LeBron missti boltann og afhenti Spurs sigurinn | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. nóvember 2014 07:00 LeBron James tók tapið á sig. vísir/getty Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad: NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Meistarar San Antonio Spurs lögðu LeBron James og félaga hans í Cleveland Cavaliers, 92-90, á útivelli í spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Skúrkurinn í liði heimamanna var sjálfur LeBron James en hann fór ansi illa að ráði sínu í lokasókn Cleveland þar sem liðið gat jafnað eða tryggt sér sigurinn. Manu Ginobli tók vítaskot fyrir Spurs þegar 9,1 sekúnda var eftir og hefði getað komið gestunum í þriggja stiga forystu. Hann klikkaði, Anderson Vareajao tók frákastið og gaf boltann beint á LeBron. Í smá umferð upp völlinn lék LeBron skemmtilega á Ginobili, en höfðinginn Tim Duncan, sem er eldri en tvævetur í bransanum, náði að slá boltann til Argentínumannsins þegar LeBron missti hann aðeins of langt frá sér. Ginobili gerði allt rétt eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan og sigurinn féll í skaut meistaranna. Stóru mennirnir Tim Cuncan og Boris Diaw fóru fyrir Spurs í leiknum með 19 stig hvor. Duncan bætti við 10 fráköstum og Diaw sjö slíkum. Anderson Varejao var stigahæstur Cleveland með 23 stig og 11 fráköst, en LeBron James skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sjáðu LeBron missa boltann: Memphis Grizzlies, sem er á toppnum í vestrinu, tapaði öðrum leiknum í röð í nótt þegar liðið lá í valnum gegn firnasterku liði Toronto Raptors í Kanada, 96-92. Bakverðirnir tveir hjá Toronto; DeMar DeRozan (21 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar) og Kyle Lowry (18 stig og 7 stoðsendingar) voru frábærir í leiknum en þeir hafa byrjað tímabilið í NBA-deildinni af miklum krafti. Marc Gasol átti flottan leik fyrir fyrir Memphis og skoraði 22 stig og tók 12 fráköst. Zach Randolph var einnig mjög öflugur og skoraði 18 stig og tók 18 fráköst. Memphis með 10 sigra og 2 töp á toppi vestursins og Toronto með 9 sigra og 2 töp á toppi austursins. Los Angeles Lakers vann svo annan sigurinn í röð þegar það lagði eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Houston Rockets, á útivelli, 98-92. Kobe Bryant færðist aðeins nær Michael Jordan á stigalistanum, en hann skoraði 29 stig auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. James Harden var atkvæðamestur Houston-liðsins með 24 stig og 7 stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 90-92 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 88-86 Orlando Magic - Los Angeles Clippers 90-114 Philadelphia 76ers - Boston Celtics 90-101 Washington Wizards - Phoenix Suns 86-88 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 96-92 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 115-99 Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 107-100 Houston Rockets - Los Angeles Lakers 92-98Staðan í deildinni.Skuggavélin fylgir Jabari Parker: Monta Ellis fer hamförum gegn Wizards: Tröllatroðsla Shabazz Muhammad:
NBA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira