Vodafone Group sýnir verkefni á Glerártorgi áhuga Haraldur Guðmundsson skrifar 30. apríl 2014 07:15 Vodafone Group vinnur nú að breytingum á verslunum fyrirtækisins. Nordicphotos/AFP „Vodafone Group er að sýna þessu verkefni heilmikinn áhuga enda er þetta fyrirkomulag ekki þekkt í verslunum fyrirtækisins erlendis,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone á Íslandi. Fyrirtækið hefur ákveðið að opna nýja tvö hundruð fermetra verslun í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri í samstarfi við Te og kaffi. Ákvörðunin hefur vakið áhuga breska fjarskiptarisans Vodafone Group sem er þessa dagana að breyta öllum 2.500 verslunum sínum. „Verslunin er hönnuð af Vodafone Group í takt við stefnu fyrirtækisins. En þegar við komum að borðinu með hugmynd um að opna verslun með kaffihúsi þá höfðu stjórnendur breska fyrirtækisins miklar efasemdir um áformin og spurðu hvernig við ætluðum að útfæra þetta. Svo fórum við að vinna þetta saman og nú eru þeir mjög spenntir fyrir því hvernig þetta muni tvinnast saman og opnir fyrir því að nýta þessa hugmynd víðar.“ Stefnt er að opnun verslunarinnar á Glerártorgi í júní en áform Vodafone Group eru að sögn Björns á frumstigi. „Þeir eru á öðru tímabelti en við í fleiri skilningi en einum og verslanirnar eru jú um 2.500 talsins en hér eru þær fjórar. Þetta gerist því á öðrum hraða en hér á Íslandi. Við byrjuðum í febrúar að hugsa málið og erum núna komin á það stig að það verði opnuð búð í júní, en þeir gefa sér örugglega sex til níu mánuði bara í að velta hugmyndinni fyrir sér.“ Björn segir líklegt að samstarf fyrirtækisins og Tes og kaffis nái einnig til annarra verslana Vodafone á Íslandi. „Við erum nú þegar með lítið kaffihorn í versluninni í Skútuvogi en það er með öðruvísi sniði. En það er klárlega möguleiki að útvíkka þetta ef vel gengur enda fellur þetta mjög vel saman.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Vodafone Group er að sýna þessu verkefni heilmikinn áhuga enda er þetta fyrirkomulag ekki þekkt í verslunum fyrirtækisins erlendis,“ segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone á Íslandi. Fyrirtækið hefur ákveðið að opna nýja tvö hundruð fermetra verslun í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri í samstarfi við Te og kaffi. Ákvörðunin hefur vakið áhuga breska fjarskiptarisans Vodafone Group sem er þessa dagana að breyta öllum 2.500 verslunum sínum. „Verslunin er hönnuð af Vodafone Group í takt við stefnu fyrirtækisins. En þegar við komum að borðinu með hugmynd um að opna verslun með kaffihúsi þá höfðu stjórnendur breska fyrirtækisins miklar efasemdir um áformin og spurðu hvernig við ætluðum að útfæra þetta. Svo fórum við að vinna þetta saman og nú eru þeir mjög spenntir fyrir því hvernig þetta muni tvinnast saman og opnir fyrir því að nýta þessa hugmynd víðar.“ Stefnt er að opnun verslunarinnar á Glerártorgi í júní en áform Vodafone Group eru að sögn Björns á frumstigi. „Þeir eru á öðru tímabelti en við í fleiri skilningi en einum og verslanirnar eru jú um 2.500 talsins en hér eru þær fjórar. Þetta gerist því á öðrum hraða en hér á Íslandi. Við byrjuðum í febrúar að hugsa málið og erum núna komin á það stig að það verði opnuð búð í júní, en þeir gefa sér örugglega sex til níu mánuði bara í að velta hugmyndinni fyrir sér.“ Björn segir líklegt að samstarf fyrirtækisins og Tes og kaffis nái einnig til annarra verslana Vodafone á Íslandi. „Við erum nú þegar með lítið kaffihorn í versluninni í Skútuvogi en það er með öðruvísi sniði. En það er klárlega möguleiki að útvíkka þetta ef vel gengur enda fellur þetta mjög vel saman.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira