Ístak Ísland verður auglýst til sölu í kringum áramótin Haraldur Guðmundsson skrifar 4. desember 2014 07:00 Landsbankinn eignaðist Ístak í september 2013 eftir að danska móðurfélagið Pihl & Søn varð gjaldþrota. Vísir/Vilhelm Landsbankinn ætlar að auglýsa verktakafyrirtækið Ístak Ísland til sölu í kringum næstu mánaðamót. Starfsemi fyrirtækisins í Noregi verður sett í söluferli núna í desember. Enn er unnið að því að færa rekstur Ístaks hér á landi, á Grænlandi og í Færeyjum, inn í dótturfélagið Ístak Ísland. Þetta segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. „Það er nú unnið við að skipta fyrirtækinu upp og það þarf að ganga frá efnahagnum og búa til fyrirtæki úr hverri einingu. Svo munum við fara að leita að kaupendum og við stefnum að því að það verði gert öðrum hvorum megin við næstu mánaðamót,“ segir Kristján. Ístak hefur verið í eigu Landsbankans síðan danska móðurfélagið Pihl & Søn varð gjaldþrota í september 2013. Bankinn auglýsti fyrirtækið fyrst til sölu í nóvember það ár en sleit síðan formlega söluferlinu í apríl síðastliðnum þegar fimmtán óskuldbindandi tilboðum var hafnað. Í haust var tekin ákvörðun um að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki. Ístak Ísland er annað þeirra en hitt heldur utan um starfsemina í Noregi. „Í Noregi erum við að vinna með fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers (PWC) í Ósló. Stjórn Ístaks hefur ákveðið að leita eftir sölu á rekstri félagsins í Noregi, eða mögulegum samstarfsaðilum, en það ferli fer af stað núna í desember,“ segir Kristján. Hann segir bankann ekki hafa fengið nein viðunandi tilboð í allan rekstur Ístaks frá því formlega söluferlinu var slitið. „Það er erfitt að selja fyrirtækið á meðan verið er að vinna að þessum breytingum. Við höfum þó verið tilbúnir til að skoða öll tilboð með þeim fyrirvara að við þurfum að klára að skipta fyrirtækinu upp fyrst,“ segir Kristján. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Ístaks, segir stefnt að því að Ístak Ísland verði aðskilið öðrum rekstri verktakafyrirtækisins fyrir áramót. „Við stefnum að því en þessi mál taka langan tíma enda þarf að skoða fjölmargt í þessu,“ segir Óskar. Spurður hvernig verkefnastaða Ístaks sé segir Óskar að veturinn verði að öllum líkindum rólegur. „En upp úr miðju næsta ári, og til lengri framtíðar, er margt í farvatninu sem maður hefur von um að raungerist, eins og kísilverin og önnur stór verkefni en fyrirtæki eins og Ístak hefur tæknilega þekkingu og getu til að takast á við stór verkefni og þau hafa síðustu ár verið mjög takmörkuð hér á Íslandi.“ Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Landsbankinn ætlar að auglýsa verktakafyrirtækið Ístak Ísland til sölu í kringum næstu mánaðamót. Starfsemi fyrirtækisins í Noregi verður sett í söluferli núna í desember. Enn er unnið að því að færa rekstur Ístaks hér á landi, á Grænlandi og í Færeyjum, inn í dótturfélagið Ístak Ísland. Þetta segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. „Það er nú unnið við að skipta fyrirtækinu upp og það þarf að ganga frá efnahagnum og búa til fyrirtæki úr hverri einingu. Svo munum við fara að leita að kaupendum og við stefnum að því að það verði gert öðrum hvorum megin við næstu mánaðamót,“ segir Kristján. Ístak hefur verið í eigu Landsbankans síðan danska móðurfélagið Pihl & Søn varð gjaldþrota í september 2013. Bankinn auglýsti fyrirtækið fyrst til sölu í nóvember það ár en sleit síðan formlega söluferlinu í apríl síðastliðnum þegar fimmtán óskuldbindandi tilboðum var hafnað. Í haust var tekin ákvörðun um að skipta Ístaki upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki. Ístak Ísland er annað þeirra en hitt heldur utan um starfsemina í Noregi. „Í Noregi erum við að vinna með fyrirtækjaráðgjöf PricewaterhouseCoopers (PWC) í Ósló. Stjórn Ístaks hefur ákveðið að leita eftir sölu á rekstri félagsins í Noregi, eða mögulegum samstarfsaðilum, en það ferli fer af stað núna í desember,“ segir Kristján. Hann segir bankann ekki hafa fengið nein viðunandi tilboð í allan rekstur Ístaks frá því formlega söluferlinu var slitið. „Það er erfitt að selja fyrirtækið á meðan verið er að vinna að þessum breytingum. Við höfum þó verið tilbúnir til að skoða öll tilboð með þeim fyrirvara að við þurfum að klára að skipta fyrirtækinu upp fyrst,“ segir Kristján. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Ístaks, segir stefnt að því að Ístak Ísland verði aðskilið öðrum rekstri verktakafyrirtækisins fyrir áramót. „Við stefnum að því en þessi mál taka langan tíma enda þarf að skoða fjölmargt í þessu,“ segir Óskar. Spurður hvernig verkefnastaða Ístaks sé segir Óskar að veturinn verði að öllum líkindum rólegur. „En upp úr miðju næsta ári, og til lengri framtíðar, er margt í farvatninu sem maður hefur von um að raungerist, eins og kísilverin og önnur stór verkefni en fyrirtæki eins og Ístak hefur tæknilega þekkingu og getu til að takast á við stór verkefni og þau hafa síðustu ár verið mjög takmörkuð hér á Íslandi.“
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira