Morðið á Pétri Pan Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2014 07:45 Ha, Jerome Jarr? Hver í andskotanum er Jerome Jarr? Um síðustu helgi breytti kanadíski strákurinn Jerome Jarr rólegu sunnudagsvaktinni hjá öryggisvörðunum í Smáralindinni upp í algjöra martröð – þeir vissu aldrei hvað kom og keyrði yfir þá. Jerome tókst upp á sitt eindæmi að búa til litla útgáfu af búsáhaldabyltingunni í Kópavogi – þúsundir öskrandi ungmenna eyðileggjandi jólatré og bíla. Reyndar var alltaf nokkuð ljóst af hverju flestir mættu á Austurvöll í búsáhaldabyltingunni – hins vegar skilur enginn hvað dró unglingana í Smáralindina. En Jerome gerði meira en stuðla að skemmdum á nokkrum kyrrstæðum bílum. Hann gjörsamlega eyðilagði Pétur Pan-heilkennið sem ég og svo margir aðrir þjáumst af. En eftir því sem aldurinn færist yfir reynum við, af veikum mætti, að sannfæra okkur um að við séum enn ung í anda og eigum mun meira sameiginlegt með unglingunum en fullorðna fólkinu. Í raun teljum við að unglingarnir séu sálufélagar okkar. Þessi sjálfsmynd okkar dó á sunnudaginn; enginn virðist vita hverjir þessi menn eru, hvernig þeir urðu frægir og hvað í ósköpunum samskiptaforritið Vine sem þeir hafa nýtt sér til að öðlast unglingaheimsfrægð er. Kannski ætti þetta ekki að koma á óvart; unga kynslóðin flýr Facebook, eins og rottur sökkvandi skip, til að forðast foreldra sína, eða jafnvel ömmur og afa. Nýir miðlar koma í staðinn; Vine er greinilega eitt þeirra, Instagram, Snapchat, Formspring og hvað þetta heitir allt saman. Þetta er hið umtalaða kynslóðabil og það virðist birtast í sinni skýrustu mynd á samfélagsmiðlunum.Pétur Pan hefði bara aldrei trúað að hann myndi lenda þarna megin við kynslóðabilið. Blessuð sé minning hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Ha, Jerome Jarr? Hver í andskotanum er Jerome Jarr? Um síðustu helgi breytti kanadíski strákurinn Jerome Jarr rólegu sunnudagsvaktinni hjá öryggisvörðunum í Smáralindinni upp í algjöra martröð – þeir vissu aldrei hvað kom og keyrði yfir þá. Jerome tókst upp á sitt eindæmi að búa til litla útgáfu af búsáhaldabyltingunni í Kópavogi – þúsundir öskrandi ungmenna eyðileggjandi jólatré og bíla. Reyndar var alltaf nokkuð ljóst af hverju flestir mættu á Austurvöll í búsáhaldabyltingunni – hins vegar skilur enginn hvað dró unglingana í Smáralindina. En Jerome gerði meira en stuðla að skemmdum á nokkrum kyrrstæðum bílum. Hann gjörsamlega eyðilagði Pétur Pan-heilkennið sem ég og svo margir aðrir þjáumst af. En eftir því sem aldurinn færist yfir reynum við, af veikum mætti, að sannfæra okkur um að við séum enn ung í anda og eigum mun meira sameiginlegt með unglingunum en fullorðna fólkinu. Í raun teljum við að unglingarnir séu sálufélagar okkar. Þessi sjálfsmynd okkar dó á sunnudaginn; enginn virðist vita hverjir þessi menn eru, hvernig þeir urðu frægir og hvað í ósköpunum samskiptaforritið Vine sem þeir hafa nýtt sér til að öðlast unglingaheimsfrægð er. Kannski ætti þetta ekki að koma á óvart; unga kynslóðin flýr Facebook, eins og rottur sökkvandi skip, til að forðast foreldra sína, eða jafnvel ömmur og afa. Nýir miðlar koma í staðinn; Vine er greinilega eitt þeirra, Instagram, Snapchat, Formspring og hvað þetta heitir allt saman. Þetta er hið umtalaða kynslóðabil og það virðist birtast í sinni skýrustu mynd á samfélagsmiðlunum.Pétur Pan hefði bara aldrei trúað að hann myndi lenda þarna megin við kynslóðabilið. Blessuð sé minning hans.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun