Versluðum fyrir 3 milljarða á erlendum netsíðum Haraldur Guðmundsson skrifar 2. maí 2014 07:30 Íslenskar netverslanir seldu vörur fyrir 1,4 milljarða á síðasta ári. Visir/Pjetur Íslendingar keyptu vörur á erlendum netsíðum fyrir tæpa þrjá milljarða króna á síðasta ári. Velta netverslunar hérlendis nam þá rúmum 1,4 milljarði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um umfang netverslunar. Í svari ráðherra segir að netverslun á erlendum netsíðum með rafrænar vörur og þjónustu, svo sem hugbúnað, tónlist og rafbækur, hafi numið rúmum 457 milljónum króna á árinu 2013. Verslun með áþreifanlegar vörur eins og fatnað, húsgögn og snyrtivörur, nam rúmum 2,5 milljörðum. Í þeirri upphæð er einnig innflutningur vegna annars konar verslunar, svo sem þegar vinir eða ættingjar erlendis senda vörur til landsins sem ekki falla undir gjafasendingar. „Innflutningur einstaklinga gegnum póstverslun er þó að langstærstum hluta vörur sem keyptar eru í netverslun,“ segir í svari ráðherra.Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir samtökin telja að netverslun Íslendinga erlendis sé meiri en opinberar tölur gefi til kynna. „Það eru ýmsar leiðir til að komast fram hjá þeim og þess vegna er niðurfelling vörugjalda mikilvæg því við viljum fá verslunina heim,“ segir Margrét. Hún segir skýrslu SVÞ frá árinu 2012 um vörugjöld hér á landi sýna mikilvægi þess að gjöldin verði felld niður. „Þú kemur aldrei í veg fyrir netverslun en þú hvetur til meiri verslunar hérlendis með því að fella vörugjöldin og önnur gjöld niður. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún sé að vinna að niðurfellingu flestra vörugjalda og við fögnum því. Svo er verið að boða breytingar á virðisaukaskattskerfinu og það hjálpar einnig til,“ segir Margrét. „Við höfum einnig bent á að kannanir um verslun Íslendinga erlendis, fyrir utan netverslunina, sýna að 40 prósent af verslun með barnaföt á sér stað erlendis,“ segir Margrét.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir athyglivert hversu lítil veltan hjá íslenskum netverslunum sé. „Þetta er ekki nema um 0,4 prósent af heildarveltu smásöluverslunar á Íslandi á síðasta ári. Annars staðar er talað um að þessi netverslun sé um sex prósent af heildarveltunni. Þannig að þetta er mikið minna hér á landi en fólk er auðvitað að horfa á verðið og íslenskar netverslanir geta oft ekki keppt við verð annars staðar,“ segir Emil. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Íslendingar keyptu vörur á erlendum netsíðum fyrir tæpa þrjá milljarða króna á síðasta ári. Velta netverslunar hérlendis nam þá rúmum 1,4 milljarði króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um umfang netverslunar. Í svari ráðherra segir að netverslun á erlendum netsíðum með rafrænar vörur og þjónustu, svo sem hugbúnað, tónlist og rafbækur, hafi numið rúmum 457 milljónum króna á árinu 2013. Verslun með áþreifanlegar vörur eins og fatnað, húsgögn og snyrtivörur, nam rúmum 2,5 milljörðum. Í þeirri upphæð er einnig innflutningur vegna annars konar verslunar, svo sem þegar vinir eða ættingjar erlendis senda vörur til landsins sem ekki falla undir gjafasendingar. „Innflutningur einstaklinga gegnum póstverslun er þó að langstærstum hluta vörur sem keyptar eru í netverslun,“ segir í svari ráðherra.Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir samtökin telja að netverslun Íslendinga erlendis sé meiri en opinberar tölur gefi til kynna. „Það eru ýmsar leiðir til að komast fram hjá þeim og þess vegna er niðurfelling vörugjalda mikilvæg því við viljum fá verslunina heim,“ segir Margrét. Hún segir skýrslu SVÞ frá árinu 2012 um vörugjöld hér á landi sýna mikilvægi þess að gjöldin verði felld niður. „Þú kemur aldrei í veg fyrir netverslun en þú hvetur til meiri verslunar hérlendis með því að fella vörugjöldin og önnur gjöld niður. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún sé að vinna að niðurfellingu flestra vörugjalda og við fögnum því. Svo er verið að boða breytingar á virðisaukaskattskerfinu og það hjálpar einnig til,“ segir Margrét. „Við höfum einnig bent á að kannanir um verslun Íslendinga erlendis, fyrir utan netverslunina, sýna að 40 prósent af verslun með barnaföt á sér stað erlendis,“ segir Margrét.Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, segir athyglivert hversu lítil veltan hjá íslenskum netverslunum sé. „Þetta er ekki nema um 0,4 prósent af heildarveltu smásöluverslunar á Íslandi á síðasta ári. Annars staðar er talað um að þessi netverslun sé um sex prósent af heildarveltunni. Þannig að þetta er mikið minna hér á landi en fólk er auðvitað að horfa á verðið og íslenskar netverslanir geta oft ekki keppt við verð annars staðar,“ segir Emil.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira