Hinn íslenski aðall Sigurjón M. Egilsson skrifar 29. desember 2014 07:00 Hinn íslenski aðall hefur sína siði. Þegar almúginn sér ekki til, á aðalsfólkið til að sæma hvert annað misháum vegtyllum. Allt eftir hvar í virðingarstiga aðalsins viðkomandi stendur. Mestur er forsætisráðherrann. Hann fær stórkross, aðrir minna. Einhver er nú skömm aðalsins þar sem krýningarnar eru gerðar í kyrrþey. Þeim þykir greinilega vont að svara fyrir eigin hégóma. Skömm þeirra er ekki minni þótt hægt sé að benda á að slíkt hafi vissulega tíðkast áður og það í langan tíma. Þau fjögur sem munu hafa afþakkað þessu sjálfvirku viðurkenningu í nafni lýðveldisins Íslands, Hermann Jónasson, Steingrímur Hermannsson, Benedikt Gröndal og Jóhanna Sigurðardóttir, vaxa í áliti fyrir að hafa afþakkað prjálið. Þau eru menn að meiri. Hvað rekur fólk til að viðhalda þessari aumu hefð? Hégómi, er nærtækasta svarið. Vel má vera eðlilegt að viðurkenna fólk fyrir störf sín, hafi það gert það sem ekki er beint hægt að ætlast til af viðkomandi, ef fólk hefur unnið afrek. Það er allt annað mál en það sem gert var um miðjan þennan mánuð, þegar forseti Alþingis og forsætisráðherra fengu hástigs orður, í nafni lýðveldisins, ekki vegna glæstrar frammistöðu í starfi, vegna fórnfýsi, afreka, sátta eða annars. Nei, vegna þess að þeir höfðu valist til þeirra starfa sem þeir gegna. Svo vill til að forseti Alþingis nýtur almenns trausts samherja sem andstæðinga í stjórnmálum, en alls ekkert umfram það sem gera má kröfur um að forseti þingsins geri. Alls ekkert umfram það. Það verður seint sagt um forsætisráðherra. Hann er ekki allra og alls ekki pólitískra andstæðinga. Um það eru mörg dæmi. Vægt er til orða tekið þegar sagt er að orðuveitingin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Í ljósi þess þarf að velta upp hvers virði orðan er. Og hvar á að bera hana? Orðuveitingarnar eru jú í nafni Íslands, lýðveldisins okkar, og ef stór hluti þjóðarinnar hefur á móti þessari flokkun fólks, er hægt að segja að orða forsætisráðherra sé ekki veitt með vilja þjóðarinnar. Þar með er hún einskis virði. Má ekki breyta til, afnema sjálfvirkar orðuveitingar? Allt er þetta eitthvað svo verðlaust. Má ekki bíða og sjá hver framvindan verður í landinu? Hverju breytir svo brjóstnælan? Er hægt að nota hana til að verjast loftárásum, eða eykur hún þær jafnvel? Forsætisráðherrann hefur ekki lokið helmingi þess starfstíma sem hann réði sig til, samt er hann búinn að fá æðsta merki sem maður í hans starfi getur fengið. Hvað um það. Þegar forsætisráðherra hefur fengið nóg af spegilmynd sinni er besta að hann dragi gluggatjöldin frá. Fyrir utan er af nógu að taka. Hér er til að mynda læknaverkfall sem hefur haft skelfilegar afleiðingar, verið er að reka atvinnulaust fólk út á guð og gaddinn og áfram er hægt að telja. Er víst að viðkoma forsætisráðherrans í stjórnarráðshúsinu verði honum og þjóðinni svo mikils virði að hann geti með sóma borið merki sem hann, forveri hans á formannsstóli Framsóknarflokksins og þeirra tryggi húsbóndi á Bessastöðum telja til vegsauka fyrir hinn unga ráðherra? Nú þarf hann að vinna vel fyrir hinum snemmbæra vegsauka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Hinn íslenski aðall hefur sína siði. Þegar almúginn sér ekki til, á aðalsfólkið til að sæma hvert annað misháum vegtyllum. Allt eftir hvar í virðingarstiga aðalsins viðkomandi stendur. Mestur er forsætisráðherrann. Hann fær stórkross, aðrir minna. Einhver er nú skömm aðalsins þar sem krýningarnar eru gerðar í kyrrþey. Þeim þykir greinilega vont að svara fyrir eigin hégóma. Skömm þeirra er ekki minni þótt hægt sé að benda á að slíkt hafi vissulega tíðkast áður og það í langan tíma. Þau fjögur sem munu hafa afþakkað þessu sjálfvirku viðurkenningu í nafni lýðveldisins Íslands, Hermann Jónasson, Steingrímur Hermannsson, Benedikt Gröndal og Jóhanna Sigurðardóttir, vaxa í áliti fyrir að hafa afþakkað prjálið. Þau eru menn að meiri. Hvað rekur fólk til að viðhalda þessari aumu hefð? Hégómi, er nærtækasta svarið. Vel má vera eðlilegt að viðurkenna fólk fyrir störf sín, hafi það gert það sem ekki er beint hægt að ætlast til af viðkomandi, ef fólk hefur unnið afrek. Það er allt annað mál en það sem gert var um miðjan þennan mánuð, þegar forseti Alþingis og forsætisráðherra fengu hástigs orður, í nafni lýðveldisins, ekki vegna glæstrar frammistöðu í starfi, vegna fórnfýsi, afreka, sátta eða annars. Nei, vegna þess að þeir höfðu valist til þeirra starfa sem þeir gegna. Svo vill til að forseti Alþingis nýtur almenns trausts samherja sem andstæðinga í stjórnmálum, en alls ekkert umfram það sem gera má kröfur um að forseti þingsins geri. Alls ekkert umfram það. Það verður seint sagt um forsætisráðherra. Hann er ekki allra og alls ekki pólitískra andstæðinga. Um það eru mörg dæmi. Vægt er til orða tekið þegar sagt er að orðuveitingin hafi fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Í ljósi þess þarf að velta upp hvers virði orðan er. Og hvar á að bera hana? Orðuveitingarnar eru jú í nafni Íslands, lýðveldisins okkar, og ef stór hluti þjóðarinnar hefur á móti þessari flokkun fólks, er hægt að segja að orða forsætisráðherra sé ekki veitt með vilja þjóðarinnar. Þar með er hún einskis virði. Má ekki breyta til, afnema sjálfvirkar orðuveitingar? Allt er þetta eitthvað svo verðlaust. Má ekki bíða og sjá hver framvindan verður í landinu? Hverju breytir svo brjóstnælan? Er hægt að nota hana til að verjast loftárásum, eða eykur hún þær jafnvel? Forsætisráðherrann hefur ekki lokið helmingi þess starfstíma sem hann réði sig til, samt er hann búinn að fá æðsta merki sem maður í hans starfi getur fengið. Hvað um það. Þegar forsætisráðherra hefur fengið nóg af spegilmynd sinni er besta að hann dragi gluggatjöldin frá. Fyrir utan er af nógu að taka. Hér er til að mynda læknaverkfall sem hefur haft skelfilegar afleiðingar, verið er að reka atvinnulaust fólk út á guð og gaddinn og áfram er hægt að telja. Er víst að viðkoma forsætisráðherrans í stjórnarráðshúsinu verði honum og þjóðinni svo mikils virði að hann geti með sóma borið merki sem hann, forveri hans á formannsstóli Framsóknarflokksins og þeirra tryggi húsbóndi á Bessastöðum telja til vegsauka fyrir hinn unga ráðherra? Nú þarf hann að vinna vel fyrir hinum snemmbæra vegsauka.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun