Skrýtla = fordómar = kjaftæði Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2014 09:12 Mér finnst fordómar æðislegir. Jebb, ég sagði það. Mér finnst að heimurinn væri verri staður ef fólk væri ekki sett í sérstök box og sum boxin væru talin verðugri en önnur. Ég meina, svona í alvörunni, finnst ekki öllum Indverjar vera bara óþolandi fúskarar sem læra tíu orð í íslensku til að pretta grunlausa ferðamenn á Kanaríeyjum? Og hvað er með þessa homma og lesbíur? Þarf þetta fólk alltaf að vera svona áberandi? Djók. Sko, þarna sagði ég skrýtlu. Sem var kannski ekkert sérstaklega fyndin. Ég játa það alveg, ég hef gert betur. Ég hef gaman að skrýtlum. Við eigum líka fullt af skemmtilegum orðum yfir grín. Brandari, gamansaga, skrýtla, spaug. Fólk er hnyttið, fyndið, orðheppið, gamansamt. Í Twitter-umræðu um Eurovision sá ég þó nokkrum blöskra tíst Íslendinga sem mörgum fannst fordómafull. Fannst þau bera vott um hræsni, í ljósi þess að framlag okkar heitir jú eftir allt Enga fordóma. Fyrir nokkrum árum skoðaði ég sjálfa mig og komst að því að ég var með fordóma. Fyrir fullt af hlutum. Það var mjög erfitt að horfast í augu við það að ég væri ekki jafn opin og ég hafði talið mér trú um. Ég hef líka lent í því að fólk hafi fordóma fyrir mér. Ég hef prófað að vera feit. Það var ekkert spes. Nema fólki finnist almennt gott að láta glápa á sig á yfirlætisfullan hátt. Ég skrifa dægurmálafréttir og hef gert um nokkurt skeið. Eða það sem sumir kalla „rusl“, „sorpblaðamennsku“ og spyrja reglulega hvort þetta sé virkilega frétt. Ég er líka mamma. Eigum við að ræða fordómana sem mæður hafa í garð annarra mæðra? Eigið þið fimm hundruð klukkutíma aflögu? Ég nenni ekki að lifa í heimi þar sem ekki má grínast nema eiga á hættu að vera sakaður um að vera fordómafullur. Það besta sem ég hef gert er að sættast við eigin fordóma og vinna úr þeim. Þá næ ég nefnilega að greina á milli gamansemi og rætinna fordóma. Ég mæli með því að þið gerið slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun
Mér finnst fordómar æðislegir. Jebb, ég sagði það. Mér finnst að heimurinn væri verri staður ef fólk væri ekki sett í sérstök box og sum boxin væru talin verðugri en önnur. Ég meina, svona í alvörunni, finnst ekki öllum Indverjar vera bara óþolandi fúskarar sem læra tíu orð í íslensku til að pretta grunlausa ferðamenn á Kanaríeyjum? Og hvað er með þessa homma og lesbíur? Þarf þetta fólk alltaf að vera svona áberandi? Djók. Sko, þarna sagði ég skrýtlu. Sem var kannski ekkert sérstaklega fyndin. Ég játa það alveg, ég hef gert betur. Ég hef gaman að skrýtlum. Við eigum líka fullt af skemmtilegum orðum yfir grín. Brandari, gamansaga, skrýtla, spaug. Fólk er hnyttið, fyndið, orðheppið, gamansamt. Í Twitter-umræðu um Eurovision sá ég þó nokkrum blöskra tíst Íslendinga sem mörgum fannst fordómafull. Fannst þau bera vott um hræsni, í ljósi þess að framlag okkar heitir jú eftir allt Enga fordóma. Fyrir nokkrum árum skoðaði ég sjálfa mig og komst að því að ég var með fordóma. Fyrir fullt af hlutum. Það var mjög erfitt að horfast í augu við það að ég væri ekki jafn opin og ég hafði talið mér trú um. Ég hef líka lent í því að fólk hafi fordóma fyrir mér. Ég hef prófað að vera feit. Það var ekkert spes. Nema fólki finnist almennt gott að láta glápa á sig á yfirlætisfullan hátt. Ég skrifa dægurmálafréttir og hef gert um nokkurt skeið. Eða það sem sumir kalla „rusl“, „sorpblaðamennsku“ og spyrja reglulega hvort þetta sé virkilega frétt. Ég er líka mamma. Eigum við að ræða fordómana sem mæður hafa í garð annarra mæðra? Eigið þið fimm hundruð klukkutíma aflögu? Ég nenni ekki að lifa í heimi þar sem ekki má grínast nema eiga á hættu að vera sakaður um að vera fordómafullur. Það besta sem ég hef gert er að sættast við eigin fordóma og vinna úr þeim. Þá næ ég nefnilega að greina á milli gamansemi og rætinna fordóma. Ég mæli með því að þið gerið slíkt hið sama.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun