Bæjarstjóri gagnrýnir óvissu um niðurrif háspennulína Haraldur Guðmundsson skrifar 1. maí 2014 07:15 Háspennulínur Landsnets gnæfa yfir Vallahverfið í Hafnarfirði. Vísir/GVA „Landsnet hefur með umsögninni að nýju skapað óvissu um hvenær háspennulínurnar verða teknar niður,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um umsögn Landsnets um tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Í umsögninni ítrekar fyrirtækið að háspennulínur sem liggja að Hamranesi við Vallahverfið í Hafnarfirði verði ekki fjarlægðar nema að fyrirvarar um aukna orkuflutninga um svæðið verði uppfylltir. Fyrirvarana má finna í samkomulagi Landsnets og bæjaryfirvalda frá 2009. „Þetta er mjög undarleg yfirlýsing því við gerðum viðauka við samkomulagið árið 2012 sem við töldum tryggja færslu allra þessara háspennulína. Samkvæmt viðaukanum átti að byrja niðurrif vorið 2016 og línurnar áttu að vera farnar 2020,“ segir Guðrún. Hún segir að bæjaryfirvöld muni óska eftir fundi með fyrirtækinu vegna málsins.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir enn stefnt að niðurrifi fyrir lok árs 2020. „Samkomulagið frá 2009 er óbreytt og í fullu gildi. Við erum bara að benda á þessa fyrirvara um að ef það verða meiriháttar forsendubreytingar, á þann veg að það þurfi ekki að flytja jafn mikla orku um svæðið og fara í framkvæmdir við fyrirhugaða Suðvesturlínu, þá megi endurskoða þessar framkvæmdir,“ segir Guðmundur.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir málið í hnút og að bæjaryfirvöld og Landsnet hafi túlkað viðauka samningsins á ólíkan hátt. „Það er ljóst samkvæmt þessum athugasemdum Landsnets að viðaukinn sem gerður var við upprunalega samninginn hefur alls ekki styrkt stöðu bæjarins. Upprunalegi samningurinn var með þeim fyrirvara að forsenda niðurrifs væri að uppbygging orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum yrði að veruleika. Landsnet er nú að ítreka þá fyrirvara,“ segir Rósa. Landsnet segir einnig í umsögninni að Hafnarfjarðarbær þurfi að bera kostnað sem fylgir því að leggja í jörðu háspennulínur sem fara í gegnum land bæjarins að tengivirki fyrirtækisins í Hamranesi. Kostnaður við framkvæmdirnar hlypi á hundruðum milljóna króna. „Það breytir því ekki að Landsnet ber ábyrgð á að byggja upp raflínur fyrir íbúa þessa lands. Sveitarfélagið vill þessa strengi í jörðu og við vekjum athygli á því að það er sveitarfélagið sem gefur framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum og Landsnet er á sama tíma að reyna að koma hér upp raflínum til Suðurnesja í gegnum sveitarfélagið,“ segir Guðrún.Háspennulínurnar trufla VallabúaPétur Pétursson, íbúi í Vallahverfinu, gagnrýndi samning Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, sem gefur fyrirtækinu frest til 2016 til að hefja niðurrifið, á íbúafundi í bænum í júní á síðasta ári. „Ég benti á að línurnar skerða lífsgæði íbúa og þá erum við ekki að tala eingöngu um sjónmengun. Það er stanslaus niður frá tengivirkinu og þegar það er raki eða rigning magnast suð frá línunum,“ segir Pétur. „Það eru fleiri byrjaðir að setja sig inn í málið og ég heyrði um daginn að það ætti að ganga undirskriftalisti um hverfið þar sem þessum línum yrði mótmælt.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
„Landsnet hefur með umsögninni að nýju skapað óvissu um hvenær háspennulínurnar verða teknar niður,“ segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, um umsögn Landsnets um tillögu að nýju aðalskipulagi bæjarins. Í umsögninni ítrekar fyrirtækið að háspennulínur sem liggja að Hamranesi við Vallahverfið í Hafnarfirði verði ekki fjarlægðar nema að fyrirvarar um aukna orkuflutninga um svæðið verði uppfylltir. Fyrirvarana má finna í samkomulagi Landsnets og bæjaryfirvalda frá 2009. „Þetta er mjög undarleg yfirlýsing því við gerðum viðauka við samkomulagið árið 2012 sem við töldum tryggja færslu allra þessara háspennulína. Samkvæmt viðaukanum átti að byrja niðurrif vorið 2016 og línurnar áttu að vera farnar 2020,“ segir Guðrún. Hún segir að bæjaryfirvöld muni óska eftir fundi með fyrirtækinu vegna málsins.Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, segir enn stefnt að niðurrifi fyrir lok árs 2020. „Samkomulagið frá 2009 er óbreytt og í fullu gildi. Við erum bara að benda á þessa fyrirvara um að ef það verða meiriháttar forsendubreytingar, á þann veg að það þurfi ekki að flytja jafn mikla orku um svæðið og fara í framkvæmdir við fyrirhugaða Suðvesturlínu, þá megi endurskoða þessar framkvæmdir,“ segir Guðmundur.Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, segir málið í hnút og að bæjaryfirvöld og Landsnet hafi túlkað viðauka samningsins á ólíkan hátt. „Það er ljóst samkvæmt þessum athugasemdum Landsnets að viðaukinn sem gerður var við upprunalega samninginn hefur alls ekki styrkt stöðu bæjarins. Upprunalegi samningurinn var með þeim fyrirvara að forsenda niðurrifs væri að uppbygging orkufreks iðnaðar á Suðurnesjum yrði að veruleika. Landsnet er nú að ítreka þá fyrirvara,“ segir Rósa. Landsnet segir einnig í umsögninni að Hafnarfjarðarbær þurfi að bera kostnað sem fylgir því að leggja í jörðu háspennulínur sem fara í gegnum land bæjarins að tengivirki fyrirtækisins í Hamranesi. Kostnaður við framkvæmdirnar hlypi á hundruðum milljóna króna. „Það breytir því ekki að Landsnet ber ábyrgð á að byggja upp raflínur fyrir íbúa þessa lands. Sveitarfélagið vill þessa strengi í jörðu og við vekjum athygli á því að það er sveitarfélagið sem gefur framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum og Landsnet er á sama tíma að reyna að koma hér upp raflínum til Suðurnesja í gegnum sveitarfélagið,“ segir Guðrún.Háspennulínurnar trufla VallabúaPétur Pétursson, íbúi í Vallahverfinu, gagnrýndi samning Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, sem gefur fyrirtækinu frest til 2016 til að hefja niðurrifið, á íbúafundi í bænum í júní á síðasta ári. „Ég benti á að línurnar skerða lífsgæði íbúa og þá erum við ekki að tala eingöngu um sjónmengun. Það er stanslaus niður frá tengivirkinu og þegar það er raki eða rigning magnast suð frá línunum,“ segir Pétur. „Það eru fleiri byrjaðir að setja sig inn í málið og ég heyrði um daginn að það ætti að ganga undirskriftalisti um hverfið þar sem þessum línum yrði mótmælt.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun