Plumlee fór illa með LeBron og tryggði Nets 4. sigurinn á Miami | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2014 08:59 Velgengni Brooklyn Nets eftir áramót heldur áfram en liðið vann meistara Miami Heat, 88-87, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar með vann Nets alla fjóra leikina gegn Miami á tímabilinu sem lofar góðu skildu liðin mætast í úrslitakeppninni. Miami fékk tækifæri til að vinna leikinn en LeBronJames óð upp völlinn með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir. Hann komst að körfunni og reyndi að troða boltanum ofan í hana og vinna leikinn en allt kom fyrir ekki. Nýliðinn MasonPlumlee, sem kom frá Duke-háskólanum í nýliðavalinu í fyrra, varðist troðslutilraun kóngsins af mikilli fagmennsku og tryggði sínum mönnum sigurinn. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Joe Johnson var stigahæstur Brooklyn í leiknum með 19 stig en LeBron James skoraði 29 stig fyrir Miami auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Miami er áfram á toppnum í austrinu en tapið er vatn á myllu Indiana Pacers. Fimm flottustu tilþrif næturinnar Í fyrsta skiptið í 42 leikjum tókst liði að halda Kevin Durant í skefjum en hann var búinn að skora yfir 25 stig í 41 leik í röð og komast þar með fram úr sjálfum MichaelJordan. Það voru leikmenn Sacramento Kings sem stöðvuðu 25 stiga leikina hjá Durant en hann skoraði engu að síður 23 stig í 107-92 útsigri OKC á Sacramento í nótt. Hann var stigahæstur gestanna ásamt CaronButler en DeMarcus Cousins og Travis Outlaw skoruðu báðir 24 stig fyrir Sacramento Kings.Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Detroit Pistons 95-102 Miami Heat - Brooklyn Nets 87-88 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 110-91 Utah Jazz - Dallas Mavericks 83-95 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 92-107 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 130:145Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Velgengni Brooklyn Nets eftir áramót heldur áfram en liðið vann meistara Miami Heat, 88-87, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar með vann Nets alla fjóra leikina gegn Miami á tímabilinu sem lofar góðu skildu liðin mætast í úrslitakeppninni. Miami fékk tækifæri til að vinna leikinn en LeBronJames óð upp völlinn með boltann þegar tíu sekúndur voru eftir. Hann komst að körfunni og reyndi að troða boltanum ofan í hana og vinna leikinn en allt kom fyrir ekki. Nýliðinn MasonPlumlee, sem kom frá Duke-háskólanum í nýliðavalinu í fyrra, varðist troðslutilraun kóngsins af mikilli fagmennsku og tryggði sínum mönnum sigurinn. Myndband af því má sjá í spilaranum hér að ofan.Joe Johnson var stigahæstur Brooklyn í leiknum með 19 stig en LeBron James skoraði 29 stig fyrir Miami auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Miami er áfram á toppnum í austrinu en tapið er vatn á myllu Indiana Pacers. Fimm flottustu tilþrif næturinnar Í fyrsta skiptið í 42 leikjum tókst liði að halda Kevin Durant í skefjum en hann var búinn að skora yfir 25 stig í 41 leik í röð og komast þar með fram úr sjálfum MichaelJordan. Það voru leikmenn Sacramento Kings sem stöðvuðu 25 stiga leikina hjá Durant en hann skoraði engu að síður 23 stig í 107-92 útsigri OKC á Sacramento í nótt. Hann var stigahæstur gestanna ásamt CaronButler en DeMarcus Cousins og Travis Outlaw skoruðu báðir 24 stig fyrir Sacramento Kings.Úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - Detroit Pistons 95-102 Miami Heat - Brooklyn Nets 87-88 Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 110-91 Utah Jazz - Dallas Mavericks 83-95 Sacramento Kings - Oklahoma City Thunder 92-107 Los Angeles Lakers - Houston Rockets 130:145Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira