NBA: Durant er ekkert að kólna - skoraði 46 stig í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2014 08:34 Kevin Durant. Mynd/AP Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum. Kevin Durant skoraði 11 af 46 stigum sínum á síðustu 3 mínútunum og 23 sekúndunum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-97 sigur á Portland Trail Blazers í toppslag Norðvesturriðilsins. Durant hitti úr 17 af 25 skotum sínum þar af 6 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Reggie Jackson skoraði 15 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem hefur nú eins leiks forskot á Portland Trail Blazers en Portland var búið að vinna fyrstu tvo innbyrðisleiki liðanna í vetur. LaMarcus Aldridge var með 29 stig og 16 fráköst fyrir Portland.LeBron James skoraði 11 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 93-86 sigur á Boston Celtics. Miami missti niður 18 stiga forskot en tryggði sér sigurinn með því að skora níu síðustu stigin. Brandon Bass var stigahæstur hjá Boston með 15 stig en Rajon Rondo, sem er að koma til baka eftir ársfjarveru vegna meiðsla, klikkaði á öllum átta skotum sínum.Andray Blatche kom með 18 stig inn af bekknum þegar Brooklyn Nets vann 101-90 sigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur lærisveina Jason Kidd í síðustu níu leikjum. Nets-liðið tapaði 21 af 31 leik í upphafi tímabilsins en ekkert lið er með betra sigurhlutfall í janúar (8 sigrar og 1 tap). Mirza Teletovic var með 14 stig fyrir Brooklyn og þeir Joe Johnson og Paul Pierce skoruðu báðir 13 stig.Kevin Love var með 19 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 112-97 útisigur á Utah Jazz. Ricky Rubio var með 11 stig og 13 stoðsendingar, Corey Brewer skoraði 19 stig og þeir Nikola Pekovic og Kevin Martin voru báðir með 18 stig. Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah.Rudy Gay skoraði 41 stig fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann 114-97 sigur á New Orleans Pelicans. Isaiah Thomas var með 20 stig og 11 stoðsendingar og hinn stóri DeMarcus Cousins bætti við 18 stigum, 11 fráköstum og 4 vörðum skotum. Tyreke Evans skoraði 17 stig fyrir New Orleans á móti sínum gömlu félögum.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Brooklyn Nets - Orlando Magic 101-90 Miami Heat - Boston Celtics 93-86 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 97-114 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-97 Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 97-112Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta. NBA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Kevin Durant er heitasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta þessa dagana en þessi frábæri leikmaður skoraði 46 stig í sigri Oklahoma City Thunder í nótt. Hann hefur nú skorað yfir 30 stigin í átta leikjum í röð í fyrsta sinn á ferlinum. Kevin Durant skoraði 11 af 46 stigum sínum á síðustu 3 mínútunum og 23 sekúndunum þegar Oklahoma City Thunder vann 105-97 sigur á Portland Trail Blazers í toppslag Norðvesturriðilsins. Durant hitti úr 17 af 25 skotum sínum þar af 6 af 7 fyrir utan þriggja stiga línuna. Reggie Jackson skoraði 15 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem hefur nú eins leiks forskot á Portland Trail Blazers en Portland var búið að vinna fyrstu tvo innbyrðisleiki liðanna í vetur. LaMarcus Aldridge var með 29 stig og 16 fráköst fyrir Portland.LeBron James skoraði 11 af 29 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Miami Heat vann 93-86 sigur á Boston Celtics. Miami missti niður 18 stiga forskot en tryggði sér sigurinn með því að skora níu síðustu stigin. Brandon Bass var stigahæstur hjá Boston með 15 stig en Rajon Rondo, sem er að koma til baka eftir ársfjarveru vegna meiðsla, klikkaði á öllum átta skotum sínum.Andray Blatche kom með 18 stig inn af bekknum þegar Brooklyn Nets vann 101-90 sigur á Orlando Magic en þetta var áttundi sigur lærisveina Jason Kidd í síðustu níu leikjum. Nets-liðið tapaði 21 af 31 leik í upphafi tímabilsins en ekkert lið er með betra sigurhlutfall í janúar (8 sigrar og 1 tap). Mirza Teletovic var með 14 stig fyrir Brooklyn og þeir Joe Johnson og Paul Pierce skoruðu báðir 13 stig.Kevin Love var með 19 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 112-97 útisigur á Utah Jazz. Ricky Rubio var með 11 stig og 13 stoðsendingar, Corey Brewer skoraði 19 stig og þeir Nikola Pekovic og Kevin Martin voru báðir með 18 stig. Gordon Hayward skoraði 27 stig fyrir Utah.Rudy Gay skoraði 41 stig fyrir Sacramento Kings þegar liðið vann 114-97 sigur á New Orleans Pelicans. Isaiah Thomas var með 20 stig og 11 stoðsendingar og hinn stóri DeMarcus Cousins bætti við 18 stigum, 11 fráköstum og 4 vörðum skotum. Tyreke Evans skoraði 17 stig fyrir New Orleans á móti sínum gömlu félögum.Úrslit úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Brooklyn Nets - Orlando Magic 101-90 Miami Heat - Boston Celtics 93-86 New Orleans Pelicans - Sacramento Kings 97-114 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 105-97 Utah Jazz - Minnesota Timberwolves 97-112Hér fyrir neðan má sjá nokkrar svipmyndir frá leikjum næturinnar í NBA-deildinni í körfubolta.
NBA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira