Óvíst hvaða áhrif mál MS mun hafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. október 2014 07:00 Félag atvinnurekenda boðaði til fundar um samkeppnismál í gær. fréttablaðið/GVA Algjörlega óvíst er hvernig brugðist verður við 370 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Mjólkursamsöluna fyrr í haust. Sektin var lögð á vegna þess að Mjólkursamsalan selur samkeppnisaðilum hrámjólk á hærra verði en tengdum aðilum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Fari málið þaðan fyrir dómstóla gæti tekið mörg ár að fá niðurstöðu í það. Til dæmis féll dómur í Hæstarétti Íslands í síðustu viku vegna 260 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Vífilfell með ákvörðun. Sú ákvörðun var gefin út 2011 og því tók þrjú ár að fá lokaniðurstöðu, sem var á þá leið að ákvörðunin var felld úr gildi. Jafnframt verður beðið eftir skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirÁ fundi sem Félag atvinnurekenda efndi til í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er ráðherra neytendamála, að hún teldi eðlilegt að samkeppnislög næðu til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. „Ég held að við séum öll sammála um að einokunarstaða, án tilefnis, leiðir til tjóns og sóunar við nýtingu framleiðsluþátta,“ segir Ragnheiður Elín. En Ragnheiður sagði jafnframt að hún styddi þann farveg sem málið er í. Það skipti máli hvað muni koma út úr ferlinu hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum ef til kasta þeirra kæmi. „Það er alveg sama hver á í hlut, þú ert alltaf saklaus þangað til þú ert fundinn sekur. Auðvitað verðum við að gefa fólki í okkar samfélagi andmælarétt og það verður að leyfa málinu að ganga sinn gang. Við verðum að gefa lögmönnum færi á að takast á um þetta fyrir dómstólum og annað,“ segir Ragnheiður. „Ég er ánægð með það að landbúnaðarráðherra sé búinn að setja þessa heildarendurskoðun í gang sem er þverpólitísk og með þátttöku Hagfræðistofnunar í vinnunni,“ segir Ragnheiður Elín. Allar þær ákvarðanir sem teknar verði í framtíðinni verði betri ef byggt verði á bestu fáanlegu upplýsingunum. „Því vil ég leyfa þessu ferli sem og málinu gegn MS að fara sinn gang í kerfinu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að taka langan tíma. Endurskoðun þarf allavega ekki að gera það,“ segir hún. Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Algjörlega óvíst er hvernig brugðist verður við 370 milljóna króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á Mjólkursamsöluna fyrr í haust. Sektin var lögð á vegna þess að Mjólkursamsalan selur samkeppnisaðilum hrámjólk á hærra verði en tengdum aðilum. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefur verið kærð til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Fari málið þaðan fyrir dómstóla gæti tekið mörg ár að fá niðurstöðu í það. Til dæmis féll dómur í Hæstarétti Íslands í síðustu viku vegna 260 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Vífilfell með ákvörðun. Sú ákvörðun var gefin út 2011 og því tók þrjú ár að fá lokaniðurstöðu, sem var á þá leið að ákvörðunin var felld úr gildi. Jafnframt verður beðið eftir skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Ragnheiður Elín ÁrnadóttirÁ fundi sem Félag atvinnurekenda efndi til í gær sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem er ráðherra neytendamála, að hún teldi eðlilegt að samkeppnislög næðu til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. „Ég held að við séum öll sammála um að einokunarstaða, án tilefnis, leiðir til tjóns og sóunar við nýtingu framleiðsluþátta,“ segir Ragnheiður Elín. En Ragnheiður sagði jafnframt að hún styddi þann farveg sem málið er í. Það skipti máli hvað muni koma út úr ferlinu hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála og dómstólum ef til kasta þeirra kæmi. „Það er alveg sama hver á í hlut, þú ert alltaf saklaus þangað til þú ert fundinn sekur. Auðvitað verðum við að gefa fólki í okkar samfélagi andmælarétt og það verður að leyfa málinu að ganga sinn gang. Við verðum að gefa lögmönnum færi á að takast á um þetta fyrir dómstólum og annað,“ segir Ragnheiður. „Ég er ánægð með það að landbúnaðarráðherra sé búinn að setja þessa heildarendurskoðun í gang sem er þverpólitísk og með þátttöku Hagfræðistofnunar í vinnunni,“ segir Ragnheiður Elín. Allar þær ákvarðanir sem teknar verði í framtíðinni verði betri ef byggt verði á bestu fáanlegu upplýsingunum. „Því vil ég leyfa þessu ferli sem og málinu gegn MS að fara sinn gang í kerfinu. Ég vona svo sannarlega að það þurfi ekki að taka langan tíma. Endurskoðun þarf allavega ekki að gera það,“ segir hún.
Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira