Bæjarstjóri gagnrýnir óvissu um niðurrif háspennulína Haraldur Guðmundsson skrifar 1. maí 2014 07:15 Háspennulínur Landsnets gnæfa yfir Vallahverfið í Hafnarfirði. Vísir/GVA „Landsnet hefur með umsögninni að nýju skapað óvissu um hvenær háspennulínurnar verða teknar niður,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um umsögn Landsnets um tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Í umsögninni ítrekar fyrirtækið að háspennulínur sem liggja að Hamranesi við Vallahverfið í Hafnarfirði verði ekki fjarlægðar nema að fyrirvarar um aukna orkuflutninga um svæðið verði uppfylltir. Fyrirvarana má finna í samkomulagi Landsnets og bæjaryfirvalda frá 2009. „Þetta er mjög undarleg yfirlýsing því við gerðum viðauka við samkomulagið árið 2012 sem við töldum tryggja færslu allra þessara háspennulína. Samkvæmt viðaukanum átti að byrja niðurrif vorið 2016 og línurnar áttu að vera farnar 2020,“ segir Guðrún. Hún segir að bæjaryfirvöld muni óska eftir fundi með fyrirtækinu vegna málsins.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir enn stefnt að niðurrifi fyrir lok árs 2020. „Samkomulagið frá 2009 er óbreytt og í fullu gildi. Við erum bara að benda á þessa fyrirvara um að ef það verða meiriháttar forsendubreytingar, á þann veg að það þurfi ekki að flytja jafn mikla orku um svæðið og fara í framkvæmdir við fyrirhugaða Suðvesturlínu, þá megi endurskoða þessar framkvæmdir,“ segir Guðmundur.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir málið í hnút og að bæjaryfirvöld og Landsnet hafi túlkað viðauka samningsins á ólíkan hátt. „Það er ljóst samkvæmt þessum athugasemdum Landsnets að viðaukinn sem gerður var við upprunalega samninginn hefur alls ekki styrkt stöðu bæjarins. Upprunalegi samningurinn var með þeim fyrirvara að forsenda niðurrifs væri að uppbygging orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum yrði að veruleika. Landsnet er nú að ítreka þá fyrirvara,“ segir Rósa. Landsnet segir einnig í umsögninni að Hafnarfjarðarbær þurfi að bera kostnað sem fylgir því að leggja í jörðu háspennulínur sem fara í gegnum land bæjarins að tengivirki fyrirtækisins í Hamranesi. Kostnaður við framkvæmdirnar hlypi á hundruðum milljóna króna. „Það breytir því ekki að Landsnet ber ábyrgð á að byggja upp raflínur fyrir íbúa þessa lands. Sveitarfélagið vill þessa strengi í jörðu og við vekjum athygli á því að það er sveitarfélagið sem gefur framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum og Landsnet er á sama tíma að reyna að koma hér upp raflínum til Suðurnesja í gegnum sveitarfélagið,“ segir Guðrún.Háspennulínurnar trufla VallabúaPétur Pétursson, íbúi í Vallahverfinu, gagnrýndi samning Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, sem gefur fyrirtækinu frest til 2016 til að hefja niðurrifið, á íbúafundi í bænum í júní á síðasta ári. „Ég benti á að línurnar skerða lífsgæði íbúa og þá erum við ekki að tala eingöngu um sjónmengun. Það er stanslaus niður frá tengivirkinu og þegar það er raki eða rigning magnast suð frá línunum,“ segir Pétur. „Það eru fleiri byrjaðir að setja sig inn í málið og ég heyrði um daginn að það ætti að ganga undirskriftalisti um hverfið þar sem þessum línum yrði mótmælt.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Landsnet hefur með umsögninni að nýju skapað óvissu um hvenær háspennulínurnar verða teknar niður,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um umsögn Landsnets um tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Í umsögninni ítrekar fyrirtækið að háspennulínur sem liggja að Hamranesi við Vallahverfið í Hafnarfirði verði ekki fjarlægðar nema að fyrirvarar um aukna orkuflutninga um svæðið verði uppfylltir. Fyrirvarana má finna í samkomulagi Landsnets og bæjaryfirvalda frá 2009. „Þetta er mjög undarleg yfirlýsing því við gerðum viðauka við samkomulagið árið 2012 sem við töldum tryggja færslu allra þessara háspennulína. Samkvæmt viðaukanum átti að byrja niðurrif vorið 2016 og línurnar áttu að vera farnar 2020,“ segir Guðrún. Hún segir að bæjaryfirvöld muni óska eftir fundi með fyrirtækinu vegna málsins.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir enn stefnt að niðurrifi fyrir lok árs 2020. „Samkomulagið frá 2009 er óbreytt og í fullu gildi. Við erum bara að benda á þessa fyrirvara um að ef það verða meiriháttar forsendubreytingar, á þann veg að það þurfi ekki að flytja jafn mikla orku um svæðið og fara í framkvæmdir við fyrirhugaða Suðvesturlínu, þá megi endurskoða þessar framkvæmdir,“ segir Guðmundur.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir málið í hnút og að bæjaryfirvöld og Landsnet hafi túlkað viðauka samningsins á ólíkan hátt. „Það er ljóst samkvæmt þessum athugasemdum Landsnets að viðaukinn sem gerður var við upprunalega samninginn hefur alls ekki styrkt stöðu bæjarins. Upprunalegi samningurinn var með þeim fyrirvara að forsenda niðurrifs væri að uppbygging orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum yrði að veruleika. Landsnet er nú að ítreka þá fyrirvara,“ segir Rósa. Landsnet segir einnig í umsögninni að Hafnarfjarðarbær þurfi að bera kostnað sem fylgir því að leggja í jörðu háspennulínur sem fara í gegnum land bæjarins að tengivirki fyrirtækisins í Hamranesi. Kostnaður við framkvæmdirnar hlypi á hundruðum milljóna króna. „Það breytir því ekki að Landsnet ber ábyrgð á að byggja upp raflínur fyrir íbúa þessa lands. Sveitarfélagið vill þessa strengi í jörðu og við vekjum athygli á því að það er sveitarfélagið sem gefur framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum og Landsnet er á sama tíma að reyna að koma hér upp raflínum til Suðurnesja í gegnum sveitarfélagið,“ segir Guðrún.Háspennulínurnar trufla VallabúaPétur Pétursson, íbúi í Vallahverfinu, gagnrýndi samning Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, sem gefur fyrirtækinu frest til 2016 til að hefja niðurrifið, á íbúafundi í bænum í júní á síðasta ári. „Ég benti á að línurnar skerða lífsgæði íbúa og þá erum við ekki að tala eingöngu um sjónmengun. Það er stanslaus niður frá tengivirkinu og þegar það er raki eða rigning magnast suð frá línunum,“ segir Pétur. „Það eru fleiri byrjaðir að setja sig inn í málið og ég heyrði um daginn að það ætti að ganga undirskriftalisti um hverfið þar sem þessum línum yrði mótmælt.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira