FÍ kaupir gamla DV-húsið í Þverholti Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Gamla DV húsið, sem einnig hefur á síðustu árum verið nefnt Hanza-húsið og hýsir nú Listaháskóla Íslands, er 4.127 fermetra stórt steinsteypuhús. Fréttablaðið/Valli Gengið hefur verið frá kaupum FÍ fasteignafélags slhf. á gamla DV húsinu í Þverholti 11 í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Listaháskóli Íslands er með húsið á leigu og er þar með aðalskrifstofu og kennslu í hönnun og arkitektúr. Seljandi hússins er félagið Þ11 ehf. Kaupverð er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum blaðsins er líklega ekki fjarri brunabótamati hússins, sem hljóðar upp á rúmar 748 milljónir króna. Í tilkynningu FÍ fasteignafélags slhf., sem er að stærstum hluta í eigu MP banka, kemur fram að með kaupunum aukist leigutekjur og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hjá félagsinu yfir 40 prósent á ársgrundvelli.Örn V. KjartanssonÖrn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir félagið líta á Listaháskólann sem leigutaka til næstu átta til tíu ára, en skólinn er með langtímasamning um leigu á húseigninni. „Við erum með fjárfestingarstefnu þar sem við leitum að vel staðsettu atvinnuhúsnæði á miðsvæði borgarinnar og það uppfyllir eignin vel. Þá er þessi fasteign á mjög vaxandi svæði nálægt miðsvæðinu,“ segir Örn. Mikil uppbygging eigi sér stað allt í kring og verið að byggja fjölda íbúða. „Þarna er verið að breyta því sem eftir er af þessu elsta íbúðarhúsnæði í kring í íbúðir og svona til framtíðar litið þá teljum við að þetta sé staðsetning sem muni bara batna.“ Húsið sjálft segir Örn líka bjóða upp á margvíslega möguleika. Þannig mætti síðar breyta því aftur til fyrri hugmynda um notkun. „Þessu var breytt 2006, 2007 í það að vera bæði skrifstofur og mögulega íbúðarhúsnæði á tveimur efstu hæðunum. Sá möguleiki er fyrir hendi ef svo bæri undir og gerir fjárfestinguna álitlega.“ Þ11 er samkvæmt gögnum lánstraust í jafnri eigu þriggja félaga. SV50 ehf, sem er í eigu Bjarka Brynjarssonar, 23 ára gamals fjárfestis; Glámu/Kíms ehf., sem er í eigu fimm eigenda Arkitekta Laugavegi 164 ehf; og ANS ehf. sem er eignarhaldsfélag Ívars Þórs Þórissonar og Ólafs Steinars Haukssonar.DV-húsið hefur breyst í gegn um tíðinaÞverholt 11 var byggt 1984 fyrir Frjálsa fjölmiðlun, sem þá var útgáfufyrirtæki DV, Vikunnar og Úrvals. Hér til hliðar getur að líta forsíðu DV í nóvemberbyrjun 1985 þegar rifið var gamla húsið sem hýsti afgreiðslu DV og smáauglýsingar og byggingin fékk þá ásýnd sem hún hefur haldið að mestu til dagsins í dag, utan að hvítur litur hefur verið látinn víkja fyrir gráum og hæðum hefur fjölgað. DV var til húsa í Þverholti allt til ársins 2002, en síðan hefur húsið gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum. Hanza-Hópurinn réðist í breytingar á húsinu fyrir hrun og stofnaði félagið Þverholt 11 ehf. í kring um framkvæmdirnar. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gengið hefur verið frá kaupum FÍ fasteignafélags slhf. á gamla DV húsinu í Þverholti 11 í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Listaháskóli Íslands er með húsið á leigu og er þar með aðalskrifstofu og kennslu í hönnun og arkitektúr. Seljandi hússins er félagið Þ11 ehf. Kaupverð er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum blaðsins er líklega ekki fjarri brunabótamati hússins, sem hljóðar upp á rúmar 748 milljónir króna. Í tilkynningu FÍ fasteignafélags slhf., sem er að stærstum hluta í eigu MP banka, kemur fram að með kaupunum aukist leigutekjur og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hjá félagsinu yfir 40 prósent á ársgrundvelli.Örn V. KjartanssonÖrn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir félagið líta á Listaháskólann sem leigutaka til næstu átta til tíu ára, en skólinn er með langtímasamning um leigu á húseigninni. „Við erum með fjárfestingarstefnu þar sem við leitum að vel staðsettu atvinnuhúsnæði á miðsvæði borgarinnar og það uppfyllir eignin vel. Þá er þessi fasteign á mjög vaxandi svæði nálægt miðsvæðinu,“ segir Örn. Mikil uppbygging eigi sér stað allt í kring og verið að byggja fjölda íbúða. „Þarna er verið að breyta því sem eftir er af þessu elsta íbúðarhúsnæði í kring í íbúðir og svona til framtíðar litið þá teljum við að þetta sé staðsetning sem muni bara batna.“ Húsið sjálft segir Örn líka bjóða upp á margvíslega möguleika. Þannig mætti síðar breyta því aftur til fyrri hugmynda um notkun. „Þessu var breytt 2006, 2007 í það að vera bæði skrifstofur og mögulega íbúðarhúsnæði á tveimur efstu hæðunum. Sá möguleiki er fyrir hendi ef svo bæri undir og gerir fjárfestinguna álitlega.“ Þ11 er samkvæmt gögnum lánstraust í jafnri eigu þriggja félaga. SV50 ehf, sem er í eigu Bjarka Brynjarssonar, 23 ára gamals fjárfestis; Glámu/Kíms ehf., sem er í eigu fimm eigenda Arkitekta Laugavegi 164 ehf; og ANS ehf. sem er eignarhaldsfélag Ívars Þórs Þórissonar og Ólafs Steinars Haukssonar.DV-húsið hefur breyst í gegn um tíðinaÞverholt 11 var byggt 1984 fyrir Frjálsa fjölmiðlun, sem þá var útgáfufyrirtæki DV, Vikunnar og Úrvals. Hér til hliðar getur að líta forsíðu DV í nóvemberbyrjun 1985 þegar rifið var gamla húsið sem hýsti afgreiðslu DV og smáauglýsingar og byggingin fékk þá ásýnd sem hún hefur haldið að mestu til dagsins í dag, utan að hvítur litur hefur verið látinn víkja fyrir gráum og hæðum hefur fjölgað. DV var til húsa í Þverholti allt til ársins 2002, en síðan hefur húsið gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum. Hanza-Hópurinn réðist í breytingar á húsinu fyrir hrun og stofnaði félagið Þverholt 11 ehf. í kring um framkvæmdirnar.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira