Íslendingar farnir að teygja sig í kampavínið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2014 13:25 VISIR/GETTY „Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira