Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2014 08:00 Ólafur stýrir Valsliðinu ekki fyrri hluta Íslandsmótsins. Fréttablaðið/Stefán „Maður er ekki alveg búinn að melta þetta enn þá. Hann tilkynnti okkur þetta eftir æfingu í hádeginu í dag (gær). Þetta var mikið sjokk fyrir alla,“ segir Hlynur Morthens, markvörður Vals í Olís-deild karla, en í gær fór Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, í frí fram að áramótum til að sinna nýrri vinnu sem hann er kominn í. „Þetta er einhver mesta þruma úr heiðskíru lofti sem ég hef lent í. Maður var alveg orðlaus,“ segir Hlynur, sem var enn að melta tíðindin er hann sat í ferjunni Baldri á leið til Vestmannaeyja seinni partinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kallar á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist er á báðum stöðum,“ sagði í fréttatilkynningu Valsmanna um ákvörðunina í gær, en við stjórnartaumunum taka þeir Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson sem gerði Valsmenn að Íslandsmeisturum árið 2007. „Óli útskýrði þetta vel og stjórnin tilkynnti nýja þjálfara um leið. Menn fá núna helgina til að melta þetta, en þetta var mikið áfall,“ segir Hlynur, en hvernig tóku leikmenn liðsins fréttunum? „Það var misjafnt hljóðið í mönnum. Sumir voru mjög reiðir og aðrir í miklu áfalli. Það er náttúrulega alveg fáránlega stutt í fyrsta leik þannig að tímasetningin er ekki góð. En menn þurfa bara að þjappa sér saman. Við tökum bara góðan fund eftir helgi leikmennirnir og förum vel yfir þetta.“ Þegar Ólafur Stefánsson tók við Valsliðinu höfðu margir leikmenn áhuga á að spila undir handleiðslu þessa besta handboltamanns Íslands frá upphafi. Frændurnir og stórskytturnar frá Akureyri, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, fluttu suður og gengu í raðir Vals svo dæmi má nefna. „Það er nefnilega málið. Ég fann sérstaklega til með þeim leikmönnum. En hann mun vera í kringum okkur og kíkja við,“ segir Hlynur, en telur markvörðurinn að Ólafur snúi aftur um áramótin eins og til stendur? „Ég vona það. Það er bara vonandi að hann komi þessu fyrirtæki á ról. Hann vill gera það 100 prósent og það tekur bara mikinn tíma. Ég vona svo sannarlega að hann komi aftur.“ Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
„Maður er ekki alveg búinn að melta þetta enn þá. Hann tilkynnti okkur þetta eftir æfingu í hádeginu í dag (gær). Þetta var mikið sjokk fyrir alla,“ segir Hlynur Morthens, markvörður Vals í Olís-deild karla, en í gær fór Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins, í frí fram að áramótum til að sinna nýrri vinnu sem hann er kominn í. „Þetta er einhver mesta þruma úr heiðskíru lofti sem ég hef lent í. Maður var alveg orðlaus,“ segir Hlynur, sem var enn að melta tíðindin er hann sat í ferjunni Baldri á leið til Vestmannaeyja seinni partinn í gær þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Nýstofnað fyrirtæki Ólafs kallar á mikla viðveru, meiri en svo að hægt sé sinna bæði þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins af þeim metnaði og fagmennsku sem krafist er á báðum stöðum,“ sagði í fréttatilkynningu Valsmanna um ákvörðunina í gær, en við stjórnartaumunum taka þeir Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni Óskarsson sem gerði Valsmenn að Íslandsmeisturum árið 2007. „Óli útskýrði þetta vel og stjórnin tilkynnti nýja þjálfara um leið. Menn fá núna helgina til að melta þetta, en þetta var mikið áfall,“ segir Hlynur, en hvernig tóku leikmenn liðsins fréttunum? „Það var misjafnt hljóðið í mönnum. Sumir voru mjög reiðir og aðrir í miklu áfalli. Það er náttúrulega alveg fáránlega stutt í fyrsta leik þannig að tímasetningin er ekki góð. En menn þurfa bara að þjappa sér saman. Við tökum bara góðan fund eftir helgi leikmennirnir og förum vel yfir þetta.“ Þegar Ólafur Stefánsson tók við Valsliðinu höfðu margir leikmenn áhuga á að spila undir handleiðslu þessa besta handboltamanns Íslands frá upphafi. Frændurnir og stórskytturnar frá Akureyri, Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson, fluttu suður og gengu í raðir Vals svo dæmi má nefna. „Það er nefnilega málið. Ég fann sérstaklega til með þeim leikmönnum. En hann mun vera í kringum okkur og kíkja við,“ segir Hlynur, en telur markvörðurinn að Ólafur snúi aftur um áramótin eins og til stendur? „Ég vona það. Það er bara vonandi að hann komi þessu fyrirtæki á ról. Hann vill gera það 100 prósent og það tekur bara mikinn tíma. Ég vona svo sannarlega að hann komi aftur.“
Handbolti Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira