Ístak Ísland verður auglýst til sölu í kringum áramótin Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2014 07:00 Landsbankinn eignaðist Ístak í september 2013 eftir að danska móðurfélagið Pihl & Søn varð gjaldþrota. Vísir/Vilhelm Landsbankinn ætlar að auglýsa verktakafyrirtækið Ístak Ísland til sölu í kringum næstu mánaðamót. Starfsemi fyrirtækisins í Noregi verður sett í söluferli núna í desember. Enn er unnið að því að færa rekstur Ístaks hér á landi, á Grænlandi og í Færeyjum, inn í dótturfélagið Ístak Ísland. Þetta segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. „Það er nú unnið við að skipta fyrirtækinu upp og það þarf að ganga frá efnahagnum og búa til fyrirtæki úr hverri einingu. Svo munum við fara að leita að kaupendum og við stefnum að því að það verði gert öðrum hvorum megin við næstu mánaðamót,“ segir Kristján. Ístak hefur verið í eigu Landsbankans síðan danska móðurfélagið Pihl & Søn varð gjaldþrota í september 2013. Bankinn auglýsti fyrirtækið fyrst til sölu í nóvember það ár en sleit síðan formlega söluferlinu í apríl síðastliðnum þegar fimmtán óskuldbindandi tilboðum var hafnað. Í haust var tekin ákvörðun um að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki. Ístak Ísland er annað þeirra en hitt heldur utan um starfsemina í Noregi. „Í Noregi erum við að vinna með fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers (PWC) í Ósló. Stjórn Ístaks hefur ákveðið að leita eftir sölu á rekstri félagsins í Noregi, eða mögulegum samstarfsaðilum, en það ferli fer af stað núna í desember,“ segir Kristján. Hann segir bankann ekki hafa fengið nein viðunandi tilboð í allan rekstur Ístaks frá því formlega söluferlinu var slitið. „Það er erfitt að selja fyrirtækið á meðan verið er að vinna að þessum breytingum. Við höfum þó verið tilbúnir til að skoða öll tilboð með þeim fyrirvara að við þurfum að klára að skipta fyrirtækinu upp fyrst,“ segir Kristján. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Ístaks, segir stefnt að því að Ístak Ísland verði aðskilið öðrum rekstri verktakafyrirtækisins fyrir áramót. „Við stefnum að því en þessi mál taka langan tíma enda þarf að skoða fjölmargt í þessu,“ segir Óskar. Spurður hvernig verkefnastaða Ístaks sé segir Óskar að veturinn verði að öllum líkindum rólegur. „En upp úr miðju næsta ári, og til lengri framtíðar, er margt í farvatninu sem maður hefur von um að raungerist, eins og kísilverin og önnur stór verkefni en fyrirtæki eins og Ístak hefur tæknilega þekkingu og getu til að takast á við stór verkefni og þau hafa síðustu ár verið mjög takmörkuð hér á Íslandi.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Landsbankinn ætlar að auglýsa verktakafyrirtækið Ístak Ísland til sölu í kringum næstu mánaðamót. Starfsemi fyrirtækisins í Noregi verður sett í söluferli núna í desember. Enn er unnið að því að færa rekstur Ístaks hér á landi, á Grænlandi og í Færeyjum, inn í dótturfélagið Ístak Ísland. Þetta segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. „Það er nú unnið við að skipta fyrirtækinu upp og það þarf að ganga frá efnahagnum og búa til fyrirtæki úr hverri einingu. Svo munum við fara að leita að kaupendum og við stefnum að því að það verði gert öðrum hvorum megin við næstu mánaðamót,“ segir Kristján. Ístak hefur verið í eigu Landsbankans síðan danska móðurfélagið Pihl & Søn varð gjaldþrota í september 2013. Bankinn auglýsti fyrirtækið fyrst til sölu í nóvember það ár en sleit síðan formlega söluferlinu í apríl síðastliðnum þegar fimmtán óskuldbindandi tilboðum var hafnað. Í haust var tekin ákvörðun um að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki. Ístak Ísland er annað þeirra en hitt heldur utan um starfsemina í Noregi. „Í Noregi erum við að vinna með fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers (PWC) í Ósló. Stjórn Ístaks hefur ákveðið að leita eftir sölu á rekstri félagsins í Noregi, eða mögulegum samstarfsaðilum, en það ferli fer af stað núna í desember,“ segir Kristján. Hann segir bankann ekki hafa fengið nein viðunandi tilboð í allan rekstur Ístaks frá því formlega söluferlinu var slitið. „Það er erfitt að selja fyrirtækið á meðan verið er að vinna að þessum breytingum. Við höfum þó verið tilbúnir til að skoða öll tilboð með þeim fyrirvara að við þurfum að klára að skipta fyrirtækinu upp fyrst,“ segir Kristján. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Ístaks, segir stefnt að því að Ístak Ísland verði aðskilið öðrum rekstri verktakafyrirtækisins fyrir áramót. „Við stefnum að því en þessi mál taka langan tíma enda þarf að skoða fjölmargt í þessu,“ segir Óskar. Spurður hvernig verkefnastaða Ístaks sé segir Óskar að veturinn verði að öllum líkindum rólegur. „En upp úr miðju næsta ári, og til lengri framtíðar, er margt í farvatninu sem maður hefur von um að raungerist, eins og kísilverin og önnur stór verkefni en fyrirtæki eins og Ístak hefur tæknilega þekkingu og getu til að takast á við stór verkefni og þau hafa síðustu ár verið mjög takmörkuð hér á Íslandi.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira