Ingi Þór: Tapið á laugardaginn gerir okkur ennþá hungraðari Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 26. febrúar 2014 21:57 Snæfellskonur fagna deildarmeistaratitlinum í kvöld. Vísir/ÓskarÓ Snæfellskonur tóku við deildarmeistaratitlinum í Stykkishólmi í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, en Snæfellsliðið var búið að tryggja sér sigurinn í deildinni fyrir leikinn. Þjálfari liðsins, Ingi Þór Steinþórsson, er á sínu fjórða tímabili með kvennaliðið og hefur byggt liðið markvisst upp allan þennan tíma. „Þeir sem vinna þennan titil tala alltaf um hvað þetta sér stór titill og þetta er náttúrulega stærsti titilinn. Í knattspyrnu snýst allt um að ná þessum titli og þetta er erfiðasti titilinn. Við erum mjög stolt að hafa landað þessum titli því við áttum ekki von á þessu fyrir tímabilið. Við vorum ekki viss hvernig liðið yrði mannað í vetur og erum því rosalega stolt af því hvernig við erum búin að koma liðinu saman og hvert við erum búin að komast," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Snæfells. „Mig dreymdi svo sem aldrei um deildarmeistaratitilinn því úrslitakeppnin var alltaf takmarkið. Við náðum því og svo komumst við alltaf aðeins lengra og aðeins lengra. Núna erum við búin að ná deildarmeistaratitli og erum lið númer eitt. Hin liðin þurfa núna að fara í gegnum okkur á heimavellinum okkar til að vinna og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur," sagði Ingi Þór. Snæfell á enn eftir þrjá deildarleiki og hvað breytir það fyrir liðið að ná því að klára þetta svona snemma. „Í dag vorum við ekki með fullt lið og við verðum ekki með fullt lið í næstu leikjum. Þetta gerir það að verkum að við getum undirbúið okkur aðeins öðruvísi undir úrslitakeppnina en önnur lið. Þetta er mjög gott fyrir sjálfstraustið svo lengi sem við slökum ekki á, verðum eitthvað værukær og förum að bíða eftir einhverju. Við sýndum það í kvöld að við vorum ekki að bíða eftir neinu heldur spiluðum þennan leik af fullum krafti," sagði Ingi Þór. Snæfellsliðið tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma þegar liðið tapaði fyrir Haukum í bikaúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. „Ég er vissulega skúffaður yfir því að hafa ekki náð betri leik á laugardaginn en Haukarnir spiluðu þann leik bara vel og eru vel að þeim sigri komnar. Við lentum þar í ströggli og náðum ekki að vinna okkur út úr því. Við erum mjög stolt af því sem við erum búin að gera og það langar öllum að komast í Höllina. Tapið á laugardaginn gerir okkur ennþá hungraðari í Íslandsmeistaratitilinn. Það keyrir mig áfram og ég veit að það keyrir stelpurnar áfram," sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Snæfellskonur tóku við deildarmeistaratitlinum í Stykkishólmi í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, en Snæfellsliðið var búið að tryggja sér sigurinn í deildinni fyrir leikinn. Þjálfari liðsins, Ingi Þór Steinþórsson, er á sínu fjórða tímabili með kvennaliðið og hefur byggt liðið markvisst upp allan þennan tíma. „Þeir sem vinna þennan titil tala alltaf um hvað þetta sér stór titill og þetta er náttúrulega stærsti titilinn. Í knattspyrnu snýst allt um að ná þessum titli og þetta er erfiðasti titilinn. Við erum mjög stolt að hafa landað þessum titli því við áttum ekki von á þessu fyrir tímabilið. Við vorum ekki viss hvernig liðið yrði mannað í vetur og erum því rosalega stolt af því hvernig við erum búin að koma liðinu saman og hvert við erum búin að komast," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari nýkrýndra deildarmeistara Snæfells. „Mig dreymdi svo sem aldrei um deildarmeistaratitilinn því úrslitakeppnin var alltaf takmarkið. Við náðum því og svo komumst við alltaf aðeins lengra og aðeins lengra. Núna erum við búin að ná deildarmeistaratitli og erum lið númer eitt. Hin liðin þurfa núna að fara í gegnum okkur á heimavellinum okkar til að vinna og það er gríðarlega sterkt fyrir okkur," sagði Ingi Þór. Snæfell á enn eftir þrjá deildarleiki og hvað breytir það fyrir liðið að ná því að klára þetta svona snemma. „Í dag vorum við ekki með fullt lið og við verðum ekki með fullt lið í næstu leikjum. Þetta gerir það að verkum að við getum undirbúið okkur aðeins öðruvísi undir úrslitakeppnina en önnur lið. Þetta er mjög gott fyrir sjálfstraustið svo lengi sem við slökum ekki á, verðum eitthvað værukær og förum að bíða eftir einhverju. Við sýndum það í kvöld að við vorum ekki að bíða eftir neinu heldur spiluðum þennan leik af fullum krafti," sagði Ingi Þór. Snæfellsliðið tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma þegar liðið tapaði fyrir Haukum í bikaúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni á laugardaginn. „Ég er vissulega skúffaður yfir því að hafa ekki náð betri leik á laugardaginn en Haukarnir spiluðu þann leik bara vel og eru vel að þeim sigri komnar. Við lentum þar í ströggli og náðum ekki að vinna okkur út úr því. Við erum mjög stolt af því sem við erum búin að gera og það langar öllum að komast í Höllina. Tapið á laugardaginn gerir okkur ennþá hungraðari í Íslandsmeistaratitilinn. Það keyrir mig áfram og ég veit að það keyrir stelpurnar áfram," sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira