Fjármögnun nýrra Stracta-hótela ólokið Haraldur Guðmundsson skrifar 18. júní 2014 08:49 Verktakar vinna nú við frágang á lóð þjónustubyggingar hótelsins á Hellu. Mynd/Eiríkur Hilmarsson „Við ætlum að skoða fjármögnun á næstu tveimur hótelum á næstu mánuðum og þá munum við að öllum líkindum fá fjárfesta með í málin,“ segir Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta Konstruktion ehf. Hreiðar og sonur hans, knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson, ætla að byggja alls tíu hótel víða um land, eins og áður hefur komið fram. Hótel á Húsavík og á Orrustustöðum í Skaftárhreppi eru næst á dagskrá. Ekki er búið að ganga frá fjármögnun hótelanna tveggja en áætlaður heildarkostnaður er um fjórir milljarðar króna. „Við ákváðum að gera í sjálfu sér ekkert í því fyrr en hótelið á Hellu yrði tilbúið og við sæjum allar reynslutölur þaðan, hver kostnaðurinn var í raun og hvernig áætlaðar bókanir voru,“ segir Hreiðar. Hann og Hermann tóku á mánudag við fyrstu gestum Stracta-hótelsins á Gaddstaðaflötum við Hellu. Þar hafa þeir byggt 126 herbergja hótel fyrir um 1.570 milljónir króna. „Það er nánast búið að ganga frá skipulagsmálum á Húsavík en þau eru ekki enn komin í gegn fyrir Orrustustaði. Það er mest pressa á að við opnum í Skaftárhreppi og ég reikna með að framkvæmdir hefjist þar í haust.“ Hótel Stracta verða byggð að hluta með húseiningum úr vinnubúðum sem notaðar voru við byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði. Stracta Konstruktion keypti 25 þúsund fermetra af vinnubúðunum árið 2012. Félagið hefur nú ákveðið að selja um tíu þúsund fermetra þýska fyrirtækinu PCC sem undirbýr byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. „Þetta er bara til þess að flýta fyrir losun á svæðinu og þess vegna seljum við ákveðinn hluta því væntanlega verðum við búnir að ganga frá öllu á Reyðarfirði á þessu ári,“ segir Hreiðar, spurður hvort salan þýði að breytingar verði gerðar á áætlunum félagsins. Alls 81 herbergi var bókað á Hellu á mánudag en hótelið verður ekki formlega opnað fyrr en síðar í mánuðinum. „Formlegur opnunardagur verður ekki fyrr en búið er að helluleggja, þökuleggja og ganga frá heitum pottum. En þetta er ótrúlega flott byrjun og frá næstu mánaðamótum er hvert einasta herbergi bókað og fram í júlí. Svo er fínt útlit framundan og staðan er því góð.“ Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Við ætlum að skoða fjármögnun á næstu tveimur hótelum á næstu mánuðum og þá munum við að öllum líkindum fá fjárfesta með í málin,“ segir Hreiðar Hermannsson, framkvæmdastjóri Stracta Konstruktion ehf. Hreiðar og sonur hans, knattspyrnumaðurinn Hermann Hreiðarsson, ætla að byggja alls tíu hótel víða um land, eins og áður hefur komið fram. Hótel á Húsavík og á Orrustustöðum í Skaftárhreppi eru næst á dagskrá. Ekki er búið að ganga frá fjármögnun hótelanna tveggja en áætlaður heildarkostnaður er um fjórir milljarðar króna. „Við ákváðum að gera í sjálfu sér ekkert í því fyrr en hótelið á Hellu yrði tilbúið og við sæjum allar reynslutölur þaðan, hver kostnaðurinn var í raun og hvernig áætlaðar bókanir voru,“ segir Hreiðar. Hann og Hermann tóku á mánudag við fyrstu gestum Stracta-hótelsins á Gaddstaðaflötum við Hellu. Þar hafa þeir byggt 126 herbergja hótel fyrir um 1.570 milljónir króna. „Það er nánast búið að ganga frá skipulagsmálum á Húsavík en þau eru ekki enn komin í gegn fyrir Orrustustaði. Það er mest pressa á að við opnum í Skaftárhreppi og ég reikna með að framkvæmdir hefjist þar í haust.“ Hótel Stracta verða byggð að hluta með húseiningum úr vinnubúðum sem notaðar voru við byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði. Stracta Konstruktion keypti 25 þúsund fermetra af vinnubúðunum árið 2012. Félagið hefur nú ákveðið að selja um tíu þúsund fermetra þýska fyrirtækinu PCC sem undirbýr byggingu kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. „Þetta er bara til þess að flýta fyrir losun á svæðinu og þess vegna seljum við ákveðinn hluta því væntanlega verðum við búnir að ganga frá öllu á Reyðarfirði á þessu ári,“ segir Hreiðar, spurður hvort salan þýði að breytingar verði gerðar á áætlunum félagsins. Alls 81 herbergi var bókað á Hellu á mánudag en hótelið verður ekki formlega opnað fyrr en síðar í mánuðinum. „Formlegur opnunardagur verður ekki fyrr en búið er að helluleggja, þökuleggja og ganga frá heitum pottum. En þetta er ótrúlega flott byrjun og frá næstu mánaðamótum er hvert einasta herbergi bókað og fram í júlí. Svo er fínt útlit framundan og staðan er því góð.“
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira