Framleiðendum hyglað á kostnað innflytjenda Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 09:00 Lífræna mjólkin er meðal annars notuð til framleiðslu á hvítmygluosti. Vísir/Getty Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ ehf. sem óskaði eftir úthlutuninni vegna framleiðslu þess á hvítmygluostinum Glaðningi. Ástæða beiðninnar var skortur á innlendri lífrænni mjólk. Félag atvinnurekenda (FA) segir úthlutunina sýna ákveðið misræmi í framkvæmd tollkvótaúthlutunar, og veita vísbendingu um að í mörgum tilvikum sé verið að veita innlendum framleiðendum aðra meðferð en smá- og heildsölum þegar kemur að tollkvótum. Þannig óskuðu Hagar eftir opnum tollkvóta á sérostum og lífrænum kjúklingi í febrúar síðastliðnum, með þeim rökstuðningi að skortur væri á þeim tegundum en fengu synjun frá ráðuneytinu. Hagar hafa síðan stefnt ríkinu vegna þessarar synjunar. FA segir að í þessu tilviki sé fallist á kröfu innlends framleiðanda um að flytja inn erlent hráefni en á sama tíma hafnað kröfu heildsöluaðila um að flytja inn erlenda vöru, þrátt fyrir að í báðum tilfellum sé um skort að ræða. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA.Björg Ásta ÞórðardóttirÓlafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að ekki sé hér um sambærileg mál að ræða. Kvóti sé ekki gefinn út á mjólk almennt en það sé gert á kjúkling. „Menn geta svo óskað eftir tollkvóta fyrir kjúkling, hvort sem þeir ætla sér að flytja inn heilan kjúkling, vængi eða bringur eða lífrænan kjúkling,“ segir Ólafur. Björg Ásta segir þessa röksemd ekki standast skoðun. Ekki sé um skort á venjulegu vörunum að ræða heldur sé í báðum tilvikum raunverulegur skortur á lífrænu vörunum. Hún segir þessa stjórnsýsluframkvæmd hafa neikvæð áhrif á samkeppni hér á þessu sviði þar sem jafnræðis sé ekki gætt. Enn fremur útiloki þetta að neytendur geti notið til fulls þess réttar sem lög tryggja þeim og búi þeir þar af leiðandi við verra vöruúrval og hærra verð. „Lögin gera engan greinarmun á því þegar það er skortur á mjólk eða skortur á kjúklingi. Hlutverk ráðherra er einfaldlega að bregðast við skorti á ákveðnum matvælum. Það er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni hvaða matvæli eru valin eða fyrir hvern. Reglan er hlutbundin og beiting hennar á að vera málefnaleg,“ segir Björg Ásta. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út opinn tollkvóta á lífrænni mjólk að beiðni Mjólkurbúsins KÚ ehf. sem óskaði eftir úthlutuninni vegna framleiðslu þess á hvítmygluostinum Glaðningi. Ástæða beiðninnar var skortur á innlendri lífrænni mjólk. Félag atvinnurekenda (FA) segir úthlutunina sýna ákveðið misræmi í framkvæmd tollkvótaúthlutunar, og veita vísbendingu um að í mörgum tilvikum sé verið að veita innlendum framleiðendum aðra meðferð en smá- og heildsölum þegar kemur að tollkvótum. Þannig óskuðu Hagar eftir opnum tollkvóta á sérostum og lífrænum kjúklingi í febrúar síðastliðnum, með þeim rökstuðningi að skortur væri á þeim tegundum en fengu synjun frá ráðuneytinu. Hagar hafa síðan stefnt ríkinu vegna þessarar synjunar. FA segir að í þessu tilviki sé fallist á kröfu innlends framleiðanda um að flytja inn erlent hráefni en á sama tíma hafnað kröfu heildsöluaðila um að flytja inn erlenda vöru, þrátt fyrir að í báðum tilfellum sé um skort að ræða. „Það er aldrei traustvekjandi þegar tvö sambærileg mál fá ósambærilega meðferð. Í öðru tilfellinu er brugðist við skorti með því að opna fyrir innflutning en í hinu er neytendum gefið langt nef og þeim sagt að borða eitthvað annað og þá helst eitthvað íslenskt,“ segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA.Björg Ásta ÞórðardóttirÓlafur Friðriksson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að ekki sé hér um sambærileg mál að ræða. Kvóti sé ekki gefinn út á mjólk almennt en það sé gert á kjúkling. „Menn geta svo óskað eftir tollkvóta fyrir kjúkling, hvort sem þeir ætla sér að flytja inn heilan kjúkling, vængi eða bringur eða lífrænan kjúkling,“ segir Ólafur. Björg Ásta segir þessa röksemd ekki standast skoðun. Ekki sé um skort á venjulegu vörunum að ræða heldur sé í báðum tilvikum raunverulegur skortur á lífrænu vörunum. Hún segir þessa stjórnsýsluframkvæmd hafa neikvæð áhrif á samkeppni hér á þessu sviði þar sem jafnræðis sé ekki gætt. Enn fremur útiloki þetta að neytendur geti notið til fulls þess réttar sem lög tryggja þeim og búi þeir þar af leiðandi við verra vöruúrval og hærra verð. „Lögin gera engan greinarmun á því þegar það er skortur á mjólk eða skortur á kjúklingi. Hlutverk ráðherra er einfaldlega að bregðast við skorti á ákveðnum matvælum. Það er ekki geðþóttaákvörðun hverju sinni hvaða matvæli eru valin eða fyrir hvern. Reglan er hlutbundin og beiting hennar á að vera málefnaleg,“ segir Björg Ásta.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun