Framleiðendum hyglað á kostnað innflytjenda Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 09:00 Lífræna mjólkin er meðal annars notuð til framleiðslu á hvítmygluosti. Vísir/Getty Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ ehf. sem óskaði eftir úthlutuninni vegna framleiðslu þess á hvítmygluostinum Glaðningi. Ástæða beiðninnar var skortur á innlendri lífrænni mjólk. Félag atvinnurekenda (FA) segir úthlutunina sýna ákveðið misræmi í framkvæmd tollkvótaúthlutunar, og veita vísbendingu um að í mörgum tilvikum sé verið að veita innlendum framleiðendum aðra meðferð en smá- og heildsölum þegar kemur að tollkvótum. Þannig óskuðu Hagar eftir opnum tollkvóta á sérostum og lífrænum kjúklingi í febrúar síðastliðnum, með þeim rökstuðningi að skortur væri á þeim tegundum en fengu synjun frá ráðuneytinu. Hagar hafa síðan stefnt ríkinu vegna þessarar synjunar. FA segir að í þessu tilviki sé fallist á kröfu innlends framleiðanda um að flytja inn erlent hráefni en á sama tíma hafnað kröfu heildsöluaðila um að flytja inn erlenda vöru, þrátt fyrir að í báðum tilfellum sé um skort að ræða. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA.Björg Ásta ÞórðardóttirÓlafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að ekki sé hér um sambærileg mál að ræða. Kvóti sé ekki gefinn út á mjólk almennt en það sé gert á kjúkling. „Menn geta svo óskað eftir tollkvóta fyrir kjúkling, hvort sem þeir ætla sér að flytja inn heilan kjúkling, vængi eða bringur eða lífrænan kjúkling,“ segir Ólafur. Björg Ásta segir þessa röksemd ekki standast skoðun. Ekki sé um skort á venjulegu vörunum að ræða heldur sé í báðum tilvikum raunverulegur skortur á lífrænu vörunum. Hún segir þessa stjórnsýsluframkvæmd hafa neikvæð áhrif á samkeppni hér á þessu sviði þar sem jafnræðis sé ekki gætt. Enn fremur útiloki þetta að neytendur geti notið til fulls þess réttar sem lög tryggja þeim og búi þeir þar af leiðandi við verra vöruúrval og hærra verð. „Lögin gera engan greinarmun á því þegar það er skortur á mjólk eða skortur á kjúklingi. Hlutverk ráðherra er einfaldlega að bregðast við skorti á ákveðnum matvælum. Það er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni hvaða matvæli eru valin eða fyrir hvern. Reglan er hlutbundin og beiting hennar á að vera málefnaleg,“ segir Björg Ásta. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ ehf. sem óskaði eftir úthlutuninni vegna framleiðslu þess á hvítmygluostinum Glaðningi. Ástæða beiðninnar var skortur á innlendri lífrænni mjólk. Félag atvinnurekenda (FA) segir úthlutunina sýna ákveðið misræmi í framkvæmd tollkvótaúthlutunar, og veita vísbendingu um að í mörgum tilvikum sé verið að veita innlendum framleiðendum aðra meðferð en smá- og heildsölum þegar kemur að tollkvótum. Þannig óskuðu Hagar eftir opnum tollkvóta á sérostum og lífrænum kjúklingi í febrúar síðastliðnum, með þeim rökstuðningi að skortur væri á þeim tegundum en fengu synjun frá ráðuneytinu. Hagar hafa síðan stefnt ríkinu vegna þessarar synjunar. FA segir að í þessu tilviki sé fallist á kröfu innlends framleiðanda um að flytja inn erlent hráefni en á sama tíma hafnað kröfu heildsöluaðila um að flytja inn erlenda vöru, þrátt fyrir að í báðum tilfellum sé um skort að ræða. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA.Björg Ásta ÞórðardóttirÓlafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að ekki sé hér um sambærileg mál að ræða. Kvóti sé ekki gefinn út á mjólk almennt en það sé gert á kjúkling. „Menn geta svo óskað eftir tollkvóta fyrir kjúkling, hvort sem þeir ætla sér að flytja inn heilan kjúkling, vængi eða bringur eða lífrænan kjúkling,“ segir Ólafur. Björg Ásta segir þessa röksemd ekki standast skoðun. Ekki sé um skort á venjulegu vörunum að ræða heldur sé í báðum tilvikum raunverulegur skortur á lífrænu vörunum. Hún segir þessa stjórnsýsluframkvæmd hafa neikvæð áhrif á samkeppni hér á þessu sviði þar sem jafnræðis sé ekki gætt. Enn fremur útiloki þetta að neytendur geti notið til fulls þess réttar sem lög tryggja þeim og búi þeir þar af leiðandi við verra vöruúrval og hærra verð. „Lögin gera engan greinarmun á því þegar það er skortur á mjólk eða skortur á kjúklingi. Hlutverk ráðherra er einfaldlega að bregðast við skorti á ákveðnum matvælum. Það er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni hvaða matvæli eru valin eða fyrir hvern. Reglan er hlutbundin og beiting hennar á að vera málefnaleg,“ segir Björg Ásta.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira