vegna hækkandi tekna og lækkandi rekstrarkostnaðar. „Þetta gerist þrátt fyrir að kostnaður við dreifikerfi hafi hækkað verulega en sá kostnaður byggist á samningi um stafræna dreifingu sem gerður var vorið 2013. Afskriftir rekstrarfjármuna lækka einnig milli ára en fjármagnskostnaður er enn hár vegna mikillar skuldsetningar. Kostnaður við sameiginlegan rekstur og yfirstjórn lækkar milli tímabila. Stöðugildum fækkar, þau voru að meðaltali 257 á tímabilinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“Gamalt lán vegur þyngst Varðandi yfirskuldsetningu félagsins vegur þyngst gamalt lán vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum. RÚV hefur þó samið við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins um tímabundinn frest á greiðslum af skuldabréfinu. Þar að auki hefur Landsbankinn veitt undanþágu frá lágmarkskröfu um eigið fé í lánaskilmálum. Eigið fé félagsins var komið undir lágmarkskröfuna í fyrra. „Lög um Ríkisútvarpið frá árinu 2013 tóku breytingum þannig að möguleikar félagsins á öflun auglýsingatekna voru takmarkaðir í upphafi árs 2014 og útvarpsgjald var lækkað í upphafi árs 2015. Til að bregðast við þessari stöðu hefur Ríkisútvarpið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu, ráðist í margvíslegar hagræðingaraðgerðir og unnið að sölu eigna til að lækka skuldir félagsins. Eins og áður segir sýnir árshlutauppgjörið að hagræðingin er þegar farin að bera árangur.“ Þar að auki hefur verið unnið að söluferli byggingarréttar á lóð Ríkisútvarpsins og væntir stjórn félagsins að það muni lækka skuldir þess umtalsvert.Vilja ekki frekari lækkun útvarpsgjalds „Á hinn bóginn hefur stjórn Ríkisútvarpins vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að þrátt fyrir framangreindar aðgerðir hefur félagið ekki burði til þess að standa undir þeirri miklu skuldsetningu sem á félaginu hvílir án verulegra niðurskurðaraðgerða sem áhrif myndu hafa á alla þjónustu félagsins.“ Í tilkynningunni segir að ljóst sé að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins muni dragast saman að raungildi. Þar að auki muni kjarasamningar og verðbólga hækka rekstrarkostnað umtalsvert. Því hefur stjórn RÚV vakið athygli á að til þess að ekki þurfi að skera frekar niður á rekstri og þjónustu megi útvarpsgjald ekki lækka frekar. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Viðsnúningur hefur orðið á rekstri Ríkisútvarpsins ohf. frá fyrra ári samkvæmt árshlutauppgjöri félagsins. Fyrstu sex mánuði ársins skilaði félagið 17 milljón króna hagnaði. Rekstrarniðurstaða síðustu tíu mánaða tímabils er 36 milljónir króna, samanborið við 271 milljón króna ári áður. Reikningsár RÚV er nú frá 1. september til 31. ágúst eftir breytingu fyrr á árinu. Því nær árshlutauppgjörið til tímabilsins 1. september 2014 til 30. júní á þessu ári, eða tíu mánuði. Í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu ohf. segir að hagræðingaraðgerðir hafi skilað sér og jafnvægi sé að komast á í rekstri félagsins. Enn ríkir þó óvissa í fjármálum RÚV vegna yfirskuldsetningar. Þessi viðsnúningur er sagður vera til kominn vegna hækkandi tekna og lækkandi rekstrarkostnaðar. „Þetta gerist þrátt fyrir að kostnaður við dreifikerfi hafi hækkað verulega en sá kostnaður byggist á samningi um stafræna dreifingu sem gerður var vorið 2013. Afskriftir rekstrarfjármuna lækka einnig milli ára en fjármagnskostnaður er enn hár vegna mikillar skuldsetningar. Kostnaður við sameiginlegan rekstur og yfirstjórn lækkar milli tímabila. Stöðugildum fækkar, þau voru að meðaltali 257 á tímabilinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“Gamalt lán vegur þyngst Varðandi yfirskuldsetningu félagsins vegur þyngst gamalt lán vegna uppgjörs á lífeyrisskuldbindingum. RÚV hefur þó samið við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins um tímabundinn frest á greiðslum af skuldabréfinu. Þar að auki hefur Landsbankinn veitt undanþágu frá lágmarkskröfu um eigið fé í lánaskilmálum. Eigið fé félagsins var komið undir lágmarkskröfuna í fyrra. „Lög um Ríkisútvarpið frá árinu 2013 tóku breytingum þannig að möguleikar félagsins á öflun auglýsingatekna voru takmarkaðir í upphafi árs 2014 og útvarpsgjald var lækkað í upphafi árs 2015. Til að bregðast við þessari stöðu hefur Ríkisútvarpið unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu, ráðist í margvíslegar hagræðingaraðgerðir og unnið að sölu eigna til að lækka skuldir félagsins. Eins og áður segir sýnir árshlutauppgjörið að hagræðingin er þegar farin að bera árangur.“ Þar að auki hefur verið unnið að söluferli byggingarréttar á lóð Ríkisútvarpsins og væntir stjórn félagsins að það muni lækka skuldir þess umtalsvert.Vilja ekki frekari lækkun útvarpsgjalds „Á hinn bóginn hefur stjórn Ríkisútvarpins vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að þrátt fyrir framangreindar aðgerðir hefur félagið ekki burði til þess að standa undir þeirri miklu skuldsetningu sem á félaginu hvílir án verulegra niðurskurðaraðgerða sem áhrif myndu hafa á alla þjónustu félagsins.“ Í tilkynningunni segir að ljóst sé að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins muni dragast saman að raungildi. Þar að auki muni kjarasamningar og verðbólga hækka rekstrarkostnað umtalsvert. Því hefur stjórn RÚV vakið athygli á að til þess að ekki þurfi að skera frekar niður á rekstri og þjónustu megi útvarpsgjald ekki lækka frekar.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent