Krónan er hentug undankomuleið 29. maí 2014 16:00 Roel Beetsma. „Ísland myndi vissulega glata sjálfstjórn í peningamálum, og það út af fyrir sig gæti orðið vandamál vegna þess hve mikil sérhæfing er í íslensku atvinnulífi,“ segir hollenski hagfræðingurinn Roel Beetsma, sem telur engu að síður nauðsynlegt að Íslendingar stefni af alvöru að því að ganga í Evrópusambandið til þess að geta í framhaldinu tekið upp evru. Kostirnir væru þeir að Ísland myndi losna út úr vítahring verðbólgu og gengisfellingar, sem löngum hefur fylgt íslensku krónunni. Þá myndu viðskipti við útlönd aukast og vextir á húsnæðislánum lækka, svo nokkuð sé nefnt. „En þetta er kannski frekar langtímasjónarmið,“ segir hann. „Þið þurfið náttúrlega fyrst að losna við gjaldeyrishöftin.“ Beetsma er hagfræðiprófessor við Háskólann í Amsterdam. Hann flutti í gær fyrirlestur á ráðstefnu sem Evrópustofa skipulagði í samvinnu við Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Á ráðstefnunni var rætt um krónuna, evruna og höftin, en Beetsma fjallaði meðal annars um þann lærdóm sem Íslendingar geta dregið af kreppunni í Evrópu. Evruríkin hafa þegar dregið margvíslegan lærdóm af kreppunni og eru í óða önn að innleiða ýmiss konar breytingar á fjármálaumhverfi sínu. „Það sem mikilvægast er hér á landi er að finna leið til að koma í veg fyrir að launakostnaður hækki stöðugt,“ segir Beetsma. Hann segir að fyrir kreppuna hafi launakostnaður hækkað mun meira á Íslandi en í öðrum löndum, sem þýddi að Ísland varð tiltölulega ósamkeppnishæft. „Og hvernig leysti Ísland þetta? Lausnin hér fólst í gríðarmiklu gengisfalli, um 50 prósent. En þegar Ísland væri komið inn í Evrópusambandið og inn á evrusvæðið, þá yrði gjaldmiðillinn aðeins einn og þess vegna ekki hægt að fella gengið. Þannig að áður en þið gangið inn þá þurfið þið fyrst að tryggja að markaðir verði orðnir nægilega sveigjanlegir til að geta tekist á við erfið áföll.“ Þetta er að hans mati mikilvægasti lærdómurinn sem Ísland getur dregið af evrukreppunni. Hann segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að aukið atvinnuleysi geti fylgt evrunni. „Ég held að það sé misskilningur. Ef markaðir virka nógu vel þá hefur það engin áhrif á atvinnustig. Sjáðu til, rétt eins og í öðrum löndum þá eru íbúar á Íslandi að eldast. Þannig að í framtíðinni held ég að vandamálið verði frekar skortur á vinnuafli en offramboð.“ Hann segir Íslendinga óhjákvæmilega lenda í blindgötu, ætli þeir sér að halda fast í krónuna. „Að vera með eigin gjaldmiðil í svona litlu landi er eins konar undankomuleið fyrir stjórnmálamenn. Það gerir þeim kleift að sleppa við að taka óvinsælar ákvarðanir. Nauðsynlegar markaðsumbætur eru yfirleitt óvinsælar vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Við höfum séð það í löndum á borð við Grikkland, Frakkland, Ítalíu og Portúgal að þar voru menn fastir í þessum sama vítahring hárrar verðbólgu og stórtækra gengisfellinga áður en þessi lönd gengu í ERM-samstarfið og tóku síðan upp evruna. Menn komu sér hjá því að gera nauðsynlegar umbætur og sátu uppi með lélega samkeppnishæfni. Þannig að til lengri tíma litið tel ég að það yrði blindgata fyrir Íslendinga að halda fast í eigin gjaldmiðil. Hann viðurkennir að umbætur af þessu tagi geti bitnað illa á almenningi, enda sé það einmitt þess vegna sem stjórnmálamenn hika við að ráðast í þær. „Það verða alltaf einhverjir sem verða undir. En ég held að það verði að horfa á efnahagslífið í heild. Ef hægt er að auka hagvöxtinn þá munu flestir hagnast á því, þótt með ólíkum hætti sé. Meiri hagvöxtur skilar sér líka fyrr eða síðar til hinna.“ Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
„Ísland myndi vissulega glata sjálfstjórn í peningamálum, og það út af fyrir sig gæti orðið vandamál vegna þess hve mikil sérhæfing er í íslensku atvinnulífi,“ segir hollenski hagfræðingurinn Roel Beetsma, sem telur engu að síður nauðsynlegt að Íslendingar stefni af alvöru að því að ganga í Evrópusambandið til þess að geta í framhaldinu tekið upp evru. Kostirnir væru þeir að Ísland myndi losna út úr vítahring verðbólgu og gengisfellingar, sem löngum hefur fylgt íslensku krónunni. Þá myndu viðskipti við útlönd aukast og vextir á húsnæðislánum lækka, svo nokkuð sé nefnt. „En þetta er kannski frekar langtímasjónarmið,“ segir hann. „Þið þurfið náttúrlega fyrst að losna við gjaldeyrishöftin.“ Beetsma er hagfræðiprófessor við Háskólann í Amsterdam. Hann flutti í gær fyrirlestur á ráðstefnu sem Evrópustofa skipulagði í samvinnu við Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Á ráðstefnunni var rætt um krónuna, evruna og höftin, en Beetsma fjallaði meðal annars um þann lærdóm sem Íslendingar geta dregið af kreppunni í Evrópu. Evruríkin hafa þegar dregið margvíslegan lærdóm af kreppunni og eru í óða önn að innleiða ýmiss konar breytingar á fjármálaumhverfi sínu. „Það sem mikilvægast er hér á landi er að finna leið til að koma í veg fyrir að launakostnaður hækki stöðugt,“ segir Beetsma. Hann segir að fyrir kreppuna hafi launakostnaður hækkað mun meira á Íslandi en í öðrum löndum, sem þýddi að Ísland varð tiltölulega ósamkeppnishæft. „Og hvernig leysti Ísland þetta? Lausnin hér fólst í gríðarmiklu gengisfalli, um 50 prósent. En þegar Ísland væri komið inn í Evrópusambandið og inn á evrusvæðið, þá yrði gjaldmiðillinn aðeins einn og þess vegna ekki hægt að fella gengið. Þannig að áður en þið gangið inn þá þurfið þið fyrst að tryggja að markaðir verði orðnir nægilega sveigjanlegir til að geta tekist á við erfið áföll.“ Þetta er að hans mati mikilvægasti lærdómurinn sem Ísland getur dregið af evrukreppunni. Hann segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að aukið atvinnuleysi geti fylgt evrunni. „Ég held að það sé misskilningur. Ef markaðir virka nógu vel þá hefur það engin áhrif á atvinnustig. Sjáðu til, rétt eins og í öðrum löndum þá eru íbúar á Íslandi að eldast. Þannig að í framtíðinni held ég að vandamálið verði frekar skortur á vinnuafli en offramboð.“ Hann segir Íslendinga óhjákvæmilega lenda í blindgötu, ætli þeir sér að halda fast í krónuna. „Að vera með eigin gjaldmiðil í svona litlu landi er eins konar undankomuleið fyrir stjórnmálamenn. Það gerir þeim kleift að sleppa við að taka óvinsælar ákvarðanir. Nauðsynlegar markaðsumbætur eru yfirleitt óvinsælar vegna þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Við höfum séð það í löndum á borð við Grikkland, Frakkland, Ítalíu og Portúgal að þar voru menn fastir í þessum sama vítahring hárrar verðbólgu og stórtækra gengisfellinga áður en þessi lönd gengu í ERM-samstarfið og tóku síðan upp evruna. Menn komu sér hjá því að gera nauðsynlegar umbætur og sátu uppi með lélega samkeppnishæfni. Þannig að til lengri tíma litið tel ég að það yrði blindgata fyrir Íslendinga að halda fast í eigin gjaldmiðil. Hann viðurkennir að umbætur af þessu tagi geti bitnað illa á almenningi, enda sé það einmitt þess vegna sem stjórnmálamenn hika við að ráðast í þær. „Það verða alltaf einhverjir sem verða undir. En ég held að það verði að horfa á efnahagslífið í heild. Ef hægt er að auka hagvöxtinn þá munu flestir hagnast á því, þótt með ólíkum hætti sé. Meiri hagvöxtur skilar sér líka fyrr eða síðar til hinna.“
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur