Tillögur ríkisstjórnarinnar sagðar ógna séreignarlífeyrissparnaðarkerfinu Ingvar Haraldsson skrifar 12. maí 2014 08:00 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnir tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála í síðustu viku. Vísir/Daníel Rúnarsson Í tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála, sem félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti á þriðjudaginn, segir að stefnt skuli að því að varanlega verði hægt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa. Kára Arnóri Kárasyni, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Stapa, líst illa á tillögurnar. „Það er nokkurn veginn verið að ganga af viðbótarlífeyrissparnaðarkerfinu dauðu. Þetta er ekki lífeyrissparnaður ef þetta á að vera varanlegur valkostur. Að mínu viti kemur það ekki til álita að lífeyrissjóðir séu nýttir í að innheimta iðgjöld af launagreiðendum til þess að greiða einhverjum lánastofnunum fyrir einstaklinga. Lífeyrissjóðirnir eru ekki til þess. Ef menn vilja búa til eitthvað sem heitir húsnæðissparnaður á það ekki að fara í gegnum lífeyrissjóðina,“ segir Kári Arnór.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að samtökin muni skipa starfshóp um málið.Vísir/Valgarð GuðjónssonStarfshópur mun fara yfir máliðÞórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur einnig efasemdir. „Það vekur spurningar að lagt sé til að séreignarsparnaðarkerfinu verði nánast breytt í varanlegt húsnæðissparnaðarkerfi. Það er andstætt upphaflegu hugmyndinni sem gengið var út frá með stofnun viðbótarlífeyrissparnaðarkerfis,“ segir Þórey og bætir við að Landssamtök lífeyrissjóða muni stofna starfshóp á næstu dögum til að fara yfir tillögurnar og áhrif þeirra á lífeyrissjóðina.Tillögurnar gætu erfiðað greiðslu verðtryggðs lífeyris Í tillögunum kemur einnig fram að stefnt skuli að því að ný neytendalán til fasteignakaupa verði óverðtryggð. Verðtryggð skuldabréf Íbúðalánasjóðs eru einn stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða. Verði fasteignalán ekki lengur verðtryggð mun Íbúðalánasjóður eða arftaki hans ekki gefa út verðtryggð skuldabréf. Því segir Kári: „Ef það verða engar útgáfur af verðtryggðum skuldabréfum mun það gera okkur erfiðara um vik að greiða verðtryggðan lífeyri.“ Kári bendir einnig á að verðtrygging sé mjög víðtæk í íslensku samfélagi. „Eðlilegast væri, ef afnema á verðtryggingu af einum lið, að taka hana út úr öðrum liðum líka. Vandamál lífeyrissjóðanna er að allar okkar skuldbindingar eru verðtryggðar en ekki nema um helmingur af eignunum er verðtryggður,“ segir Kári Arnór. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Í tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála, sem félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti á þriðjudaginn, segir að stefnt skuli að því að varanlega verði hægt að nýta séreignarsparnað til fasteignakaupa. Kára Arnóri Kárasyni, framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Stapa, líst illa á tillögurnar. „Það er nokkurn veginn verið að ganga af viðbótarlífeyrissparnaðarkerfinu dauðu. Þetta er ekki lífeyrissparnaður ef þetta á að vera varanlegur valkostur. Að mínu viti kemur það ekki til álita að lífeyrissjóðir séu nýttir í að innheimta iðgjöld af launagreiðendum til þess að greiða einhverjum lánastofnunum fyrir einstaklinga. Lífeyrissjóðirnir eru ekki til þess. Ef menn vilja búa til eitthvað sem heitir húsnæðissparnaður á það ekki að fara í gegnum lífeyrissjóðina,“ segir Kári Arnór.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að samtökin muni skipa starfshóp um málið.Vísir/Valgarð GuðjónssonStarfshópur mun fara yfir máliðÞórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur einnig efasemdir. „Það vekur spurningar að lagt sé til að séreignarsparnaðarkerfinu verði nánast breytt í varanlegt húsnæðissparnaðarkerfi. Það er andstætt upphaflegu hugmyndinni sem gengið var út frá með stofnun viðbótarlífeyrissparnaðarkerfis,“ segir Þórey og bætir við að Landssamtök lífeyrissjóða muni stofna starfshóp á næstu dögum til að fara yfir tillögurnar og áhrif þeirra á lífeyrissjóðina.Tillögurnar gætu erfiðað greiðslu verðtryggðs lífeyris Í tillögunum kemur einnig fram að stefnt skuli að því að ný neytendalán til fasteignakaupa verði óverðtryggð. Verðtryggð skuldabréf Íbúðalánasjóðs eru einn stærsti eignaflokkur lífeyrissjóða. Verði fasteignalán ekki lengur verðtryggð mun Íbúðalánasjóður eða arftaki hans ekki gefa út verðtryggð skuldabréf. Því segir Kári: „Ef það verða engar útgáfur af verðtryggðum skuldabréfum mun það gera okkur erfiðara um vik að greiða verðtryggðan lífeyri.“ Kári bendir einnig á að verðtrygging sé mjög víðtæk í íslensku samfélagi. „Eðlilegast væri, ef afnema á verðtryggingu af einum lið, að taka hana út úr öðrum liðum líka. Vandamál lífeyrissjóðanna er að allar okkar skuldbindingar eru verðtryggðar en ekki nema um helmingur af eignunum er verðtryggður,“ segir Kári Arnór.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun