Versluðum fyrir 3 milljarða á erlendum netsíðum Haraldur Guðmundsson skrifar 2. maí 2014 07:30 Íslenskar netverslanir seldu vörur fyrir 1,4 milljarða á síðasta ári. Visir/Pjetur Íslendingar keyptu vörur á erlendum netsíðum fyrir tæpa þrjá milljarða króna á síðasta ári. Velta netverslunar hérlendis nam þá rúmum 1,4 milljarði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um umfang netverslunar. Í svari ráðherra segir að netverslun á erlendum netsíðum með rafrænar vörur og þjónustu, svo sem hugbúnað, tónlist og rafbækur, hafi numið rúmum 457 milljónum króna á árinu 2013. Verslun með áþreifanlegar vörur eins og fatnað, húsgögn og snyrtivörur, nam rúmum 2,5 milljörðum. Í þeirri upphæð er einnig innflutningur vegna annars konar verslunar, svo sem þegar vinir eða ættingjar erlendis senda vörur til landsins sem ekki falla undir gjafasendingar. „Innflutningur einstaklinga gegnum póstverslun er þó að langstærstum hluta vörur sem keyptar eru í netverslun,“ segir í svari ráðherra.Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir samtökin telja að netverslun Íslendinga erlendis sé meiri en opinberar tölur gefi til kynna. „Það eru ýmsar leiðir til að komast fram hjá þeim og þess vegna er niðurfelling vörugjalda mikilvæg því við viljum fá verslunina heim,“ segir Margrét. Hún segir skýrslu SVÞ frá árinu 2012 um vörugjöld hér á landi sýna mikilvægi þess að gjöldin verði felld niður. „Þú kemur aldrei í veg fyrir netverslun en þú hvetur til meiri verslunar hérlendis með því að fella vörugjöldin og önnur gjöld niður. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún sé að vinna að niðurfellingu flestra vörugjalda og við fögnum því. Svo er verið að boða breytingar á virðisaukaskattskerfinu og það hjálpar einnig til,“ segir Margrét. „Við höfum einnig bent á að kannanir um verslun Íslendinga erlendis, fyrir utan netverslunina, sýna að 40 prósent af verslun með barnaföt á sér stað erlendis,“ segir Margrét.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir athyglivert hversu lítil veltan hjá íslenskum netverslunum sé. „Þetta er ekki nema um 0,4 prósent af heildarveltu smásöluverslunar á Íslandi á síðasta ári. Annars staðar er talað um að þessi netverslun sé um sex prósent af heildarveltunni. Þannig að þetta er mikið minna hér á landi en fólk er auðvitað að horfa á verðið og íslenskar netverslanir geta oft ekki keppt við verð annars staðar,“ segir Emil. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Íslendingar keyptu vörur á erlendum netsíðum fyrir tæpa þrjá milljarða króna á síðasta ári. Velta netverslunar hérlendis nam þá rúmum 1,4 milljarði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um umfang netverslunar. Í svari ráðherra segir að netverslun á erlendum netsíðum með rafrænar vörur og þjónustu, svo sem hugbúnað, tónlist og rafbækur, hafi numið rúmum 457 milljónum króna á árinu 2013. Verslun með áþreifanlegar vörur eins og fatnað, húsgögn og snyrtivörur, nam rúmum 2,5 milljörðum. Í þeirri upphæð er einnig innflutningur vegna annars konar verslunar, svo sem þegar vinir eða ættingjar erlendis senda vörur til landsins sem ekki falla undir gjafasendingar. „Innflutningur einstaklinga gegnum póstverslun er þó að langstærstum hluta vörur sem keyptar eru í netverslun,“ segir í svari ráðherra.Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir samtökin telja að netverslun Íslendinga erlendis sé meiri en opinberar tölur gefi til kynna. „Það eru ýmsar leiðir til að komast fram hjá þeim og þess vegna er niðurfelling vörugjalda mikilvæg því við viljum fá verslunina heim,“ segir Margrét. Hún segir skýrslu SVÞ frá árinu 2012 um vörugjöld hér á landi sýna mikilvægi þess að gjöldin verði felld niður. „Þú kemur aldrei í veg fyrir netverslun en þú hvetur til meiri verslunar hérlendis með því að fella vörugjöldin og önnur gjöld niður. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún sé að vinna að niðurfellingu flestra vörugjalda og við fögnum því. Svo er verið að boða breytingar á virðisaukaskattskerfinu og það hjálpar einnig til,“ segir Margrét. „Við höfum einnig bent á að kannanir um verslun Íslendinga erlendis, fyrir utan netverslunina, sýna að 40 prósent af verslun með barnaföt á sér stað erlendis,“ segir Margrét.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir athyglivert hversu lítil veltan hjá íslenskum netverslunum sé. „Þetta er ekki nema um 0,4 prósent af heildarveltu smásöluverslunar á Íslandi á síðasta ári. Annars staðar er talað um að þessi netverslun sé um sex prósent af heildarveltunni. Þannig að þetta er mikið minna hér á landi en fólk er auðvitað að horfa á verðið og íslenskar netverslanir geta oft ekki keppt við verð annars staðar,“ segir Emil.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun