Durant tapaði í endurkomunni | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2014 07:05 Vísir/AP Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97 NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, tapaði í sínum fyrsta leik á tímabilinu er Oklhoma City mætti New Orleans. Heimamenn höfðu betur, 112-104, en Durant hefur misst af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla í fæti. Hann skoraði 27 stig á þeim 30 mínútum sem hann spilaði. Tyreke Evans skoraði 30 stig fyrir New Orleans, þar af fimmtán í fjórða leikhluta. Anthony Davis kom næstur með 25 stig. Russell Westbrook, sem einnig er nýkominn til baka eftir meiðsli, var með 21 stig fyrir Oklahoma City. Golden State vann Orlando, 98-97, og þar með sinn fimmtánda leik á tímabilinu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur en það hefur aldrei byrjað betur í sögu deildarinar. Stephen Curry skoraði sigurkörfu Golden State utan þriggja stiga línunnar þegar 2,2 sekúndur voru eftir af leiknum. Þetta var tíundi sigur liðsins í röð. Curry var með 22 stig en Golden State var níu stigum undir á lokakafla leiksins. Victor Oladipo skoraði 27 stig fyrir Orlando. Dallas vann Chicago, 132-129, í tvíframlengdum leik. Monta Ellis tryggði Dallas bæði framleninginu í lok venjulegs leiktíma og skoraði svo sigurkörfuna í seinni framlengingunni. Ellis var með 38 stig í leiknum og Dirk Nowitzky 22 stig. Pau Gasol var með 29 stig fyrir Chicago og fjórtán fráköst. Derrick Rose fékk tilraun til að jafna leikinn með þriggja stiga skoti undir lok síðari framlengingarinar en skot hans geigaði. Hann hafði jafnað metin í lok fyrri framlengingarinnar með flautuþristi. Cleveland vann Milwaukee, 111-108, og þar með sinn fjórða sigur í röð. Kyrie Irving var með 28 stig og LeBron Jamees 26 stig og tíu stoðsendingar. Kevin Love bætti við 27 stigum en Cleveland lenti þó í miklu basli með sprækt lið Milwaukee en hinn nítján ára gamli Jabari Parker skoraði nítján stig fyrir liðið. Brandon Knight var þó stigahæstur með 24 stig. Brooklyn vann New York, 98-93, í borgarslagnum en þetta er í annað sinn sem liðið hefur betur í leik liðanna á tímabilinu. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Brooklyn en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Carmelo Anthony skoraði 20 stig fyrir New York og var með níu fráköst og sex stoðsendingar þar að auki. Þá vann LA Lakers sigur á Detroit, 106-96, þar sem Kobe Bryant skoraði tólf stig. Bryant skoraði stigin tólf öll í þriðja leikhluta er Lakers lagði grunninn að sigrinum með því að komast sextán stigum yfir.Úrslit næturinnar: Cleveland - Milwaukee 111-108 Atlanta - Boston 109-105 Detroit - LA Lakers 96-106 New York - Brooklyn 93-98 Chicago - Dallas 129-132 New Orlans - Oklahoma City 112-104 Denver - Portland 103-105 Phoenix - Indiana 116-99 Sacramento - Toronto 109-117 Golden State - Orlando 98-97
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Leik lokið : Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira