Ólíkt þeim störfum sem ég hef vanist Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júní 2014 06:00 Tvö störf. Aron þjálfar Ísland og Kolding. Fréttablaðið/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, var í gær ráðinn þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding sem hann stýrði seinni hluta síðasta árs í fjarveru veiks þjálfara liðsins. Aron var kynntur með pompi og prakt á blaðamannafundi ásamt nýjum leikmönnum liðsins og styrktaraðilum þess. Hann heldur áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari fram á næsta ár í það minnsta, en þá rennur núgildandi samningur hans út. Sjálfur sagðist hann í viðtali við Fréttablaðið vilja halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari. Það að þjálfa Kolding truflar landsliðsþjálfarastarfið ekki. „Maður er á vissan hátt í betri æfingu og alltaf „ON“. Það er í lagi á meðan álagið verður ekki of mikið. Hér æfum við á tveimur stöðum og ég er með tvo aðstoðarmenn sem ég get nýtt. Þetta er ólíkt öllum þeim störfum sem ég hef vanist. Ég er búinn að prófa þetta og veit út í hvað ég er að fara. Ég hafnaði tilboðum frá öðrum liðum sem hefðu aldrei gengið upp með landsliðinu. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig að þetta myndi passa með landsliðinu,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær rétt eftir að hann steig úr mynd á blaðamannafundinum. Aron var ráðinn í fullt starf hjá HSÍ þegar hann hætti með Haukana og átti að koma að uppeldis-og fræðslumálum. Því starfi er í raun sjálfhætt þótt hann muni koma áfram að ýmsum verkefnum sem landsliðsþjálfari, að sögn Guðmundar Ólafssonar, formanns HSÍ. Sambandið gaf það út þegar Guðmundur Guðmundsson tók við starfi Rhein-Neckar Löwen að það vildi ekki hafa þjálfara sem einnig stýrði félagsliði. Það þurfti nú að endurskoða stefnu sína í ljósi ákvörðunar Arons. „Fyrsti kostur hjá okkur var að þjálfarinn væri heima,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið en aldrei kom til greina að leita til annars þjálfara. „Það var aldrei rætt. Við treystum Aroni fullkomlega til að koma okkur aftur í fremstu röð í handboltanum.“ Handbolti Tengdar fréttir Aron ráðinn þjálfari Kolding Forráðamenn danska meistaraliðsins Kolding hafa boðað til blaðamannafundar í Kaupmannahöfn á morgun þar sem tilkynnt verður að Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari verði áfram í herbúðum félagsins. 18. júní 2014 18:43 Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Aron: Starfið passar vel með landsliðinu Aron Kristjánsson gerði þriggja ára samning við KIF Kolding 19. júní 2014 13:30 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, var í gær ráðinn þjálfari danska meistaraliðsins KIF Kolding sem hann stýrði seinni hluta síðasta árs í fjarveru veiks þjálfara liðsins. Aron var kynntur með pompi og prakt á blaðamannafundi ásamt nýjum leikmönnum liðsins og styrktaraðilum þess. Hann heldur áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari fram á næsta ár í það minnsta, en þá rennur núgildandi samningur hans út. Sjálfur sagðist hann í viðtali við Fréttablaðið vilja halda áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari. Það að þjálfa Kolding truflar landsliðsþjálfarastarfið ekki. „Maður er á vissan hátt í betri æfingu og alltaf „ON“. Það er í lagi á meðan álagið verður ekki of mikið. Hér æfum við á tveimur stöðum og ég er með tvo aðstoðarmenn sem ég get nýtt. Þetta er ólíkt öllum þeim störfum sem ég hef vanist. Ég er búinn að prófa þetta og veit út í hvað ég er að fara. Ég hafnaði tilboðum frá öðrum liðum sem hefðu aldrei gengið upp með landsliðinu. Það hafði mikla þýðingu fyrir mig að þetta myndi passa með landsliðinu,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær rétt eftir að hann steig úr mynd á blaðamannafundinum. Aron var ráðinn í fullt starf hjá HSÍ þegar hann hætti með Haukana og átti að koma að uppeldis-og fræðslumálum. Því starfi er í raun sjálfhætt þótt hann muni koma áfram að ýmsum verkefnum sem landsliðsþjálfari, að sögn Guðmundar Ólafssonar, formanns HSÍ. Sambandið gaf það út þegar Guðmundur Guðmundsson tók við starfi Rhein-Neckar Löwen að það vildi ekki hafa þjálfara sem einnig stýrði félagsliði. Það þurfti nú að endurskoða stefnu sína í ljósi ákvörðunar Arons. „Fyrsti kostur hjá okkur var að þjálfarinn væri heima,“ sagði Guðmundur við Fréttablaðið en aldrei kom til greina að leita til annars þjálfara. „Það var aldrei rætt. Við treystum Aroni fullkomlega til að koma okkur aftur í fremstu röð í handboltanum.“
Handbolti Tengdar fréttir Aron ráðinn þjálfari Kolding Forráðamenn danska meistaraliðsins Kolding hafa boðað til blaðamannafundar í Kaupmannahöfn á morgun þar sem tilkynnt verður að Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari verði áfram í herbúðum félagsins. 18. júní 2014 18:43 Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48 Aron: Starfið passar vel með landsliðinu Aron Kristjánsson gerði þriggja ára samning við KIF Kolding 19. júní 2014 13:30 Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Aron ráðinn þjálfari Kolding Forráðamenn danska meistaraliðsins Kolding hafa boðað til blaðamannafundar í Kaupmannahöfn á morgun þar sem tilkynnt verður að Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari verði áfram í herbúðum félagsins. 18. júní 2014 18:43
Aron gerði þriggja ára samning við Kolding Landsliðsþjálfarinn var kynntur til leiks hjá danska meistaraliðinu. 19. júní 2014 10:48
Aron: Starfið passar vel með landsliðinu Aron Kristjánsson gerði þriggja ára samning við KIF Kolding 19. júní 2014 13:30