Hildur: Búin að eyða alltof mörgum klukkutímum í svekkelsi og fýlu Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 26. febrúar 2014 21:34 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/ÓskarÓ Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira