Stjórnvöld hvött til að hafna Landsbankasamningnum Höskuldur Kári Schram skrifar 12. maí 2014 13:08 Nýi og gamli Landsbankinn sömdu í síðustu viku um lengingu á rúmlega 220 milljarða skuldabréfa. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki leggja blessun sína yfir Landsbankasamninginn ef að hann hefur neikvæð áhrif á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir hvetur stjórnvöld til að hafna samningnum. Nýi og gamli Landsbankinn sömdu í síðustu viku um lengingu á rúmlega 220 milljarða skuldabréfa. Lokagreiðslan á nú að fara fram í október 2026 í stað október 2018. Heiðar Guðjónsson fjárfestir gagnrýnir þennan samninginn í grein í Morgunblaðinu í dag og hvetur stjórnvöld til að hafna honum. Heiðar sakar Landsbankana um villandi framsetningu á samningnum og segir að hann muni ekki auðvelda stjórnvöldum að afnema gjaldeyrishöftin. Heiðar segir einnig að það sé engin lausn á skuldavandanum að framlengja hann á hærri vöxtum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði um afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til málsins. „Fram er komin í morgun áskorun frá einum umsvifamesta fjárfesti landsins á fjármálaráðherra og Seðlabankann að leggjast gegn þessari skilmálabreytingu,“ sagði Helgi. „Ég spyr því hæstvirtan fjármálaráðherra um afstöðu hans til skilmálabreytingarinnar og þá sömuleiðis hvort að stjórnarflokkarnir séu samstíga í þeirri afstöðu og um leið hvers vegna skilmálabreytingin hafi ekki verið rædd á þeim samráðsvettvangi sem stjórnmálaflokkarnir sammæltust um að skildi vera um þær meiriháttar ákvarðanir sem varða losun gjaldeyrishafta.“ Ráðherra sagði að fjármálaráðuneytið hafi ekki komið að gerð þessa samnings og því væri ekki búið fjalla um hann í samráðshóp um afnám gjaldeyrishafta. „Hins vegar ber að athuga það að nýja Landsbankanum er hvenær sem er heimilt að greiða þetta lán upp að fullu, fái hann betri kjör annarsstaðar,“ svaraði Bjarni. „Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um það hversu hagstætt eða óhagstætt það er fyrir bankann að búa við þau kjör sem þarna er um að ræða. Aðalatriðið er það að þegar það kemur að ákvörðunum sem snúa að því hvernig við tökum skref í átt að afnámi hafta, sé hvert og eitt skref í takt við ákveðna heildaráætlun. Það verður verkefni okkar í framhaldinu, að tryggja að það verði engar ákvarðanir teknar í þessu máli sem gera okkur erfiðara fyrir með síðari stig málsins, hvað varðar afnám gjaldeyrishafta.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin muni ekki leggja blessun sína yfir Landsbankasamninginn ef að hann hefur neikvæð áhrif á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir hvetur stjórnvöld til að hafna samningnum. Nýi og gamli Landsbankinn sömdu í síðustu viku um lengingu á rúmlega 220 milljarða skuldabréfa. Lokagreiðslan á nú að fara fram í október 2026 í stað október 2018. Heiðar Guðjónsson fjárfestir gagnrýnir þennan samninginn í grein í Morgunblaðinu í dag og hvetur stjórnvöld til að hafna honum. Heiðar sakar Landsbankana um villandi framsetningu á samningnum og segir að hann muni ekki auðvelda stjórnvöldum að afnema gjaldeyrishöftin. Heiðar segir einnig að það sé engin lausn á skuldavandanum að framlengja hann á hærri vöxtum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók málið upp á Alþingi í dag og spurði um afstöðu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til málsins. „Fram er komin í morgun áskorun frá einum umsvifamesta fjárfesti landsins á fjármálaráðherra og Seðlabankann að leggjast gegn þessari skilmálabreytingu,“ sagði Helgi. „Ég spyr því hæstvirtan fjármálaráðherra um afstöðu hans til skilmálabreytingarinnar og þá sömuleiðis hvort að stjórnarflokkarnir séu samstíga í þeirri afstöðu og um leið hvers vegna skilmálabreytingin hafi ekki verið rædd á þeim samráðsvettvangi sem stjórnmálaflokkarnir sammæltust um að skildi vera um þær meiriháttar ákvarðanir sem varða losun gjaldeyrishafta.“ Ráðherra sagði að fjármálaráðuneytið hafi ekki komið að gerð þessa samnings og því væri ekki búið fjalla um hann í samráðshóp um afnám gjaldeyrishafta. „Hins vegar ber að athuga það að nýja Landsbankanum er hvenær sem er heimilt að greiða þetta lán upp að fullu, fái hann betri kjör annarsstaðar,“ svaraði Bjarni. „Að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um það hversu hagstætt eða óhagstætt það er fyrir bankann að búa við þau kjör sem þarna er um að ræða. Aðalatriðið er það að þegar það kemur að ákvörðunum sem snúa að því hvernig við tökum skref í átt að afnámi hafta, sé hvert og eitt skref í takt við ákveðna heildaráætlun. Það verður verkefni okkar í framhaldinu, að tryggja að það verði engar ákvarðanir teknar í þessu máli sem gera okkur erfiðara fyrir með síðari stig málsins, hvað varðar afnám gjaldeyrishafta.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira