Hlynur: Meira en til í að vera áfram Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2014 06:00 Hlynur er í miklum metum í Svíþjóð. Vísir/Daníel „Ég get nú ekki sagt að ég hafi átt eitthvað sérstaklega von á þessu. Það er nú aðallega af því ég var ekkert að spá í þessu,“ segir HlynurBæringsson léttur og hló við. Hann var um helgina útnefndur besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar annað árið í röð. „Ef ég hefði hugsað um það þá hefði ég talið mig eiga möguleika fyrst ég vann nú í fyrra. Það er mjög gaman að fá svona viðurkenningar. Það gefur manni aukalega og kitlar egóið. Það er ágætt í hófi.“ Eftir að Hlynur fékk verðlaunin í fyrra átti hann ekki sinn besta leik í kjölfarið. „Það var hálfgert „jinx“ að fá þessi verðlaun. Það lak allt fram hjá mér fyrstu mínúturnar í leiknum.“ Hlynur og félagar í Sundsvall Dragons eru á fullu í úrslitakeppninni þessa dagana. Þar eru þeir 2-1 undir í rimmu við Uppsala en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit. „Þetta lið var líklegast fyrir tímabilið en lenti svo í miklum meiðslum. Þeir eru sigurstranglegri í rimmunni en við eigum góðan möguleika. Við erum ekki hættir,“ segir Hlynur en ansi margir afskrifuðu Sundsvall er það lenti í miklum fjárhagsvandræðum fyrir áramót. Fyrir vikið varð félagið að senda Bandaríkjamanninn í liðinu heim og hætt var við að fá liðsstyrk eftir áramót eins og annars hefði verið gert. „Við erum ekki með mikla breidd en samt fínir. Þetta hefur verið öðruvísi áskorun eftir að forsendur breyttust svona hjá okkur. Það hefur verið önnur stemning og í raun léttara yfir mönnum. Það er svona „engu að tapa“-fílingur í mönnum. Við höfum allt að vinna. Það var mjög gott að ná fjórða sæti í deildinni eftir allt saman.“ Hlynur segir að það hafi verið dráttur á launagreiðslum síðan fjárhagsvandræðin byrjuðu. Launin hafi þó alltaf skilað sér á endanum. „Þetta verður djöfulsins barátta hjá þeim í framhaldinu ef ég á að vera heiðarlegur. Það hefur ekki komið neinn sterkur styrktaraðili. Við hefðum alveg getað notað einn útrásarvíking núna. Það hefði líklega bara þurft einn til þess að bjarga þessu,“ segir Hlynur og bætir við að félagið hafi tapað fleiri styrktaraðilum en það hafi fengið enda var umræðan í kringum það mjög neikvæð í talsverðan tíma. Landsliðsmaðurinn reiknar með því að félagið þurfi að keyra á svipaðan hátt næsta vetur og gert hefur verið seinni hluta tímabilsins enda ekki kominn neinn peningur. Sjálfur á hann eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann er til í að virða hann enda líður honum vel í Sundsvall. „Maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa. Ef þeir vilja halda mér þá er ég meira en til í að vera áfram. Það skiptir ekki öllu máli að vera í liði sem er líklegt til að vinna. Það skiptir líka máli að það sé gaman í vinnunni. Það eru fínir gaurar í liðinu og gaman hjá okkur.“ Körfubolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að ég hafi átt eitthvað sérstaklega von á þessu. Það er nú aðallega af því ég var ekkert að spá í þessu,“ segir HlynurBæringsson léttur og hló við. Hann var um helgina útnefndur besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar annað árið í röð. „Ef ég hefði hugsað um það þá hefði ég talið mig eiga möguleika fyrst ég vann nú í fyrra. Það er mjög gaman að fá svona viðurkenningar. Það gefur manni aukalega og kitlar egóið. Það er ágætt í hófi.“ Eftir að Hlynur fékk verðlaunin í fyrra átti hann ekki sinn besta leik í kjölfarið. „Það var hálfgert „jinx“ að fá þessi verðlaun. Það lak allt fram hjá mér fyrstu mínúturnar í leiknum.“ Hlynur og félagar í Sundsvall Dragons eru á fullu í úrslitakeppninni þessa dagana. Þar eru þeir 2-1 undir í rimmu við Uppsala en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit. „Þetta lið var líklegast fyrir tímabilið en lenti svo í miklum meiðslum. Þeir eru sigurstranglegri í rimmunni en við eigum góðan möguleika. Við erum ekki hættir,“ segir Hlynur en ansi margir afskrifuðu Sundsvall er það lenti í miklum fjárhagsvandræðum fyrir áramót. Fyrir vikið varð félagið að senda Bandaríkjamanninn í liðinu heim og hætt var við að fá liðsstyrk eftir áramót eins og annars hefði verið gert. „Við erum ekki með mikla breidd en samt fínir. Þetta hefur verið öðruvísi áskorun eftir að forsendur breyttust svona hjá okkur. Það hefur verið önnur stemning og í raun léttara yfir mönnum. Það er svona „engu að tapa“-fílingur í mönnum. Við höfum allt að vinna. Það var mjög gott að ná fjórða sæti í deildinni eftir allt saman.“ Hlynur segir að það hafi verið dráttur á launagreiðslum síðan fjárhagsvandræðin byrjuðu. Launin hafi þó alltaf skilað sér á endanum. „Þetta verður djöfulsins barátta hjá þeim í framhaldinu ef ég á að vera heiðarlegur. Það hefur ekki komið neinn sterkur styrktaraðili. Við hefðum alveg getað notað einn útrásarvíking núna. Það hefði líklega bara þurft einn til þess að bjarga þessu,“ segir Hlynur og bætir við að félagið hafi tapað fleiri styrktaraðilum en það hafi fengið enda var umræðan í kringum það mjög neikvæð í talsverðan tíma. Landsliðsmaðurinn reiknar með því að félagið þurfi að keyra á svipaðan hátt næsta vetur og gert hefur verið seinni hluta tímabilsins enda ekki kominn neinn peningur. Sjálfur á hann eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann er til í að virða hann enda líður honum vel í Sundsvall. „Maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa. Ef þeir vilja halda mér þá er ég meira en til í að vera áfram. Það skiptir ekki öllu máli að vera í liði sem er líklegt til að vinna. Það skiptir líka máli að það sé gaman í vinnunni. Það eru fínir gaurar í liðinu og gaman hjá okkur.“
Körfubolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira