Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Karl Lúðvíksson skrifar 18. ágúst 2014 13:01 Erlendir veiðimenn eru farnir af afbóka ferðir sínar vegna yfirvofandi eldgoss. Vísir/KL Erlendir veiðimenn eru farnir að meta stöðuna vegna mögulegs eldgoss í Vatnajökli. Samkvæmt nýjustu fréttum frá jarðvísindamönnum Veðurstofunnar er líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp við Bárðarbungu og að eldgos gæti hafist næstu daga. Ekkert er þó öruggt um þetta ennþá en það lagar ekki óvissuna sem erlendir veiðimenn sem eru við veiðar á landinu í dag og þeir sem eru væntanlegir til landsins næstu daga búa við. Nú þegar hafa nokkrir afbókað komu sína í bókaða veiðitúra vegna þessa en það er þó ekki stór hópur ennþá. Verði aftur á móti eldgos í Bárðarbungu og flug falli niður líkt í gosinu í Eyjafjallajökli mæta þessir menn eðlilega ekki. Viðvörunarstig til flugfélaga er komið á appelsínugult en það gefur til kynna að meiri en minni líkur séu á gosi í Bárðarbungu. Það verða þess vegna nokkur holl erlendra veiðimanna sem heima sitja og árnar verða þá líklega óveiddar á meðan, fiskum til gæfu á þessu annars slaka veiðiári. Bárðarbunga Stangveiði Tengdar fréttir Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Erlendir miðlar greina frá mögulegu eldgosi Dagens Nyheter og Verdens Gang hafa bæði greint frá aukinni skjálftavirkni í Vatnajökli. 18. ágúst 2014 10:24 Mest lesið Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði
Erlendir veiðimenn eru farnir að meta stöðuna vegna mögulegs eldgoss í Vatnajökli. Samkvæmt nýjustu fréttum frá jarðvísindamönnum Veðurstofunnar er líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp við Bárðarbungu og að eldgos gæti hafist næstu daga. Ekkert er þó öruggt um þetta ennþá en það lagar ekki óvissuna sem erlendir veiðimenn sem eru við veiðar á landinu í dag og þeir sem eru væntanlegir til landsins næstu daga búa við. Nú þegar hafa nokkrir afbókað komu sína í bókaða veiðitúra vegna þessa en það er þó ekki stór hópur ennþá. Verði aftur á móti eldgos í Bárðarbungu og flug falli niður líkt í gosinu í Eyjafjallajökli mæta þessir menn eðlilega ekki. Viðvörunarstig til flugfélaga er komið á appelsínugult en það gefur til kynna að meiri en minni líkur séu á gosi í Bárðarbungu. Það verða þess vegna nokkur holl erlendra veiðimanna sem heima sitja og árnar verða þá líklega óveiddar á meðan, fiskum til gæfu á þessu annars slaka veiðiári.
Bárðarbunga Stangveiði Tengdar fréttir Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50 Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37 Erlendir miðlar greina frá mögulegu eldgosi Dagens Nyheter og Verdens Gang hafa bæði greint frá aukinni skjálftavirkni í Vatnajökli. 18. ágúst 2014 10:24 Mest lesið Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði Síðasta holl með 85 laxa í Kjósinni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði
Viðvörunarstig vegna flugs hækkað í appelsínugult Áframhaldandi virkni mælist í Bárðarbungu. Ekki verður dregið úr viðbúnaði almannavarna að svo stöddu. 18. ágúst 2014 12:50
Nokkurra klukkustunda fyrirvari yrði á eldgosi „Það eru nú lítil merki um að það sé að draga úr þessu,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. 18. ágúst 2014 11:37
Erlendir miðlar greina frá mögulegu eldgosi Dagens Nyheter og Verdens Gang hafa bæði greint frá aukinni skjálftavirkni í Vatnajökli. 18. ágúst 2014 10:24