Telja íslensk fyrirtæki vera of skuldsett Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 00:01 Meirihluti íslenskra fjármálastjóra er bjartsýnn um hagvaxtarhorfur til næstu tveggja ára. Vísir/GVA Meirihluti 300 stærstu fyrirtækja landsins stefnir á fjárfestingar á árinu 2014 eða 77 prósent fyrirtækja. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu könnun ráðgjafasviðs Deloitte á meðal fjármálastjóra stærstu fyrirtækja á Íslandi. Tilgangur könnunarinnar er að sýna viðhorf fjármálastjóra til stöðu fyrirtækja og efnahagsumhverfisins og er ætlun Deloitte að framkvæma hana hálfsárslega. Þrátt fyrir áætlanir um fjárfestingar á þessu ári sýna niðurstöður könnunarinnar að fjármálastjórar gera ekki ráð fyrir aukinni skuldsetningu en 50 prósent fyrirtækja áætla að skuldsetning verði óbreytt en 34 prósent þeirra áætla að draga úr skuldsetningu. Það samræmist áliti fjármálastjóra um að íslensk fyrirtæki séu of skuldsett. Aðspurðir um hagkvæmni fjármögnunarleiða telur meirihluti fjármálastjóra að útgáfa hlutafjár og skuldabréfa sé hagkvæm en að lántaka hjá bönkum sé óhagkvæm. Framboð á lánsfé sé til staðar en það sé dýrt. Þó áætla fjármálastjórarnir ekki útgáfu nýrra skuldabréfa eða hlutabréfa á næstunni. Fyrirtæki virðast samkvæmt könnuninni ætla að leggja áherslu á stækkun með innri vexti á næstu tólf mánuðum, lækkun kostnaðar, minnkun skuldsetningar, aukningu sjóðsstreymis og koma með nýjar vörur. Helmingur svarenda telur að hagnaður íslenskra fyrirtækja muni standa í stað á árinu 2014 í samanburði við síðasta ár en 38 prósent þeirra telja að hagnaður muni aukast. Þeir gera ekki ráð fyrir að auka áhættu í efnahagsreikningum fyrirtækja á þessu ári. Meirihluti fjármálastjóranna er bjartsýnn um hagvaxtarhorfur á Íslandi til næstu tveggja ára en stór hluti telur að hagvöxtur muni standa í stað. Spurt var um mat fjármálastjóra á Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands og töldu 63 prósent þeirra að vísitalan myndi hækka nokkuð á árinu. Aðspurðir um stýrivexti Seðlabanka Íslands telur yfirgnæfandi meirihluti þeirra stýrivextina of háa. Af þeim fjármálastjórum sem svöruðu könnuninni eru 30 prósent í smá- eða heildsölu, 18 prósent í þjónustu eða ráðgjöf og 11 prósent í banka-, fjármála-, trygginga- eða byggingarstarfsemi. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Meirihluti 300 stærstu fyrirtækja landsins stefnir á fjárfestingar á árinu 2014 eða 77 prósent fyrirtækja. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu könnun ráðgjafasviðs Deloitte á meðal fjármálastjóra stærstu fyrirtækja á Íslandi. Tilgangur könnunarinnar er að sýna viðhorf fjármálastjóra til stöðu fyrirtækja og efnahagsumhverfisins og er ætlun Deloitte að framkvæma hana hálfsárslega. Þrátt fyrir áætlanir um fjárfestingar á þessu ári sýna niðurstöður könnunarinnar að fjármálastjórar gera ekki ráð fyrir aukinni skuldsetningu en 50 prósent fyrirtækja áætla að skuldsetning verði óbreytt en 34 prósent þeirra áætla að draga úr skuldsetningu. Það samræmist áliti fjármálastjóra um að íslensk fyrirtæki séu of skuldsett. Aðspurðir um hagkvæmni fjármögnunarleiða telur meirihluti fjármálastjóra að útgáfa hlutafjár og skuldabréfa sé hagkvæm en að lántaka hjá bönkum sé óhagkvæm. Framboð á lánsfé sé til staðar en það sé dýrt. Þó áætla fjármálastjórarnir ekki útgáfu nýrra skuldabréfa eða hlutabréfa á næstunni. Fyrirtæki virðast samkvæmt könnuninni ætla að leggja áherslu á stækkun með innri vexti á næstu tólf mánuðum, lækkun kostnaðar, minnkun skuldsetningar, aukningu sjóðsstreymis og koma með nýjar vörur. Helmingur svarenda telur að hagnaður íslenskra fyrirtækja muni standa í stað á árinu 2014 í samanburði við síðasta ár en 38 prósent þeirra telja að hagnaður muni aukast. Þeir gera ekki ráð fyrir að auka áhættu í efnahagsreikningum fyrirtækja á þessu ári. Meirihluti fjármálastjóranna er bjartsýnn um hagvaxtarhorfur á Íslandi til næstu tveggja ára en stór hluti telur að hagvöxtur muni standa í stað. Spurt var um mat fjármálastjóra á Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands og töldu 63 prósent þeirra að vísitalan myndi hækka nokkuð á árinu. Aðspurðir um stýrivexti Seðlabanka Íslands telur yfirgnæfandi meirihluti þeirra stýrivextina of háa. Af þeim fjármálastjórum sem svöruðu könnuninni eru 30 prósent í smá- eða heildsölu, 18 prósent í þjónustu eða ráðgjöf og 11 prósent í banka-, fjármála-, trygginga- eða byggingarstarfsemi.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun