Komdu heim klukkan tíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2014 00:00 Tæp fjögur ár eru síðan líf mitt breyttist verulega. Stúlka fæddist. Í einu vetfangi breyttist ég úr ábyrgðarlausum djammara á þrítugsaldri í ábyrgðarfullan föður. Vitandi hvað beið mín var ég ekki lengi að svara því játandi þegar mér bauðst, nokkrum vikum fyrr, að skella mér á pabbanámskeið. Líklega var það frekar skyldurækni en áhugi sem sendi mig á námskeiðið. Markmiðið var að standa sig vel í nýju hlutverki. Ég dró tvo vini á svipuðum stað í lífinu með mér á námskeiðið sem haldið var á vegum heilsugæslunnar í höfuðborginni. Um tuttugu karlmenn voru mættir til að hlýða á sérfræðing í pabbamálum. Hann bauð okkur velkomna og í hönd fór klukkustund þar sem ég sat í stól mínum og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. „Ef þú segir við konuna þína að þú ætlir að koma heim klukkan tíu, þá kemurðu heim klukkan tíu,“ er boðorð sem er ágætt í sjálfu sér. Óstundvísi er dónaskapur og ekki vill maður vera dónalegur við nýbakaða móður. Gott og vel. Í kjölfarið las maðurinn okkur pistilinn varðandi vímuefnanotkun. Kom hann meðal annars inn á þá staðreynd að í kringum 15 prósent karlmanna væru á kafi í dópi. „Og ég veit alveg hverjir þið eruð,“ bætti hann við og horfði yfir herbergið. Því næst sagði hann mikilvægt að koma sér sem fyrst inn í einhvern pabbahóp. Konur væru sífellt umkringdar öðrum mæðrum og færu yfir málin. Pabbar þyrftu líka slíkt athvarf. Gott og vel. „En pabbarnir í hópnum verða að vera úr sömu þjóðfélagsstétt,“ sagði hann. Það gengi auðvitað ekki að smiður og læknir væru saman í hóp. Það væri bara ávísun á vandræði. Að námskeiðinu loknu stóðum við vinirnir upp, litum hver á annan en biðum með hláturinn þar til komið var út í bíl. Fjórum árum síðar er mesta furða hve vel uppeldið hefur gengið, þrátt fyrir námskeiðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun
Tæp fjögur ár eru síðan líf mitt breyttist verulega. Stúlka fæddist. Í einu vetfangi breyttist ég úr ábyrgðarlausum djammara á þrítugsaldri í ábyrgðarfullan föður. Vitandi hvað beið mín var ég ekki lengi að svara því játandi þegar mér bauðst, nokkrum vikum fyrr, að skella mér á pabbanámskeið. Líklega var það frekar skyldurækni en áhugi sem sendi mig á námskeiðið. Markmiðið var að standa sig vel í nýju hlutverki. Ég dró tvo vini á svipuðum stað í lífinu með mér á námskeiðið sem haldið var á vegum heilsugæslunnar í höfuðborginni. Um tuttugu karlmenn voru mættir til að hlýða á sérfræðing í pabbamálum. Hann bauð okkur velkomna og í hönd fór klukkustund þar sem ég sat í stól mínum og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. „Ef þú segir við konuna þína að þú ætlir að koma heim klukkan tíu, þá kemurðu heim klukkan tíu,“ er boðorð sem er ágætt í sjálfu sér. Óstundvísi er dónaskapur og ekki vill maður vera dónalegur við nýbakaða móður. Gott og vel. Í kjölfarið las maðurinn okkur pistilinn varðandi vímuefnanotkun. Kom hann meðal annars inn á þá staðreynd að í kringum 15 prósent karlmanna væru á kafi í dópi. „Og ég veit alveg hverjir þið eruð,“ bætti hann við og horfði yfir herbergið. Því næst sagði hann mikilvægt að koma sér sem fyrst inn í einhvern pabbahóp. Konur væru sífellt umkringdar öðrum mæðrum og færu yfir málin. Pabbar þyrftu líka slíkt athvarf. Gott og vel. „En pabbarnir í hópnum verða að vera úr sömu þjóðfélagsstétt,“ sagði hann. Það gengi auðvitað ekki að smiður og læknir væru saman í hóp. Það væri bara ávísun á vandræði. Að námskeiðinu loknu stóðum við vinirnir upp, litum hver á annan en biðum með hláturinn þar til komið var út í bíl. Fjórum árum síðar er mesta furða hve vel uppeldið hefur gengið, þrátt fyrir námskeiðið.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun