FÍ kaupir gamla DV-húsið í Þverholti Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Gamla DV húsið, sem einnig hefur á síðustu árum verið nefnt Hanza-húsið og hýsir nú Listaháskóla Íslands, er 4.127 fermetra stórt steinsteypuhús. Fréttablaðið/Valli Gengið hefur verið frá kaupum FÍ fasteignafélags slhf. á gamla DV húsinu í Þverholti 11 í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Listaháskóli Íslands er með húsið á leigu og er þar með aðalskrifstofu og kennslu í hönnun og arkitektúr. Seljandi hússins er félagið Þ11 ehf. Kaupverð er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum blaðsins er líklega ekki fjarri brunabótamati hússins, sem hljóðar upp á rúmar 748 milljónir króna. Í tilkynningu FÍ fasteignafélags slhf., sem er að stærstum hluta í eigu MP banka, kemur fram að með kaupunum aukist leigutekjur og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hjá félagsinu yfir 40 prósent á ársgrundvelli.Örn V. KjartanssonÖrn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir félagið líta á Listaháskólann sem leigutaka til næstu átta til tíu ára, en skólinn er með langtímasamning um leigu á húseigninni. „Við erum með fjárfestingarstefnu þar sem við leitum að vel staðsettu atvinnuhúsnæði á miðsvæði borgarinnar og það uppfyllir eignin vel. Þá er þessi fasteign á mjög vaxandi svæði nálægt miðsvæðinu,“ segir Örn. Mikil uppbygging eigi sér stað allt í kring og verið að byggja fjölda íbúða. „Þarna er verið að breyta því sem eftir er af þessu elsta íbúðarhúsnæði í kring í íbúðir og svona til framtíðar litið þá teljum við að þetta sé staðsetning sem muni bara batna.“ Húsið sjálft segir Örn líka bjóða upp á margvíslega möguleika. Þannig mætti síðar breyta því aftur til fyrri hugmynda um notkun. „Þessu var breytt 2006, 2007 í það að vera bæði skrifstofur og mögulega íbúðarhúsnæði á tveimur efstu hæðunum. Sá möguleiki er fyrir hendi ef svo bæri undir og gerir fjárfestinguna álitlega.“ Þ11 er samkvæmt gögnum lánstraust í jafnri eigu þriggja félaga. SV50 ehf, sem er í eigu Bjarka Brynjarssonar, 23 ára gamals fjárfestis; Glámu/Kíms ehf., sem er í eigu fimm eigenda Arkitekta Laugavegi 164 ehf; og ANS ehf. sem er eignarhaldsfélag Ívars Þórs Þórissonar og Ólafs Steinars Haukssonar.DV-húsið hefur breyst í gegn um tíðinaÞverholt 11 var byggt 1984 fyrir Frjálsa fjölmiðlun, sem þá var útgáfufyrirtæki DV, Vikunnar og Úrvals. Hér til hliðar getur að líta forsíðu DV í nóvemberbyrjun 1985 þegar rifið var gamla húsið sem hýsti afgreiðslu DV og smáauglýsingar og byggingin fékk þá ásýnd sem hún hefur haldið að mestu til dagsins í dag, utan að hvítur litur hefur verið látinn víkja fyrir gráum og hæðum hefur fjölgað. DV var til húsa í Þverholti allt til ársins 2002, en síðan hefur húsið gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum. Hanza-Hópurinn réðist í breytingar á húsinu fyrir hrun og stofnaði félagið Þverholt 11 ehf. í kring um framkvæmdirnar. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Gengið hefur verið frá kaupum FÍ fasteignafélags slhf. á gamla DV húsinu í Þverholti 11 í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Listaháskóli Íslands er með húsið á leigu og er þar með aðalskrifstofu og kennslu í hönnun og arkitektúr. Seljandi hússins er félagið Þ11 ehf. Kaupverð er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum blaðsins er líklega ekki fjarri brunabótamati hússins, sem hljóðar upp á rúmar 748 milljónir króna. Í tilkynningu FÍ fasteignafélags slhf., sem er að stærstum hluta í eigu MP banka, kemur fram að með kaupunum aukist leigutekjur og rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) hjá félagsinu yfir 40 prósent á ársgrundvelli.Örn V. KjartanssonÖrn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri FÍ, segir félagið líta á Listaháskólann sem leigutaka til næstu átta til tíu ára, en skólinn er með langtímasamning um leigu á húseigninni. „Við erum með fjárfestingarstefnu þar sem við leitum að vel staðsettu atvinnuhúsnæði á miðsvæði borgarinnar og það uppfyllir eignin vel. Þá er þessi fasteign á mjög vaxandi svæði nálægt miðsvæðinu,“ segir Örn. Mikil uppbygging eigi sér stað allt í kring og verið að byggja fjölda íbúða. „Þarna er verið að breyta því sem eftir er af þessu elsta íbúðarhúsnæði í kring í íbúðir og svona til framtíðar litið þá teljum við að þetta sé staðsetning sem muni bara batna.“ Húsið sjálft segir Örn líka bjóða upp á margvíslega möguleika. Þannig mætti síðar breyta því aftur til fyrri hugmynda um notkun. „Þessu var breytt 2006, 2007 í það að vera bæði skrifstofur og mögulega íbúðarhúsnæði á tveimur efstu hæðunum. Sá möguleiki er fyrir hendi ef svo bæri undir og gerir fjárfestinguna álitlega.“ Þ11 er samkvæmt gögnum lánstraust í jafnri eigu þriggja félaga. SV50 ehf, sem er í eigu Bjarka Brynjarssonar, 23 ára gamals fjárfestis; Glámu/Kíms ehf., sem er í eigu fimm eigenda Arkitekta Laugavegi 164 ehf; og ANS ehf. sem er eignarhaldsfélag Ívars Þórs Þórissonar og Ólafs Steinars Haukssonar.DV-húsið hefur breyst í gegn um tíðinaÞverholt 11 var byggt 1984 fyrir Frjálsa fjölmiðlun, sem þá var útgáfufyrirtæki DV, Vikunnar og Úrvals. Hér til hliðar getur að líta forsíðu DV í nóvemberbyrjun 1985 þegar rifið var gamla húsið sem hýsti afgreiðslu DV og smáauglýsingar og byggingin fékk þá ásýnd sem hún hefur haldið að mestu til dagsins í dag, utan að hvítur litur hefur verið látinn víkja fyrir gráum og hæðum hefur fjölgað. DV var til húsa í Þverholti allt til ársins 2002, en síðan hefur húsið gengið kaupum og sölum nokkrum sinnum. Hanza-Hópurinn réðist í breytingar á húsinu fyrir hrun og stofnaði félagið Þverholt 11 ehf. í kring um framkvæmdirnar.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun