Einvígi Alfreðs og Guðmundar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2014 07:00 Stressdagur. Lokadagur þýsku deildarinnar mun reyna á taugarnar hjá Guðmundi Guðmundssyni, þjálfara Rhein-Neckar Löwen, og Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel. Fréttablaðið/Getty Tveir íslenskir þjálfarar, Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen og Alfreð Gílsason hjá Kiel, keppa í dag um Þýskalandsmeistaratitilinn með lið sín en það er sérstök staða komin upp á lokadegi tímabilsins. Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru jöfn að stigum en Ljónin hafa sjö marka forskot í markatölu. Lærisveinar Guðmundar eru því í betri stöðu í töflunni en á meðan þeir sækja Gummersbach heim þá taka lærisveinar Alfreðs á móti löskuðu liði Dags Sigurðssonar. „Þetta er langt frá því að vera í höfn. Kiel á heimaleik og hefur ákveðið forskot þar. Við erum á erfiðum útivelli á móti erfiðu liði sem hefur verið að ná góðum úrslitum undanfarið,“ segir Guðmundur sem á allt eins von á skrautlegum úrslitum í Kiel. „Við erum búin að sjá úrslit í deildinni í vetur sem eru að mörgu leyti mjög undarleg. Það er allt inni í þessu,“ segir Guðmundur. Vinni Löwen með fjögurra marka mun þá þarf Kiel að vinna með tólf sem dæmi. Guðmundur ætlar að halda stöðunni í Kiel leyndri fyrir sínum leikmönnum. „Leikmennirnir munu ekkert fylgjast með þessu. Einu upplýsingarnar um stöðuna í hinum leiknum berast til mín,“ segir Guðmundur.Leikmenn sem spila með hjartanu Guðmundur er ánægður með liðið sitt á þessu tímabili. „Þetta er vel samsettur og samstilltur hópur. Þetta eru leikmenn sem eru að spila með hjartanu og berjast frá fyrstu til síðustu mínútu,“ segir Guðmundur en meðal leikmanna hans eru landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson. „Alexander er búinn að standa sig mjög vel og er gríðarlega mikilvægur liðinu. Stefán er líka búinn að standa sig mjög vel þótt hann hafi ekki spilað mikið síðustu vikurnar. Stefán spilaði töluvert mikið í einn og hálfan mánuð eftir áramót og gerði það mjög vel. Hann bætir sig á hverjum degi,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson tók við liði Löwen í september 2010 og liðið er nú að bæta sig þriðja árið í röð í stigatöflunni. „Liðið hefur verið í gríðarlegri uppsveiflu. Það gekk vel í fyrra, við náðum í fyrsta Evrópubikarinn og við spiluðum vel. Mér finnst liðið spila enn betur í ár en í fyrra. Lokakaflinn er búinn að vera frábær. Við höfum unnið alla leikina í Bundesligunni eftir áramót,“ segir Guðmundur.Bara helmingslíkur „Fyrsti titillinn kom í fyrra en það er möguleiki að vinna fyrsta Þýskalandstitilinn. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum ef það tekst en það er ekki komið í höfn og verður þrautin þyngri. Við vitum að Gummersbach mun selja sig dýrt á móti okkur. Við munum gera allt sem við getum til að vinna þetta. Það getur allt gerst í hinum leiknum og það getur líka allt gerst hjá okkur. Að mínu mati eigum við bara helmingslíkur á því að vinna,“ segir Guðmundur sem leggur mikla áherslu á það við sína menn að gleyma ekki að taka fyrsta skrefið. Alfreð hefur gert Kiel að Þýskalandsmeisturum undanfarin tvö ár og alls fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Guðmundur á aftur á móti möguleika á því að vera þriðji íslenski þjálfarinn sem vinnur þýsku deildina. „Það er bara gríðarleg viðurkenning fyrir íslenskan handbolta. Það er allavega ljóst að það verður íslenskur þjálfari sem hampar þessum titli hvorum megin sem þetta lendir og allavega tveir leikmenn,“ segir Guðmundur. Leikir Rhein-Neckar Löwen og Kiel hefjast báðir klukkan 14.00 og verða í beinni á sportstöðvum 365; Gummersbach-Rhein-Neckar-Löwen á Stöð 2 Sport og Kiel – Fuchse Berlin á Stöð 2 Sport 3. Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Tveir íslenskir þjálfarar, Guðmundur Guðmundsson hjá Rhein-Neckar Löwen og Alfreð Gílsason hjá Kiel, keppa í dag um Þýskalandsmeistaratitilinn með lið sín en það er sérstök staða komin upp á lokadegi tímabilsins. Rhein-Neckar Löwen og Kiel eru jöfn að stigum en Ljónin hafa sjö marka forskot í markatölu. Lærisveinar Guðmundar eru því í betri stöðu í töflunni en á meðan þeir sækja Gummersbach heim þá taka lærisveinar Alfreðs á móti löskuðu liði Dags Sigurðssonar. „Þetta er langt frá því að vera í höfn. Kiel á heimaleik og hefur ákveðið forskot þar. Við erum á erfiðum útivelli á móti erfiðu liði sem hefur verið að ná góðum úrslitum undanfarið,“ segir Guðmundur sem á allt eins von á skrautlegum úrslitum í Kiel. „Við erum búin að sjá úrslit í deildinni í vetur sem eru að mörgu leyti mjög undarleg. Það er allt inni í þessu,“ segir Guðmundur. Vinni Löwen með fjögurra marka mun þá þarf Kiel að vinna með tólf sem dæmi. Guðmundur ætlar að halda stöðunni í Kiel leyndri fyrir sínum leikmönnum. „Leikmennirnir munu ekkert fylgjast með þessu. Einu upplýsingarnar um stöðuna í hinum leiknum berast til mín,“ segir Guðmundur.Leikmenn sem spila með hjartanu Guðmundur er ánægður með liðið sitt á þessu tímabili. „Þetta er vel samsettur og samstilltur hópur. Þetta eru leikmenn sem eru að spila með hjartanu og berjast frá fyrstu til síðustu mínútu,“ segir Guðmundur en meðal leikmanna hans eru landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Stefán Rafn Sigurmannsson. „Alexander er búinn að standa sig mjög vel og er gríðarlega mikilvægur liðinu. Stefán er líka búinn að standa sig mjög vel þótt hann hafi ekki spilað mikið síðustu vikurnar. Stefán spilaði töluvert mikið í einn og hálfan mánuð eftir áramót og gerði það mjög vel. Hann bætir sig á hverjum degi,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson tók við liði Löwen í september 2010 og liðið er nú að bæta sig þriðja árið í röð í stigatöflunni. „Liðið hefur verið í gríðarlegri uppsveiflu. Það gekk vel í fyrra, við náðum í fyrsta Evrópubikarinn og við spiluðum vel. Mér finnst liðið spila enn betur í ár en í fyrra. Lokakaflinn er búinn að vera frábær. Við höfum unnið alla leikina í Bundesligunni eftir áramót,“ segir Guðmundur.Bara helmingslíkur „Fyrsti titillinn kom í fyrra en það er möguleiki að vinna fyrsta Þýskalandstitilinn. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum ef það tekst en það er ekki komið í höfn og verður þrautin þyngri. Við vitum að Gummersbach mun selja sig dýrt á móti okkur. Við munum gera allt sem við getum til að vinna þetta. Það getur allt gerst í hinum leiknum og það getur líka allt gerst hjá okkur. Að mínu mati eigum við bara helmingslíkur á því að vinna,“ segir Guðmundur sem leggur mikla áherslu á það við sína menn að gleyma ekki að taka fyrsta skrefið. Alfreð hefur gert Kiel að Þýskalandsmeisturum undanfarin tvö ár og alls fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Guðmundur á aftur á móti möguleika á því að vera þriðji íslenski þjálfarinn sem vinnur þýsku deildina. „Það er bara gríðarleg viðurkenning fyrir íslenskan handbolta. Það er allavega ljóst að það verður íslenskur þjálfari sem hampar þessum titli hvorum megin sem þetta lendir og allavega tveir leikmenn,“ segir Guðmundur. Leikir Rhein-Neckar Löwen og Kiel hefjast báðir klukkan 14.00 og verða í beinni á sportstöðvum 365; Gummersbach-Rhein-Neckar-Löwen á Stöð 2 Sport og Kiel – Fuchse Berlin á Stöð 2 Sport 3.
Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira