Íslendingar farnir að teygja sig í kampavínið Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2014 13:25 VISIR/GETTY „Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“ Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Flestir kannast við hina hefðbundnu efnahagsvísa s.s. verga landsframleiðslu, atvinnuleysistölur og viðskiptajöfnuð, enda eru þeir birtir reglulega og niðurstöðunum flaggað í öllum helstu ljósvakamiðlum. Færri hafa hins vegar heyrt um poppkornssölu, notkun afsláttarmiða og fjölda fyrstu stefnumóta sem efnahagsvísa,“ segir í markaðspunktum greiningardeilar Ariobanka sem hún sendi frá sér í dag. Einn slíkur efnhagsvísir er sala á kampavíni. Í augum flestra er kampavín munaðarvara og þar að leiðandi eitt það fyrsta sem heimili, sem á annað borð hafa haft efni á að kaupa slíka vöru, skera við nögl þegar harðnar í ári. Að sama skapi glæðist salan að nýju þegar heimilin sjá fram á betri og bjartari tíma, að sögn greiningardeildarinnar. Kampavínssala dróst hressilega saman á milli áranna 2007 og 2010, eða um 70%, en árið 2010 var sala kampavíns með dræmasta móti. „Salan hefur þó tekið við sér undanfarin ár samhliða bættri stöðu hagkerfisins, til að mynda hefur salan fyrstu fjóra mánuði þessa árs aukist um tæp 17% samanborið við sama tíma í fyrra,“ eins og fram kemur í markaðspunktunum. Þrátt fyrir að gaman geti verið að glöggva sig á vísitölum sem þessum skal þeim þó ekki tekið sem heilögum sannleik um framtíðar ráðstöfunartekjur íslenskra heimila. Tiltölulega lítið af kampavín er keypt hér á landi, um 7.600 flöskur árið 2013, og því óvarlegt að áætla eitthvað um ráðstöfunartekjur allra 124.000 heimila landsins. Þó má sjá að ráðstöfunartekjur aukast ári eftir að kampavínssala eykst og dragast saman ef kampavínssala dregst saman árið áður, „að undanskildu árinu 2011 en þá hækkuðu ráðstöfunartekjur jafnvel þótt kampavínssala hafi dregist saman árið 2010. Hér bjaga kjarasamningarnir árið 2011 þó væntanlega myndina.“ Niðurstöður greiningardeildarinnar eru á eina leið; sala kampavíns bendir til þess að efnahagsbatinn sé á réttri leið. „Hvort aukningin gefi til kynna betri tíð og hækkandi ráðstöfunartekjur er ennþá óljóst en þó er víst að Íslendingar eru hægt en örugglega farnir að teygja sig í kampavínið.“
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira