Að stilla saman strengi Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2014 07:00 Leiðtogarnir okkar, sem öll eru áreiðanlega prýðisfólk með mikla hæfileika, mættu í Kryddsíldina á Stöð2 á gamlársdag til að vera uppbyggileg og skemmtileg. Sumum tókst það, en öðrum alls ekki. Eflaust sýnist sitt hverjum í þeim efnum. En ég held að við getum verið sammála um að stundum tók karpið yfirhöndina þó að inn á milli kæmu góðir sprettir. Þarna endurspeglaðist það sem Jón Gnarr orðaði svo snilldarlega þegar hann sagði að fólk kæmist ekki úr sporunum í leshringjum ef alltaf væri einblínt á stafsetningarvillurnar í textanum. Prúðbúnir leiðtogarnir eyddu of miklu púðri í að finna snögga bletti hver á öðrum. Ég gleðst þess vegna yfir því að æ oftar, til dæmis nú þegar rætt er um nýjan útvarpsstjóra, er horft til fólks sem hefur unnið við listir og menningu. Listalífið er með miklum blóma á Íslandi - er raunar það fyrsta sem útlendu fólki dettur í hug þegar minnst er á mannlífið á þessari fámennu eyju. Við þurfum að yfirfæra aðferðir listafólksins á önnur svið. Jóni Gnarr hefur sannað að ýmislegt er mögulegt í þeim efnum. Það má ábyggilega sanna margt á Ríkisútvarpinu líka ef stjórnendurnir snúa sér að því sem mestu skiptir og einbeita sér að gæðum en ekki magni. Við höfum líka gert góða hluti í hópíþróttum. Í Kryddsíldinni var Lars Lagerback fótboltaþjálfari valinn maður ársins. Það var fínt því hann gerði einmitt það sem gera þarf. Hann lýsti því sjálfur eitthvað á þá leið að hér væri ótrúlega mikið af frambærilegum fótboltaköppum og raunar hefði hann lítið þurft að að gera annað en að stilla saman strengi. Það er verkefni dagsins, að stilla saman strengi. Allt um kring er hæfileikafólk, sem þarf að læra af þeim Jóni og Lars. Hætta að mæna á stafsetningarvillur og róa í sömu átt. Kannski gætu Jón og Lars tekið að sér að þjálfa landsstjórnina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun
Leiðtogarnir okkar, sem öll eru áreiðanlega prýðisfólk með mikla hæfileika, mættu í Kryddsíldina á Stöð2 á gamlársdag til að vera uppbyggileg og skemmtileg. Sumum tókst það, en öðrum alls ekki. Eflaust sýnist sitt hverjum í þeim efnum. En ég held að við getum verið sammála um að stundum tók karpið yfirhöndina þó að inn á milli kæmu góðir sprettir. Þarna endurspeglaðist það sem Jón Gnarr orðaði svo snilldarlega þegar hann sagði að fólk kæmist ekki úr sporunum í leshringjum ef alltaf væri einblínt á stafsetningarvillurnar í textanum. Prúðbúnir leiðtogarnir eyddu of miklu púðri í að finna snögga bletti hver á öðrum. Ég gleðst þess vegna yfir því að æ oftar, til dæmis nú þegar rætt er um nýjan útvarpsstjóra, er horft til fólks sem hefur unnið við listir og menningu. Listalífið er með miklum blóma á Íslandi - er raunar það fyrsta sem útlendu fólki dettur í hug þegar minnst er á mannlífið á þessari fámennu eyju. Við þurfum að yfirfæra aðferðir listafólksins á önnur svið. Jóni Gnarr hefur sannað að ýmislegt er mögulegt í þeim efnum. Það má ábyggilega sanna margt á Ríkisútvarpinu líka ef stjórnendurnir snúa sér að því sem mestu skiptir og einbeita sér að gæðum en ekki magni. Við höfum líka gert góða hluti í hópíþróttum. Í Kryddsíldinni var Lars Lagerback fótboltaþjálfari valinn maður ársins. Það var fínt því hann gerði einmitt það sem gera þarf. Hann lýsti því sjálfur eitthvað á þá leið að hér væri ótrúlega mikið af frambærilegum fótboltaköppum og raunar hefði hann lítið þurft að að gera annað en að stilla saman strengi. Það er verkefni dagsins, að stilla saman strengi. Allt um kring er hæfileikafólk, sem þarf að læra af þeim Jóni og Lars. Hætta að mæna á stafsetningarvillur og róa í sömu átt. Kannski gætu Jón og Lars tekið að sér að þjálfa landsstjórnina?
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun