Fasteignaverð og verð á leiguhúsnæði helsta ógn verðstöðugleika Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 15:39 Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna. Vísir/Vilhelm „Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
„Þróun fasteignaverðs og verðs á leiguhúsnæði er helsta ógnunin við markmið um verðstöðugleika á Íslandi á þessu ári og brýnt að stjórnvöld bregðist við því.“ Þetta segir í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins. Í janúar 2014 var verðbólgan á Íslandi 3,1% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. SA segir að í næsta mánuði sé næstum öruggt að verðbólgan verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans því þá falli mikil hækkun vísitölunnar í febrúar 2013 út úr 12 mánaða viðmiðuninni. Íbúðir og húsaleiga hafi hækkað mikið undanfarin misseri sem hefur mikil áhrif á verðbólguna eins og hún er mæld. Reiknuð húsaleiga eigin fasteigna hefur nú 13,7% vægi í vísitölunni og greidd húsalega 4,3%, þannig að húsaleiga vegur samtals um 18%. Reiknuð húsaleiga hækkaði um 8,8% síðustu 12 mánuði og greidd húsaleiga um 7,8% þannig að samanvegið hækkaði húsaleiga um 8,6%. Húsaleiga hafði þannig 1,5% áhrif (18% vægi, 8,8% hækkun) á þá 3,1% verðbólgu sem var síðustu 12 mánuði og aðrir liðir 1,6%. „Þegar næsta mæling verðbólgunnar í lok febrúar næstkomandi liggur fyrir mun verðbólgan líklega verða á bilinu 2,0-2,5%. Jafnframt má gera ráð fyrir að húsaleiga verði áfram í 8,5% árstakti hækkunar. Þá verður staðan sú að af 2,0-2,5% verðbólgu stendur húsnæði fyrir 1,5% af þeirri hækkun, eða um tveimur þriðju hlutum verðbólgunnar,“ segir SA. Á Norðurlöndum utan Íslands er verðbólgan á bilinu 0-2%. Húsaleigan vegur minnst í Noregi, 16%, í vísitölu neysluverðs en mest í Svíþjóð, 23%. Vægi Íslands er í neðri kanti með 18% og Danmörk í hærri kanti með 21%. Verðhækkun húsaleiguliðarins hefur engin verið í Svíþjóð síðustu 12 mánuði en á bilinu 2-3% í Noregi og Danmörku. Áhrif húsaleigu á verðbólguna í þessum löndum er samkvæmt ofangreindu á bilinu 0-0,5%, samanborið við 1,5% á Íslandi. SA segir stjórnvöld geta brugðist við þeirri ógn sem verðstöðugleika á Íslandi stafar af þróun fasteigna- og húsaleigumarkaðar. Samtökin hafa beint á leiðir til varanlegra umbóta á fasteignamarkaði sem snúa að lóðaverði, byggingareglugerð og fjármagnskostnaði. Skemmri tíma aðgerðir gætu falist í því að hraða sölu og útleigu íbúða í umsjá Íbúðalánasjóðs.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira