Versluðum fyrir 3 milljarða á erlendum netsíðum Haraldur Guðmundsson skrifar 2. maí 2014 07:30 Íslenskar netverslanir seldu vörur fyrir 1,4 milljarða á síðasta ári. Visir/Pjetur Íslendingar keyptu vörur á erlendum netsíðum fyrir tæpa þrjá milljarða króna á síðasta ári. Velta netverslunar hérlendis nam þá rúmum 1,4 milljarði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um umfang netverslunar. Í svari ráðherra segir að netverslun á erlendum netsíðum með rafrænar vörur og þjónustu, svo sem hugbúnað, tónlist og rafbækur, hafi numið rúmum 457 milljónum króna á árinu 2013. Verslun með áþreifanlegar vörur eins og fatnað, húsgögn og snyrtivörur, nam rúmum 2,5 milljörðum. Í þeirri upphæð er einnig innflutningur vegna annars konar verslunar, svo sem þegar vinir eða ættingjar erlendis senda vörur til landsins sem ekki falla undir gjafasendingar. „Innflutningur einstaklinga gegnum póstverslun er þó að langstærstum hluta vörur sem keyptar eru í netverslun,“ segir í svari ráðherra.Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir samtökin telja að netverslun Íslendinga erlendis sé meiri en opinberar tölur gefi til kynna. „Það eru ýmsar leiðir til að komast fram hjá þeim og þess vegna er niðurfelling vörugjalda mikilvæg því við viljum fá verslunina heim,“ segir Margrét. Hún segir skýrslu SVÞ frá árinu 2012 um vörugjöld hér á landi sýna mikilvægi þess að gjöldin verði felld niður. „Þú kemur aldrei í veg fyrir netverslun en þú hvetur til meiri verslunar hérlendis með því að fella vörugjöldin og önnur gjöld niður. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún sé að vinna að niðurfellingu flestra vörugjalda og við fögnum því. Svo er verið að boða breytingar á virðisaukaskattskerfinu og það hjálpar einnig til,“ segir Margrét. „Við höfum einnig bent á að kannanir um verslun Íslendinga erlendis, fyrir utan netverslunina, sýna að 40 prósent af verslun með barnaföt á sér stað erlendis,“ segir Margrét.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir athyglivert hversu lítil veltan hjá íslenskum netverslunum sé. „Þetta er ekki nema um 0,4 prósent af heildarveltu smásöluverslunar á Íslandi á síðasta ári. Annars staðar er talað um að þessi netverslun sé um sex prósent af heildarveltunni. Þannig að þetta er mikið minna hér á landi en fólk er auðvitað að horfa á verðið og íslenskar netverslanir geta oft ekki keppt við verð annars staðar,“ segir Emil. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Íslendingar keyptu vörur á erlendum netsíðum fyrir tæpa þrjá milljarða króna á síðasta ári. Velta netverslunar hérlendis nam þá rúmum 1,4 milljarði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um umfang netverslunar. Í svari ráðherra segir að netverslun á erlendum netsíðum með rafrænar vörur og þjónustu, svo sem hugbúnað, tónlist og rafbækur, hafi numið rúmum 457 milljónum króna á árinu 2013. Verslun með áþreifanlegar vörur eins og fatnað, húsgögn og snyrtivörur, nam rúmum 2,5 milljörðum. Í þeirri upphæð er einnig innflutningur vegna annars konar verslunar, svo sem þegar vinir eða ættingjar erlendis senda vörur til landsins sem ekki falla undir gjafasendingar. „Innflutningur einstaklinga gegnum póstverslun er þó að langstærstum hluta vörur sem keyptar eru í netverslun,“ segir í svari ráðherra.Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir samtökin telja að netverslun Íslendinga erlendis sé meiri en opinberar tölur gefi til kynna. „Það eru ýmsar leiðir til að komast fram hjá þeim og þess vegna er niðurfelling vörugjalda mikilvæg því við viljum fá verslunina heim,“ segir Margrét. Hún segir skýrslu SVÞ frá árinu 2012 um vörugjöld hér á landi sýna mikilvægi þess að gjöldin verði felld niður. „Þú kemur aldrei í veg fyrir netverslun en þú hvetur til meiri verslunar hérlendis með því að fella vörugjöldin og önnur gjöld niður. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún sé að vinna að niðurfellingu flestra vörugjalda og við fögnum því. Svo er verið að boða breytingar á virðisaukaskattskerfinu og það hjálpar einnig til,“ segir Margrét. „Við höfum einnig bent á að kannanir um verslun Íslendinga erlendis, fyrir utan netverslunina, sýna að 40 prósent af verslun með barnaföt á sér stað erlendis,“ segir Margrét.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir athyglivert hversu lítil veltan hjá íslenskum netverslunum sé. „Þetta er ekki nema um 0,4 prósent af heildarveltu smásöluverslunar á Íslandi á síðasta ári. Annars staðar er talað um að þessi netverslun sé um sex prósent af heildarveltunni. Þannig að þetta er mikið minna hér á landi en fólk er auðvitað að horfa á verðið og íslenskar netverslanir geta oft ekki keppt við verð annars staðar,“ segir Emil.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira