Mike Brown var í kvöld rekinn frá Cleveland Cavaliers í annað skipti á ferlinum.
Cleveland endaði í tíunda sæti austurdeildarinnar í NBA-deildinni og missti af úrslitakeppninni. Brown tók við Cleveland í upphafi tímabilsins eftir að hafa verið rekinn frá LA Lakers.
Brown var þjálfari Cleveland frá 2005 til 2010 en náði ekki að stýra liðinu til sigurs í deildinni. Liðið var sterkt með LeBron James fremstan í flokki.
David Griffin hlaut í kvöld fastráðningu sem framkvæmdarstjóri Cavaliers og fellur það í hans hlut að ráða nýjan þjálfara til liðsins.
