Viðskipti innlent

Hækka fjárhæðarmörkin á séreignasparnaði

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Steingrímur J. Sigfússon segir meirihlutann auka umfang aðgerðanna með tilheyrandi kostnaði.	fréttablaðið/daníel
Steingrímur J. Sigfússon segir meirihlutann auka umfang aðgerðanna með tilheyrandi kostnaði. fréttablaðið/daníel vísir/daníel
Hámark heimildar hjá hjónum og einstaklingum sem uppfylla skilyrði til samsköttunar hækkar um 250 þúsund samkvæmt breytingartillögu frá meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar við frumvarp til laga um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána.

Samkvæmt tillögunni yrði heimildin að hámarki samanlagt 750 þúsund á almanaksári fyrir sambúðarfólk í stað 500 þúsund króna.

Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi tillöguna á þingi í gær. „Aðgerðirnar nýtast þá í enn ríkara mæli tekjuhæsta fólkinu með meiri skattaeftirgjöf og eykur enn kostnað ríkis og sveitarfélaga, sendir stærri reikning inn í framtíðina," sagði Steingrímur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×