Hollins hefur trú á að Garnett snúi aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2014 17:30 Garnett í baráttu við Chris Bosh, leikmann Miami Heat. Vísir/AFP Óvíst er hvort framherjinn Kevin Garnett muni spila í NBA-deildinni á komandi leiktíð. Garnett, sem er 38 ára, náði sér ekki á strik með Brooklyn Nets í fyrra og hefur sjálfur ekkert gefið út um framtíðaráætlanir sínar. Þrátt fyrir það hefur Lionel Hollins, nýr þjálfari Brooklyn, trú á því að Garnett taki slaginn á ný. Og það sem meira er, þá gerir hann ráð fyrir Garnett í byrjunarliðinu í vetur. „Það er enginn í hópnum sem ég myndi setja inn í liðið í hans stað. Hann hefur unnið fyrir því að vera byrjunarliðsmaður,“ sagði Hollins sem hefur trú á Garnett þrátt fyrir erfiðleika síðustu leiktíðar. „Ég trúi því að Garnett muni standa sig og eiga sitt besta tímabil sem hefur leikmaður Nets, þótt hann hafi aðeins komið hingað í fyrra. Ég hef trú á honum og að hann muni leggja sitt af mörkum fyrir liðið. „Hann hefur litið vel út. Hann er í frábæru formi og hefur verið að skjóta boltanum framúrskarandi vel. Ef þetta verður hans síðasta tímabil er ég viss um að myndi vilja klára ferilinn með stæl.“ Garnett kom til Brooklyn frá Boston Celtics ásamt Paul Pierce og Jason Terry fyrir síðasta tímabil. Brooklyn lenti í 6. sæti Austurdeildarinnar og vann Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Garnett og félagar töpuðu svo fyrir Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var valinn með fimmta valrétti af Minnesota Timberwolves í nýliðavalinu 1995. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2004. Garnett var skipt frá Minnesota til Boston sumarið 2007. Hann varð meistari með Boston á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu.Garnett hefur verið í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar síðustu ár.Vísir/Getty NBA Tengdar fréttir Pierce og Garnett til Nets í risaskiptum Mögnuð tíðindi berast frá Bandaríkjunum en NBA - liðið Brooklyn Nets hefur náð samkomulagi við Boston Celtics um að fá til liðsins Kevin Garnett og Paul Pierce í skiptum fyrir þó nokkra leikmenn. 28. júní 2013 10:45 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira
Óvíst er hvort framherjinn Kevin Garnett muni spila í NBA-deildinni á komandi leiktíð. Garnett, sem er 38 ára, náði sér ekki á strik með Brooklyn Nets í fyrra og hefur sjálfur ekkert gefið út um framtíðaráætlanir sínar. Þrátt fyrir það hefur Lionel Hollins, nýr þjálfari Brooklyn, trú á því að Garnett taki slaginn á ný. Og það sem meira er, þá gerir hann ráð fyrir Garnett í byrjunarliðinu í vetur. „Það er enginn í hópnum sem ég myndi setja inn í liðið í hans stað. Hann hefur unnið fyrir því að vera byrjunarliðsmaður,“ sagði Hollins sem hefur trú á Garnett þrátt fyrir erfiðleika síðustu leiktíðar. „Ég trúi því að Garnett muni standa sig og eiga sitt besta tímabil sem hefur leikmaður Nets, þótt hann hafi aðeins komið hingað í fyrra. Ég hef trú á honum og að hann muni leggja sitt af mörkum fyrir liðið. „Hann hefur litið vel út. Hann er í frábæru formi og hefur verið að skjóta boltanum framúrskarandi vel. Ef þetta verður hans síðasta tímabil er ég viss um að myndi vilja klára ferilinn með stæl.“ Garnett kom til Brooklyn frá Boston Celtics ásamt Paul Pierce og Jason Terry fyrir síðasta tímabil. Brooklyn lenti í 6. sæti Austurdeildarinnar og vann Toronto Raptors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Garnett og félagar töpuðu svo fyrir Miami Heat í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Garnett var valinn með fimmta valrétti af Minnesota Timberwolves í nýliðavalinu 1995. Hann var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2004. Garnett var skipt frá Minnesota til Boston sumarið 2007. Hann varð meistari með Boston á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu.Garnett hefur verið í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar síðustu ár.Vísir/Getty
NBA Tengdar fréttir Pierce og Garnett til Nets í risaskiptum Mögnuð tíðindi berast frá Bandaríkjunum en NBA - liðið Brooklyn Nets hefur náð samkomulagi við Boston Celtics um að fá til liðsins Kevin Garnett og Paul Pierce í skiptum fyrir þó nokkra leikmenn. 28. júní 2013 10:45 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Fleiri fréttir Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Sjá meira
Pierce og Garnett til Nets í risaskiptum Mögnuð tíðindi berast frá Bandaríkjunum en NBA - liðið Brooklyn Nets hefur náð samkomulagi við Boston Celtics um að fá til liðsins Kevin Garnett og Paul Pierce í skiptum fyrir þó nokkra leikmenn. 28. júní 2013 10:45